Vonast eftir kraftaverki til að geta áfram keyrt Sigurður Mikael Jónsson skrifar 5. október 2018 07:00 Ferðaþjónusta fatlaðra verður áfram þjónustuð en gjaldþrot gæti þýtt smávægilegt rask. Mynd úr safni. Fréttablaðið/Anton Brink „Þeir eru að keyra áfram og ég held að þetta komi ekki til með að trufla neitt stórkostlega aksturinn hjá okkur. Það er ákveðin varaáætlun sem við erum að skoða ef til kemur,“ segir Erlendur Pálsson, sviðstjóri akstursþjónustu Strætó. Á miðvikudag var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur gjaldþrotabeiðni Tollstjóra vegna vangreiddra opinberra gjalda akstursfyrirtækisins Prime Tours ehf. Fyrirtækið er einn af undirverktökum Strætó og sinnir meðal annars ferðaþjónustu fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu. RÚV greindi fyrst frá yfirvofandi gjaldþroti fyrirtækisins á þriðjudag. Hjörleifur Harðarson, eigandi Prime Tours, segir að beiðnin hafi verið tekin fyrir en beðið sé eftir að skipaður verði skiptastjóri sem ákveða muni örlög félagsins. Áfram verði þó ekið, þar sem starfsfólk hafi einhent sér í að halda áfram að vinna. „Starfsfólkið ákvað upp á sitt eindæmi að ef ég myndi skaffa olíu og tæki þá myndi það vinna eins lengi og mögulegt er við að þjónusta ferðaþjónustu fatlaðra. Nú skilst mér að beðið sé eftir að skipa skiptastjóra sem mun ákveða hvort þetta verði rekið áfram eða hann loki þessu.“ Hjörleifur segir reksturinn í dag mjög góðan en glíman við skuldavandann, sem rekja megi til fyrrverandi framkvæmdastjóra, hafi reynst þeim um megn. „Fyrirtækið í dag er rekið með góðum hagnaði, við erum að þjónusta túrista líka samhliða þessu, það hefur verið drifkrafturinn í þessu. Maður vonast bara eftir kraftaverki. Það er skelfilegt að vera í þessari aðstöðu að bregðast starfsfólkinu,“ segir Hjörleifur og bætir við að það sé í raun sorglegt hversu lítið þurfti í stóra samhenginu til að halda rekstrinum áfram. 50 milljónir til að gera upp við kröfuhafa, halda áfram og vinna úr restinni á einu ári. „En það virðist enginn áhugi hjá fjárfestum að fjárfesta í ferðaþjónustu fatlaðra.“ Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, tekur undir með Erlendi að fyrirtækið sé tilbúið fyrir gjaldþrot Prime Tours, og að fylgst verði með þróun mála hjá þeim. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
„Þeir eru að keyra áfram og ég held að þetta komi ekki til með að trufla neitt stórkostlega aksturinn hjá okkur. Það er ákveðin varaáætlun sem við erum að skoða ef til kemur,“ segir Erlendur Pálsson, sviðstjóri akstursþjónustu Strætó. Á miðvikudag var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur gjaldþrotabeiðni Tollstjóra vegna vangreiddra opinberra gjalda akstursfyrirtækisins Prime Tours ehf. Fyrirtækið er einn af undirverktökum Strætó og sinnir meðal annars ferðaþjónustu fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu. RÚV greindi fyrst frá yfirvofandi gjaldþroti fyrirtækisins á þriðjudag. Hjörleifur Harðarson, eigandi Prime Tours, segir að beiðnin hafi verið tekin fyrir en beðið sé eftir að skipaður verði skiptastjóri sem ákveða muni örlög félagsins. Áfram verði þó ekið, þar sem starfsfólk hafi einhent sér í að halda áfram að vinna. „Starfsfólkið ákvað upp á sitt eindæmi að ef ég myndi skaffa olíu og tæki þá myndi það vinna eins lengi og mögulegt er við að þjónusta ferðaþjónustu fatlaðra. Nú skilst mér að beðið sé eftir að skipa skiptastjóra sem mun ákveða hvort þetta verði rekið áfram eða hann loki þessu.“ Hjörleifur segir reksturinn í dag mjög góðan en glíman við skuldavandann, sem rekja megi til fyrrverandi framkvæmdastjóra, hafi reynst þeim um megn. „Fyrirtækið í dag er rekið með góðum hagnaði, við erum að þjónusta túrista líka samhliða þessu, það hefur verið drifkrafturinn í þessu. Maður vonast bara eftir kraftaverki. Það er skelfilegt að vera í þessari aðstöðu að bregðast starfsfólkinu,“ segir Hjörleifur og bætir við að það sé í raun sorglegt hversu lítið þurfti í stóra samhenginu til að halda rekstrinum áfram. 50 milljónir til að gera upp við kröfuhafa, halda áfram og vinna úr restinni á einu ári. „En það virðist enginn áhugi hjá fjárfestum að fjárfesta í ferðaþjónustu fatlaðra.“ Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, tekur undir með Erlendi að fyrirtækið sé tilbúið fyrir gjaldþrot Prime Tours, og að fylgst verði með þróun mála hjá þeim.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira