Missti föður sinn og bróður Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 6. október 2018 11:00 Alex Ford er að ná sér á strik eftir áföll og erfiða lífsreynslu í hruninu. Hún fær aðstoð sálfræðings og er hjá Umboðsmanni skuldara Fréttablaðið/Anton Brink Alex Ford er fædd árið 1993. Hún er tuttugu og fimm ára gömul námskona og listamaður. Hún segist muna afar lítið eftir upphafi hrunsins og mótmælunum sem urðu í kjölfarið. Eftirleikurinn næstu ár er í brennidepli. „Afleiðingar hrunsins urðu miklar á líf fjölskyldu minnar og við misstum allt,“ segir Alex. Alex bjó með foreldrum sínum og systkinum í rúmgóðri íbúð á Laugavegi. „Foreldrar mínir keyptu íbúðina árið 2005. Hún kostaði þá 21 milljón króna. Svo kom hrunið og það fór allt í klessu og lánin hækkuðu alveg svakalega,“ segir Alex frá og segir fjölskylduna hafa reynt af fremsta megni í fyrstu að halda í við afborganirnar. „Þau gátu það bara ekki. Við fluttum í Garðabæinn í litla stúdíóíbúð sem amma mín átti. Þar fengum við að borga lágmarksleigu. Við bjuggum þar, öll fjölskyldan, og leigðum íbúðina á Laugavegi til námsmanna. Þannig gekk þetta í smá tíma,“ segir Alex. Faðir hennar veiktist og lést árið 2010. Alex segir líklegt að álag í kjölfar atvinnumissis og skuldaklafa hafi haft vond áhrif á heilsu hans. „Pabbi var hjartveikur og það var mikið álag á honum. Það var líka mikið álag á spítalanum þegar hann veiktist og þurfti að leita þangað. Hann var bara 57 ára þegar hann dó,“ segir hún frá. Alex missti bróður sinn einnig úr álagstengdum veikindum. „Hann dó úr blæðandi magasári og fékk einnig ekki þá umönnun sem hann þurfti á að halda,“ segir hún. Alex hefur reynt að takast á við vanlíðan af völdum álags og áfalla með aðstoð sálfræðings. „Ég er greind með áfallastreituröskun. Ég ákvað í samráði við sálfræðinginn minn að vera ekki að róta í áföllunum heldur einbeita mér að framtíðinni. Ég er hins vegar ekki að gera þetta á hnefanum og er miklu frekar meðvitað að einbeita mér að því að komast af,“ segir hún. Hún segist líklega ekki muna eins og aðrir landsmenn eftir hruninu. „Áföllin yfirskyggja það allt saman. Skuldabagginn var svo þungur og við stóðum ekki undir honum. Það var ekki nægilega vel haldið utan um venjulegar fjölskyldur. Vinnuálagið og skuldirnar voru of háar,“ segir Alex. „Svo misstum við íbúðina og þá sundraðist fjölskyldan enn frekar, segir Alex frá. „Mamma flutti á Vatnsleysuströnd því að hún hafði ekki efni á því að leigja íbúð í borginni. Nú býr hún á Akureyri, amma hjálpaði henni að kaupa íbúð þar. Ég fór á leigumarkaðinn, nítján ára gömul,“ segir hún og segist hafa komist af síðustu ár með því að safna skammtímaskuldum. „Ég komst af með því að lifa á yfirdrætti. Þegar bankinn hringdi og bauð mér kreditkort þá sagði ég bara já því ég var staurblönk og þurfti peninga til að lifa af. Ég er núna hjá Umboðsmanni skuldara og að læra að umgangast peninga upp á nýtt. Ég mun komast í gegnum fjárhagsvandann. En ég mun líklega aldrei geta keypt mér íbúð,“ segir Alex. Birtist í Fréttablaðinu Hrunið Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Alex Ford er fædd árið 1993. Hún er tuttugu og fimm ára gömul námskona og listamaður. Hún segist muna afar lítið eftir upphafi hrunsins og mótmælunum sem urðu í kjölfarið. Eftirleikurinn næstu ár er í brennidepli. „Afleiðingar hrunsins urðu miklar á líf fjölskyldu minnar og við misstum allt,“ segir Alex. Alex bjó með foreldrum sínum og systkinum í rúmgóðri íbúð á Laugavegi. „Foreldrar mínir keyptu íbúðina árið 2005. Hún kostaði þá 21 milljón króna. Svo kom hrunið og það fór allt í klessu og lánin hækkuðu alveg svakalega,“ segir Alex frá og segir fjölskylduna hafa reynt af fremsta megni í fyrstu að halda í við afborganirnar. „Þau gátu það bara ekki. Við fluttum í Garðabæinn í litla stúdíóíbúð sem amma mín átti. Þar fengum við að borga lágmarksleigu. Við bjuggum þar, öll fjölskyldan, og leigðum íbúðina á Laugavegi til námsmanna. Þannig gekk þetta í smá tíma,“ segir Alex. Faðir hennar veiktist og lést árið 2010. Alex segir líklegt að álag í kjölfar atvinnumissis og skuldaklafa hafi haft vond áhrif á heilsu hans. „Pabbi var hjartveikur og það var mikið álag á honum. Það var líka mikið álag á spítalanum þegar hann veiktist og þurfti að leita þangað. Hann var bara 57 ára þegar hann dó,“ segir hún frá. Alex missti bróður sinn einnig úr álagstengdum veikindum. „Hann dó úr blæðandi magasári og fékk einnig ekki þá umönnun sem hann þurfti á að halda,“ segir hún. Alex hefur reynt að takast á við vanlíðan af völdum álags og áfalla með aðstoð sálfræðings. „Ég er greind með áfallastreituröskun. Ég ákvað í samráði við sálfræðinginn minn að vera ekki að róta í áföllunum heldur einbeita mér að framtíðinni. Ég er hins vegar ekki að gera þetta á hnefanum og er miklu frekar meðvitað að einbeita mér að því að komast af,“ segir hún. Hún segist líklega ekki muna eins og aðrir landsmenn eftir hruninu. „Áföllin yfirskyggja það allt saman. Skuldabagginn var svo þungur og við stóðum ekki undir honum. Það var ekki nægilega vel haldið utan um venjulegar fjölskyldur. Vinnuálagið og skuldirnar voru of háar,“ segir Alex. „Svo misstum við íbúðina og þá sundraðist fjölskyldan enn frekar, segir Alex frá. „Mamma flutti á Vatnsleysuströnd því að hún hafði ekki efni á því að leigja íbúð í borginni. Nú býr hún á Akureyri, amma hjálpaði henni að kaupa íbúð þar. Ég fór á leigumarkaðinn, nítján ára gömul,“ segir hún og segist hafa komist af síðustu ár með því að safna skammtímaskuldum. „Ég komst af með því að lifa á yfirdrætti. Þegar bankinn hringdi og bauð mér kreditkort þá sagði ég bara já því ég var staurblönk og þurfti peninga til að lifa af. Ég er núna hjá Umboðsmanni skuldara og að læra að umgangast peninga upp á nýtt. Ég mun komast í gegnum fjárhagsvandann. En ég mun líklega aldrei geta keypt mér íbúð,“ segir Alex.
Birtist í Fréttablaðinu Hrunið Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent