Strandaglópar Primera gramir eftir gjaldþrotið Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. október 2018 07:00 Margir áttu miða í eina af vélum Primera á milli Bretlandseyja og Norður-Ameríku en komast ekki leiðar sinnar vegna gjaldþrotsins. Fréttablaðið/Haraldur Fjölmargir sem áttu flugmiða á milli Bretlands og Norður-Ameríku með Primera Air hafa lýst yfir óánægju sinni á samfélagsmiðlum og í viðtölum við erlenda fjölmiðla vegna gjaldþrots flugfélagsins. Strandaglópar kvarta yfir skorti á upplýsingum fyrir og eftir að tilkynnt var um gjaldþrot á mánudaginn. Hin kanadíska Angela Dorau sagði við BBC að hún væri föst í París með eiginmanni sínum. Þau væru á ódýru vegahóteli að reyna að galdra fram pening fyrir farinu heim. Annar viðmælandi BBC, neminn Pavithra Priyadarshini, sagðist fyrst hafa frétt að flugi hennar til Lundúna hefði verið aflýst þegar hún kom á flugvöllinn. Töluverða reiði hefur einnig mátt greina á Twitter. Bretinn Larry Litzgerald kvartaði þar yfir því að hann hafi verið í röð inn í vélina þegar fluginu var aflýst og sagði einfaldlega „drepið mig“. Hin breska Lindsay Learns sagðist hafa lent í sömu stöðu en Nikki Luxford sagðist miður sín. Flugfélagið hefði eyðilagt draumafríið. Eigandi Primera Air og forstjóri er Andri Már Ingólfsson en flugfélagið er hins vegar skráð í Danmörku og með höfuðstöðvar þar. Danskir miðlar hafa sýnt málinu mikinn áhuga. DR fjallaði til að mynda um að fyrirtækið Flyhjælp, sem sérhæfir sig í að framfylgja bótakröfum farþega flugfélaga, hafi sýslað með kröfur rúmlega 4.000 farþega Primera Air sem muni líklega aldrei fá bæturnar. Ferðaskrifstofan Heimsferðir, systurfélag Primera Air, flytur þá farþega til Íslands sem Primera Air átti að flytja, hafi viðkomandi keypt miða sinn í gegnum ferðaskrifstofuna. Í samtali við Ríkisútvarpið sagði Tómas Gestsson framkvæmdastjóri að vel hafi tekist að leysa úr málum þeirra hundrað farþega sem þáðu boð ferðaskrifstofunnar. Fimmtíu komu til landsins frá Alicante í gær og jafnmargir frá Tenerife í dag. Hlutabréf í Arion banka lækkuðu um 5,76 prósent í gær. Má rekja lækkunina til þess að bankinn upplýsti að hann muni tapa allt að 1,8 milljörðum króna á falli Primera Air. Flugfélagið var þó ekki nafngreint í tilkynningu bankans. Hvorki náðist í Andra Má, forstjóra Primera Air, né Hrafn Þorgeirsson framkvæmdastjóra við vinnslu fréttarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Önnur aurskriða og vegurinn lokaður inn í nóttina Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Sjá meira
Fjölmargir sem áttu flugmiða á milli Bretlands og Norður-Ameríku með Primera Air hafa lýst yfir óánægju sinni á samfélagsmiðlum og í viðtölum við erlenda fjölmiðla vegna gjaldþrots flugfélagsins. Strandaglópar kvarta yfir skorti á upplýsingum fyrir og eftir að tilkynnt var um gjaldþrot á mánudaginn. Hin kanadíska Angela Dorau sagði við BBC að hún væri föst í París með eiginmanni sínum. Þau væru á ódýru vegahóteli að reyna að galdra fram pening fyrir farinu heim. Annar viðmælandi BBC, neminn Pavithra Priyadarshini, sagðist fyrst hafa frétt að flugi hennar til Lundúna hefði verið aflýst þegar hún kom á flugvöllinn. Töluverða reiði hefur einnig mátt greina á Twitter. Bretinn Larry Litzgerald kvartaði þar yfir því að hann hafi verið í röð inn í vélina þegar fluginu var aflýst og sagði einfaldlega „drepið mig“. Hin breska Lindsay Learns sagðist hafa lent í sömu stöðu en Nikki Luxford sagðist miður sín. Flugfélagið hefði eyðilagt draumafríið. Eigandi Primera Air og forstjóri er Andri Már Ingólfsson en flugfélagið er hins vegar skráð í Danmörku og með höfuðstöðvar þar. Danskir miðlar hafa sýnt málinu mikinn áhuga. DR fjallaði til að mynda um að fyrirtækið Flyhjælp, sem sérhæfir sig í að framfylgja bótakröfum farþega flugfélaga, hafi sýslað með kröfur rúmlega 4.000 farþega Primera Air sem muni líklega aldrei fá bæturnar. Ferðaskrifstofan Heimsferðir, systurfélag Primera Air, flytur þá farþega til Íslands sem Primera Air átti að flytja, hafi viðkomandi keypt miða sinn í gegnum ferðaskrifstofuna. Í samtali við Ríkisútvarpið sagði Tómas Gestsson framkvæmdastjóri að vel hafi tekist að leysa úr málum þeirra hundrað farþega sem þáðu boð ferðaskrifstofunnar. Fimmtíu komu til landsins frá Alicante í gær og jafnmargir frá Tenerife í dag. Hlutabréf í Arion banka lækkuðu um 5,76 prósent í gær. Má rekja lækkunina til þess að bankinn upplýsti að hann muni tapa allt að 1,8 milljörðum króna á falli Primera Air. Flugfélagið var þó ekki nafngreint í tilkynningu bankans. Hvorki náðist í Andra Má, forstjóra Primera Air, né Hrafn Þorgeirsson framkvæmdastjóra við vinnslu fréttarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Önnur aurskriða og vegurinn lokaður inn í nóttina Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Sjá meira