Tvíburar frá Hofsósi fá milljón krónur á mann í styrk Stefán Árni Pálsson skrifar 5. október 2018 16:40 Styrkþegar með viðurkenningar sínar í dag. Vísir/Vilhelm Ester María Eiríksdóttir og Jón Örn Eiríksson, sautján ára tvíburar frá Hofsósi, eru á meðal ungs fólks sem hlaut í dag styrk úr Hvatningarsjóði Kviku. Sjóðurinn, sem er í samstarfi við Samtök iðnaðarins, hefur það að markmiði að efla umræðu og vitund um mikilvægi iðn- og starfsnáms og þýðingu starfa sem því tengjast fyrir íslenskt atvinnulíf. Styrktarfjárhæð sjóðsins er 5 milljónir króna árlega í þrjú ár en eftir að hafa auglýst eftir fyrstu umsóknum í maí hefur fyrstu 5 milljónunum verið úthlutað á eftirfarandi aðila:Eina milljón króna hljóta -Aðalheiður Dögg Reynisdóttir, 21 árs úr Garðabæ og nemi í bakaraiðn í London -Ester María Eiríksdóttir, 17 ára frá Hofsósi og nemi í húsasmíði -Jón Örn Eiríksson, 17 frá Hofsósi og nemi í rafvirkjunHálfa milljón króna hljóta -Svala Björk Svavarsdóttir, 18 ára frá Akureyri og vélstjóranemi -Fannar Smári Sindrason, 17 ára úr Eyjafjarðarsveit og nemi í grunndeild rafiðna200 þúsund krónur hljóta -Aldís Eir Hansen – D stig vélstjórnar við Verkmenntaskólann á Akureyri -Anna Guðlaug Sigurðardóttir – Gull- og silfursmíði við Tækniskólann í Reykjavík -Bogi Pétur Thorarensen – Mjólkurfræði við Kold College í Danmörku -Dagný María Pétursdóttir - Mjólkurfræði við Kold College í Danmörku -Sigurður Aron Þorsteinsson – Vélvirkjun við Borgarholtsskóla Nánar um styrkþegana fimm sem hlutu hálfa eða eina milljón króna: • Aðalheiður Dögg Reynisdóttir Aðalheiður er 21 árs úr Garðabæ. Hún hefur lokið námi í bakaraiðn við Hótel- og matvælaskólann, auk þess að ljúka á sama tíma prófi sem iðnstúdent frá Menntaskólanum í Kópavogi. Að því loknu fór hún að læra að verða eftirréttarkokkur (e. pastry chef) við hinn virta skóla Le Cordon Bleu í London. Síðastliðið ár hefur Aðalheiður verið í starfsnámi hjá Michelin stjörnu veitingastaðnum Pollen Street Social í London. • Ester María Eiríksdóttir. Ester er 17 ára frá Hofsósi. Hún er að læra húsasmíði við Verkmenntaskólann á Akureyri en langar síðar að læra húsgagnasmíði. Ester er mikil bóknámskona og stefnir á að klára stúdentspróf ofan á iðnnámið. • Jón Örn Eiríksson. Jón Örn er tvíburabróðir Esterar og því einnig 17 ára frá Hofsósi. Hann er að læra rafvirkjun við Raftækniskólann í Reykjavík og stefnir á að fara síðar í Hljóðtækniskólann og læra hljóðvinnslu. Þegar Jón Örn var 14 ára hannaði hann app fyrir android spjaldtölvu sem er ætlað að halda utan um reykköfun. Appið seldi hann síðan Mannvirkjastofnun og keypti sér skellinöðru og DJ-græjur fyrir peningana. • Svala Björk Svavarsdóttir. Svala er 18 ára frá Akureyri. Hún hefur lokið grunndeild málmiðna við Verkmenntaskólann á Akureyri og er nú í vélstjóranámi. Svala æfir handbolta af miklum krafti, nú með meistaraflokki KA/Þór og hefur nokkrum sinnum verið valin í úrtakshóp fyrir U18 ára landsliðið í handbolta. Þá sér hún sjálf um allt viðhald á bílunum sínum (Suzuki Vitara árgerð 1998 og Dodge Ram árgerð 2009), s.s. hjólalegu- og kúplinga skipti, bremsu og pústviðgerðir o.fl. • Fannar Smári Sindrason. Fannar er 17 ára frá bænum Punkti í Eyjafjarðarsveit (dreifbýli Akureyrar). Hann er í grunndeild rafiðna við Verkmenntaskólann á Akureyri, auk þess sem hann tekur fleiri fög til að ljúka einnig stúdentsprófi. Fannar hefur verið að taka myndir og útbúa auglýsingar fyrir einstaklinga og fyrirtæki þar sem hann notar m.a. dróna. Þá hefur hann verið að hann ýmsar lausnir við hversdagslegum vandamálum, s.s. að vökva blóm og slökkva ljós þegar maður er kominn upp í rúm (og slökkvarinn er við hurðina). Skagafjörður Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Sjá meira
Ester María Eiríksdóttir og Jón Örn Eiríksson, sautján ára tvíburar frá Hofsósi, eru á meðal ungs fólks sem hlaut í dag styrk úr Hvatningarsjóði Kviku. Sjóðurinn, sem er í samstarfi við Samtök iðnaðarins, hefur það að markmiði að efla umræðu og vitund um mikilvægi iðn- og starfsnáms og þýðingu starfa sem því tengjast fyrir íslenskt atvinnulíf. Styrktarfjárhæð sjóðsins er 5 milljónir króna árlega í þrjú ár en eftir að hafa auglýst eftir fyrstu umsóknum í maí hefur fyrstu 5 milljónunum verið úthlutað á eftirfarandi aðila:Eina milljón króna hljóta -Aðalheiður Dögg Reynisdóttir, 21 árs úr Garðabæ og nemi í bakaraiðn í London -Ester María Eiríksdóttir, 17 ára frá Hofsósi og nemi í húsasmíði -Jón Örn Eiríksson, 17 frá Hofsósi og nemi í rafvirkjunHálfa milljón króna hljóta -Svala Björk Svavarsdóttir, 18 ára frá Akureyri og vélstjóranemi -Fannar Smári Sindrason, 17 ára úr Eyjafjarðarsveit og nemi í grunndeild rafiðna200 þúsund krónur hljóta -Aldís Eir Hansen – D stig vélstjórnar við Verkmenntaskólann á Akureyri -Anna Guðlaug Sigurðardóttir – Gull- og silfursmíði við Tækniskólann í Reykjavík -Bogi Pétur Thorarensen – Mjólkurfræði við Kold College í Danmörku -Dagný María Pétursdóttir - Mjólkurfræði við Kold College í Danmörku -Sigurður Aron Þorsteinsson – Vélvirkjun við Borgarholtsskóla Nánar um styrkþegana fimm sem hlutu hálfa eða eina milljón króna: • Aðalheiður Dögg Reynisdóttir Aðalheiður er 21 árs úr Garðabæ. Hún hefur lokið námi í bakaraiðn við Hótel- og matvælaskólann, auk þess að ljúka á sama tíma prófi sem iðnstúdent frá Menntaskólanum í Kópavogi. Að því loknu fór hún að læra að verða eftirréttarkokkur (e. pastry chef) við hinn virta skóla Le Cordon Bleu í London. Síðastliðið ár hefur Aðalheiður verið í starfsnámi hjá Michelin stjörnu veitingastaðnum Pollen Street Social í London. • Ester María Eiríksdóttir. Ester er 17 ára frá Hofsósi. Hún er að læra húsasmíði við Verkmenntaskólann á Akureyri en langar síðar að læra húsgagnasmíði. Ester er mikil bóknámskona og stefnir á að klára stúdentspróf ofan á iðnnámið. • Jón Örn Eiríksson. Jón Örn er tvíburabróðir Esterar og því einnig 17 ára frá Hofsósi. Hann er að læra rafvirkjun við Raftækniskólann í Reykjavík og stefnir á að fara síðar í Hljóðtækniskólann og læra hljóðvinnslu. Þegar Jón Örn var 14 ára hannaði hann app fyrir android spjaldtölvu sem er ætlað að halda utan um reykköfun. Appið seldi hann síðan Mannvirkjastofnun og keypti sér skellinöðru og DJ-græjur fyrir peningana. • Svala Björk Svavarsdóttir. Svala er 18 ára frá Akureyri. Hún hefur lokið grunndeild málmiðna við Verkmenntaskólann á Akureyri og er nú í vélstjóranámi. Svala æfir handbolta af miklum krafti, nú með meistaraflokki KA/Þór og hefur nokkrum sinnum verið valin í úrtakshóp fyrir U18 ára landsliðið í handbolta. Þá sér hún sjálf um allt viðhald á bílunum sínum (Suzuki Vitara árgerð 1998 og Dodge Ram árgerð 2009), s.s. hjólalegu- og kúplinga skipti, bremsu og pústviðgerðir o.fl. • Fannar Smári Sindrason. Fannar er 17 ára frá bænum Punkti í Eyjafjarðarsveit (dreifbýli Akureyrar). Hann er í grunndeild rafiðna við Verkmenntaskólann á Akureyri, auk þess sem hann tekur fleiri fög til að ljúka einnig stúdentsprófi. Fannar hefur verið að taka myndir og útbúa auglýsingar fyrir einstaklinga og fyrirtæki þar sem hann notar m.a. dróna. Þá hefur hann verið að hann ýmsar lausnir við hversdagslegum vandamálum, s.s. að vökva blóm og slökkva ljós þegar maður er kominn upp í rúm (og slökkvarinn er við hurðina).
Skagafjörður Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Sjá meira