Sónar Reykjavík kynnir tuttugu fyrstu listamenn hátíðarinnar Stefán Árni Pálsson skrifar 5. október 2018 12:30 Sjöunda Sónar Reykjavík tónlistarhátíðin verður í apríl. Breska rappvalkyrjan Little Simz er á leiðinni til Íslands mun ásamt Jon Hopkins, sem er á hátindi ferils síns eftir útgáfu breiðskífunnar Singularity, einu stærsta nafni teknó tónlistarinnar fyrr og síðar, Richie Hawtin, og sómalsk-sænsku r&b prinsessunni Cherrie, sem er springa út í Skandinavíu og víðar í Evrópu, koma fram á sjöundu Sónar tónlistarhátíðinni í Reykjavík - dagana 25.-27. apríl í Hörpu en þetta kemur fram í tilkynningu frá Sónar Reykjavík. Einum aukadegi hefur verið bætt við hátíðina og verður hún því þriggja daga hátíð í stað tveggja daga. Alls er nú tilkynnt um tuttugu listamenn og hljómsveitir sem koma munu fram á Sónar Reykjavík 2019. Í tilkynningunni segir að boðið verði upp á það nýjasta og mest spennandi sem sé að gerast í íslensku tónlistarlífi á hátíðinni en JDFR, Exos, GDRN, ClubDub, SiGRÚN, DJ Margeir, kef LAVIK, Sólveig Matthildur og Þorgerður Jóhanna verða á meðal þeirra innlendu listamanna sem þar koma fram. Aðrir listamenn sem nú eru kynntir til leiks er tónlistarkonan og plötusnúður Fatima Al Qadiri frá Kuwait sem verður með „live show” á hátíðinni, Objekt frá Berlín sem kemur fram sem plötusnúður í bílakjallara Hörpu, dúóið Sinjin Hawke & Zora Jones sem gefa kyngimagnaða popptónlist sína út hjá hinu virta plötumerki Warp Records, sviss-nepalska tónlistarkonanan Aïsha Devi og experimental meistarinn Yves Tumor sem koma mun fram á Red Bull Music sviði hátíðarinnar í Norðurljósarsal Hörpu. Gert er ráð fyrir að alls muni rúmlega fimmtíu hljómsveitir og listamenn koma fram á Sónar Reykjavík 2019 á fjórum sviðum í Hörpu. Auk þess sem áfram verður boðið upp á SónarSpil, sérstaka dagskrá tengda upplifun, nýsköpun og tækni, ásamt fyrirlestrum og pallborðsumræðum samhliða tónlistardagskránni. Kynntar verða nýjar og spennandi viðbætur við dagskrá hátíðarinnar á næstu vikum og mánuðum. Miðasala á hátíðina er hafin á sonarreykjavik.com Listamenn sem nú eru kynntir til leiks: Jon Hopkins (UK) Richie Hawtin (CA) Little Simz (UK) Yves Tumor (US) Fatima Al Qadiri Live (KW) Cherrie (SE) Sinjin Hawke & Zora Jones Live AV (CA/AT) Objekt (DE) Aïsha Devi (CH) JDFR, GDRN, Exos, ClubDub, DJ Margeir, kef LAVIK, SiGRÚN, Sólveig, Matthildur Thorgerdur, Johanna. Sónar Mest lesið Ekki bara þorrablót heldur líka Reifiblót Lífið „Ef ég yrði sendiherra þá myndi eitthvað hræðilegt gerast“ Lífið Selur tvær íbúðir í fallegu húsi í miðbænum Lífið Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Lífið Kornungur og í vandræðum með holdris Lífið Óvæntur afrakstur ástarævintýris á Grund gerði allt vitlaust Lífið Okkar meyrasti maður Lífið Tanja Ýr eignaðist dreng Lífið Ódýr kvöldmatur að hætti Lindu Ben Lífið „Ég vissi að minn bati væri á mína ábyrgð“ Lífið Fleiri fréttir Tanja Ýr eignaðist dreng Kornungur og í vandræðum með holdris Helmingur labbar út þegar komið er að því að teygja Ekki bara þorrablót heldur líka Reifiblót Okkar meyrasti maður Ódýr kvöldmatur að hætti Lindu Ben Selur tvær íbúðir í fallegu húsi í miðbænum „Ef ég yrði sendiherra þá myndi eitthvað hræðilegt gerast“ Óvæntur afrakstur ástarævintýris á Grund gerði allt vitlaust „Ég vissi að minn bati væri á mína ábyrgð“ Áslaug Arna og KFC á þorrablóti Aftureldingar Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Sjá meira
Breska rappvalkyrjan Little Simz er á leiðinni til Íslands mun ásamt Jon Hopkins, sem er á hátindi ferils síns eftir útgáfu breiðskífunnar Singularity, einu stærsta nafni teknó tónlistarinnar fyrr og síðar, Richie Hawtin, og sómalsk-sænsku r&b prinsessunni Cherrie, sem er springa út í Skandinavíu og víðar í Evrópu, koma fram á sjöundu Sónar tónlistarhátíðinni í Reykjavík - dagana 25.-27. apríl í Hörpu en þetta kemur fram í tilkynningu frá Sónar Reykjavík. Einum aukadegi hefur verið bætt við hátíðina og verður hún því þriggja daga hátíð í stað tveggja daga. Alls er nú tilkynnt um tuttugu listamenn og hljómsveitir sem koma munu fram á Sónar Reykjavík 2019. Í tilkynningunni segir að boðið verði upp á það nýjasta og mest spennandi sem sé að gerast í íslensku tónlistarlífi á hátíðinni en JDFR, Exos, GDRN, ClubDub, SiGRÚN, DJ Margeir, kef LAVIK, Sólveig Matthildur og Þorgerður Jóhanna verða á meðal þeirra innlendu listamanna sem þar koma fram. Aðrir listamenn sem nú eru kynntir til leiks er tónlistarkonan og plötusnúður Fatima Al Qadiri frá Kuwait sem verður með „live show” á hátíðinni, Objekt frá Berlín sem kemur fram sem plötusnúður í bílakjallara Hörpu, dúóið Sinjin Hawke & Zora Jones sem gefa kyngimagnaða popptónlist sína út hjá hinu virta plötumerki Warp Records, sviss-nepalska tónlistarkonanan Aïsha Devi og experimental meistarinn Yves Tumor sem koma mun fram á Red Bull Music sviði hátíðarinnar í Norðurljósarsal Hörpu. Gert er ráð fyrir að alls muni rúmlega fimmtíu hljómsveitir og listamenn koma fram á Sónar Reykjavík 2019 á fjórum sviðum í Hörpu. Auk þess sem áfram verður boðið upp á SónarSpil, sérstaka dagskrá tengda upplifun, nýsköpun og tækni, ásamt fyrirlestrum og pallborðsumræðum samhliða tónlistardagskránni. Kynntar verða nýjar og spennandi viðbætur við dagskrá hátíðarinnar á næstu vikum og mánuðum. Miðasala á hátíðina er hafin á sonarreykjavik.com Listamenn sem nú eru kynntir til leiks: Jon Hopkins (UK) Richie Hawtin (CA) Little Simz (UK) Yves Tumor (US) Fatima Al Qadiri Live (KW) Cherrie (SE) Sinjin Hawke & Zora Jones Live AV (CA/AT) Objekt (DE) Aïsha Devi (CH) JDFR, GDRN, Exos, ClubDub, DJ Margeir, kef LAVIK, SiGRÚN, Sólveig, Matthildur Thorgerdur, Johanna.
Sónar Mest lesið Ekki bara þorrablót heldur líka Reifiblót Lífið „Ef ég yrði sendiherra þá myndi eitthvað hræðilegt gerast“ Lífið Selur tvær íbúðir í fallegu húsi í miðbænum Lífið Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Lífið Kornungur og í vandræðum með holdris Lífið Óvæntur afrakstur ástarævintýris á Grund gerði allt vitlaust Lífið Okkar meyrasti maður Lífið Tanja Ýr eignaðist dreng Lífið Ódýr kvöldmatur að hætti Lindu Ben Lífið „Ég vissi að minn bati væri á mína ábyrgð“ Lífið Fleiri fréttir Tanja Ýr eignaðist dreng Kornungur og í vandræðum með holdris Helmingur labbar út þegar komið er að því að teygja Ekki bara þorrablót heldur líka Reifiblót Okkar meyrasti maður Ódýr kvöldmatur að hætti Lindu Ben Selur tvær íbúðir í fallegu húsi í miðbænum „Ef ég yrði sendiherra þá myndi eitthvað hræðilegt gerast“ Óvæntur afrakstur ástarævintýris á Grund gerði allt vitlaust „Ég vissi að minn bati væri á mína ábyrgð“ Áslaug Arna og KFC á þorrablóti Aftureldingar Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Sjá meira