Vegasmálið nærtækt fordæmi Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 4. október 2018 06:15 Ragnar Aðalsteinsson flutti mál Guðjóns Skarphéðinssonar í Hæstarétti í liðnum mánuði. Fréttablaðið/Ernir Verjandi eins hinna sýknuðu í Guðmundar- og Geirfinnsmálum segir algjöra fásinnu að leysa megi úr hugsanlegum bótakröfum þeirra sem lýstir hafa verið saklausir af tveimur mannshvörfum með löggjöf svipaðri og sett var um árið í tengslum við þá sem nefndir voru Breiðavíkurdrengir. Á forsíðu Fréttablaðsins síðastliðinn mánudag var haft eftir Kristínu Benediktsdóttur, dósent í réttarfari, að sennilegast yrði um einhvers konar sanngirnisbætur að ræða, en hún tók þó fram að um eðlisólík mál væri að ræða. „Lögin um sanngirnisbætur voru sett svo unnt yrði að greiða einhverjar lágmarksbætur enda þótt bótakröfurnar væru taldar fyrndar,“ segir Ragnar Aðalsteinsson, verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar, og telur mjög ólíku saman að jafna. „Réttarstaða hinna sýknuðu er allt önnur. Þeir eiga einfaldlega bótakröfur sem unnt er að fá úrlausn um fyrir hinum almennu dómstólum ef ekki semst.“ Ragnar vísar til laga um meðferð sakamála sem hafa að geyma hlutlæga bótareglu vegna einstaklinga sem hafa saklausir þolað refsingu í sakamáli. Hann vísar til nýlegs dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Sigurþórs Arnarssonar sem voru dæmdar bætur árið 2015 vegna dóms sem hann hlaut árið 1993 fyrir líkamsárás sem leiddi til dauða manns á skemmtistaðnum Vegas sama ár. Eftir að Sigurþór vann mál sem hann höfðaði gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu var mál hans endurupptekið fyrir íslenskum dómstólum og Sigurþór sýknaður. Hann höfðaði í kjölfarið bótamál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og voru honum dæmdar rúmar 18,7 milljónir árið 2015, þar af 16,3 milljónir í miskabætur sem miðuðust við tímalengdina sem hann sat inni. Bótareglur sakamálalaganna taka einnig til þeirra sem sýknaðir hafa verið í sakamáli eða mál þeirra fellt niður, hafi þeir þurft að þola þvingunaraðgerðir vegna rannsóknar, á borð við handtöku, gæsluvarðhald, símhleranir og fleira. Fjölmörg dómafordæmi eru til í íslenskri réttarframkvæmd um bætur á þessum grundvelli. Eitt þeirra er dómur í máli fjögurra manna sem sátu í gæsluvarðhaldi í 105 daga vegna rannsóknar Geirfinnsmálsins en voru aldrei ákærðir. Aðspurður vildi Ragnar þó ekki nefna neinar hugmyndir um bótafjárhæðir að svo stöddu. Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Nefnd leitar sátta við sakborninga og aðstandendur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur skipað nefnd til að leiða sáttaviðræður fyrir hönd ríkisstjórnarinnar við fyrrum sakborninga og aðstandendur í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum 2. október 2018 11:55 Íhuga nú rannsókn á afdrifum Guðmundar og Geirfinns Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að til skoðunar sé að opna rannsókn á hvarfi Guðmundar og Geirfinns. Nýjar ábendingar gætu gefið ástæðu til rannsóknar á ný. 2. október 2018 07:30 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Skýrt í regluverkinu að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Sjá meira
Verjandi eins hinna sýknuðu í Guðmundar- og Geirfinnsmálum segir algjöra fásinnu að leysa megi úr hugsanlegum bótakröfum þeirra sem lýstir hafa verið saklausir af tveimur mannshvörfum með löggjöf svipaðri og sett var um árið í tengslum við þá sem nefndir voru Breiðavíkurdrengir. Á forsíðu Fréttablaðsins síðastliðinn mánudag var haft eftir Kristínu Benediktsdóttur, dósent í réttarfari, að sennilegast yrði um einhvers konar sanngirnisbætur að ræða, en hún tók þó fram að um eðlisólík mál væri að ræða. „Lögin um sanngirnisbætur voru sett svo unnt yrði að greiða einhverjar lágmarksbætur enda þótt bótakröfurnar væru taldar fyrndar,“ segir Ragnar Aðalsteinsson, verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar, og telur mjög ólíku saman að jafna. „Réttarstaða hinna sýknuðu er allt önnur. Þeir eiga einfaldlega bótakröfur sem unnt er að fá úrlausn um fyrir hinum almennu dómstólum ef ekki semst.“ Ragnar vísar til laga um meðferð sakamála sem hafa að geyma hlutlæga bótareglu vegna einstaklinga sem hafa saklausir þolað refsingu í sakamáli. Hann vísar til nýlegs dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Sigurþórs Arnarssonar sem voru dæmdar bætur árið 2015 vegna dóms sem hann hlaut árið 1993 fyrir líkamsárás sem leiddi til dauða manns á skemmtistaðnum Vegas sama ár. Eftir að Sigurþór vann mál sem hann höfðaði gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu var mál hans endurupptekið fyrir íslenskum dómstólum og Sigurþór sýknaður. Hann höfðaði í kjölfarið bótamál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og voru honum dæmdar rúmar 18,7 milljónir árið 2015, þar af 16,3 milljónir í miskabætur sem miðuðust við tímalengdina sem hann sat inni. Bótareglur sakamálalaganna taka einnig til þeirra sem sýknaðir hafa verið í sakamáli eða mál þeirra fellt niður, hafi þeir þurft að þola þvingunaraðgerðir vegna rannsóknar, á borð við handtöku, gæsluvarðhald, símhleranir og fleira. Fjölmörg dómafordæmi eru til í íslenskri réttarframkvæmd um bætur á þessum grundvelli. Eitt þeirra er dómur í máli fjögurra manna sem sátu í gæsluvarðhaldi í 105 daga vegna rannsóknar Geirfinnsmálsins en voru aldrei ákærðir. Aðspurður vildi Ragnar þó ekki nefna neinar hugmyndir um bótafjárhæðir að svo stöddu.
Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Nefnd leitar sátta við sakborninga og aðstandendur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur skipað nefnd til að leiða sáttaviðræður fyrir hönd ríkisstjórnarinnar við fyrrum sakborninga og aðstandendur í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum 2. október 2018 11:55 Íhuga nú rannsókn á afdrifum Guðmundar og Geirfinns Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að til skoðunar sé að opna rannsókn á hvarfi Guðmundar og Geirfinns. Nýjar ábendingar gætu gefið ástæðu til rannsóknar á ný. 2. október 2018 07:30 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Skýrt í regluverkinu að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Sjá meira
Nefnd leitar sátta við sakborninga og aðstandendur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur skipað nefnd til að leiða sáttaviðræður fyrir hönd ríkisstjórnarinnar við fyrrum sakborninga og aðstandendur í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum 2. október 2018 11:55
Íhuga nú rannsókn á afdrifum Guðmundar og Geirfinns Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að til skoðunar sé að opna rannsókn á hvarfi Guðmundar og Geirfinns. Nýjar ábendingar gætu gefið ástæðu til rannsóknar á ný. 2. október 2018 07:30