Innlent

Vilja gögn um fjársjóðsleit

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Rannsóknarskipið Seabed Worker.
Rannsóknarskipið Seabed Worker. Fréttablaðið/Óskar P. Friðriksson
Breska fyrirtækið Advanced Marine Services sem fékk leyfi Umhverfisstofnunar til að opna flak þýska skipsins Minden á sjávarbotni í því skyni að hirða úr því verðmæti hefur ekki hirt um að gefa stofnunni skýrslu um framvindu verksins.

Rannsóknarskip frá Minden hvarf frá vettvangi yfir flakinu 120 sjómílum undan ströndum Íslands eftir að leyfi AMS frá Umhverfisstofnun rann út 10. júlí í sumar. Þá höfðu leiðangursmenn lónað yfir þýska flakinu frá því 22. júní.

„Málið er hjá eftirliti Umhverfisstofnunar sem mun kalla eftir skýrslunni, þar sem bæði starfsleyfið og undanþága eru útrunnin,“ svarar Björn Þorláksson, upplýsingafulltrúi stofnunarinnar spurningunni um hvort skýrsla hafi borist frá leyfishafanum og hvort einhver frekari samskipti hafi verið við breska fyrirtækið vegna málsins. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×