Vill viðtækara samstarf til að uppræta brotastarfsemi á vinnumarkaði Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 4. október 2018 19:45 Aðstoðarforstjóri Vinnumálastofnunar telur að vinnustaðaeftirlitið, sem stofnunin sér um, muni ekki uppræta þá brotastarfsemi sem á sér stað á vinnumarkaði hér á landi. Hún vill víðtækara samstarf við atvinnurekendur og telur alla aðila vinnumarkaðar þurfa að koma að borðinu til að hægt sér að laga þetta mál. Mikil umræða hefur verið í fjölmiðlum síðustu daga um skelfilega stöðu erlends verkafólks á Íslandi. Vinnumálastofnun hefur víðtækt hlutverk með eftirliti starfsmannaleiga og öll verktakafyrirtæki sem senda starfsmenn hingað til lands eiga að skrá sig hjá stofnuninni, þá bæði fyrirtækin og starfsmennina sem þau koma með. Þar er einnig séð um vinnustaðaeftirlit. Vinnumálastofnun hefur verið gagnrýnd fyrir að nýta úrræði sín lítið sem ekkert. Aðstoðarforstjóri stofnunarinnar vísar því á bug. „Við erum mjög virk í vinnueftirlitinu. Það er ekki alveg rétt það sem kom fram í þessum þætti Kveikur. Vegna þess að við fórum yfir 50 ferðir árið 2017 og það eru komnar 68 eftirlitsferðir á vinnustaði núna árið 2018,” segir Unnur. Til samanburðar hafa verkalýðsfélögin heimsótt tæplega 1.200 fyrirtæki og verktaka um land allt það sem af er ári, samkvæmt tölum frá Alþýðusambandinu.Ætti Vinnumálastofnun ekki að beita sér örlítið harðar í þessum málum en hefur verið gert? Hvar liggur brotalömin í þessu? „Það er ekki auðvelt að beita sér mikið harðar í þessu. Við reynum að vinna traust þessa fólks. Þetta fólk hefur engan áhuga á því að við komum og segjum þið verðið að borga hærri laun, þið verðið að gera þetta og leggið fram gögn á borðið. Þetta fólk er í mjög veikri stöðu. Þá erum við að kippa undan þeim teppinu, við erum að taka af þeim vinnuna og oftast húsnæðið,” bendir hún á og bætir við að þess vegna noti Vinnumálastofnun lítið þau úrræði að loka vinnustöðum eins og þau hafi heimild til. Kjaramál Tengdar fréttir Ekki verið sakfellt í vinnumansalsmálum í mörg ár Verkalýðshreyfingin hefur lengi kallað eftir aðgerðaráætlun í mansalsmálum hér á landi en segir pólitískan vilja vanta. Dómsmálaráðherra hafnar gagnrýninni. 3. október 2018 20:00 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Aðstoðarforstjóri Vinnumálastofnunar telur að vinnustaðaeftirlitið, sem stofnunin sér um, muni ekki uppræta þá brotastarfsemi sem á sér stað á vinnumarkaði hér á landi. Hún vill víðtækara samstarf við atvinnurekendur og telur alla aðila vinnumarkaðar þurfa að koma að borðinu til að hægt sér að laga þetta mál. Mikil umræða hefur verið í fjölmiðlum síðustu daga um skelfilega stöðu erlends verkafólks á Íslandi. Vinnumálastofnun hefur víðtækt hlutverk með eftirliti starfsmannaleiga og öll verktakafyrirtæki sem senda starfsmenn hingað til lands eiga að skrá sig hjá stofnuninni, þá bæði fyrirtækin og starfsmennina sem þau koma með. Þar er einnig séð um vinnustaðaeftirlit. Vinnumálastofnun hefur verið gagnrýnd fyrir að nýta úrræði sín lítið sem ekkert. Aðstoðarforstjóri stofnunarinnar vísar því á bug. „Við erum mjög virk í vinnueftirlitinu. Það er ekki alveg rétt það sem kom fram í þessum þætti Kveikur. Vegna þess að við fórum yfir 50 ferðir árið 2017 og það eru komnar 68 eftirlitsferðir á vinnustaði núna árið 2018,” segir Unnur. Til samanburðar hafa verkalýðsfélögin heimsótt tæplega 1.200 fyrirtæki og verktaka um land allt það sem af er ári, samkvæmt tölum frá Alþýðusambandinu.Ætti Vinnumálastofnun ekki að beita sér örlítið harðar í þessum málum en hefur verið gert? Hvar liggur brotalömin í þessu? „Það er ekki auðvelt að beita sér mikið harðar í þessu. Við reynum að vinna traust þessa fólks. Þetta fólk hefur engan áhuga á því að við komum og segjum þið verðið að borga hærri laun, þið verðið að gera þetta og leggið fram gögn á borðið. Þetta fólk er í mjög veikri stöðu. Þá erum við að kippa undan þeim teppinu, við erum að taka af þeim vinnuna og oftast húsnæðið,” bendir hún á og bætir við að þess vegna noti Vinnumálastofnun lítið þau úrræði að loka vinnustöðum eins og þau hafi heimild til.
Kjaramál Tengdar fréttir Ekki verið sakfellt í vinnumansalsmálum í mörg ár Verkalýðshreyfingin hefur lengi kallað eftir aðgerðaráætlun í mansalsmálum hér á landi en segir pólitískan vilja vanta. Dómsmálaráðherra hafnar gagnrýninni. 3. október 2018 20:00 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Ekki verið sakfellt í vinnumansalsmálum í mörg ár Verkalýðshreyfingin hefur lengi kallað eftir aðgerðaráætlun í mansalsmálum hér á landi en segir pólitískan vilja vanta. Dómsmálaráðherra hafnar gagnrýninni. 3. október 2018 20:00