Khabib biðst afsökunar á ólátunum eftir sigurinn á Conor Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar 7. október 2018 15:38 Khabib sigraði Conor í UFC 229 í nótt Vísir/Getty UFC léttivigtarmeistarinn Khabib Nurmagomedov hefur beðist afsökunar á ólátunum sem brutust út í kjölfar sigur hans á Conor McGregor í nótt. Allt varð vitlaust í Las Vegas í nótt eftir bardaga Khabib og Conors en eftir að Khabib sigraði Conor brutust út hópslagsmál. Khabib var frábær í bardaganum sjálfum og átti sigurinn svo sannarlega skilið. En eftir að Conor gafst upp lét Khabib gamminn geysa yfir aðstoðarmenn Conors og fleygði gómnum sínum í átt að þeim. Næst stökk hann yfir búrið og réðst á aðstoðarmenn Conors. Á sama tíma tóku þrír vinir Khabib upp á því að lauma sér inn í búrið og réðust þeir að Conor. Ótrúlegar senur. Þeir sem réðust á Conor voru handteknir en sleppt skömmu síðar þar sem Conor ákvað að kæra þá ekki. Khabib hefur nú beðist afsökunar á slagsmálunum. „Mig langar að biðja íþróttanefndina afsökunar. Afsakið Las Vegas. Ég veit að þetta var ekki mín besta hlið. Þetta er ekki mín besta hlið, ég er mennskur,“ sagði Khabib. Khabib skilur hins vegar ekki hvers vegna fólk var hissa á því að hann hafi yfirgefið búrið. „Ég skil ekki hvernig fólk getur talað um að ég hafi stokkið úr búrinu. Hann talaði um trú mína, land mitt og föður. Hann kom til Brooklyn og var með ólæti. Hann drap næstum því fólk! Spáið í það. Af hverju er fólk að velta fyrir sér hvers vegna ég yfirgaf búrið?“ „Mig langar að segja eitt. Ég held að fjölmiðlar hafa breytt MMA. Það er virðing í þessari íþrótt. Þú átt ekki að tala illa um aðra í þessari íþrótt. Ég vil breyta íþróttinni. Ég vil ekki að fólk tali illa um andstæðinginn, eins og að tala illa um föður hans, eða trú. Þú getur ekki talað um trú, þú getur ekki talað um þjóð, þú getur ekki talað um svona hluti. Fyrir mitt leyti, þá er þetta mjög mikilvægt.“ MMA Tengdar fréttir Sjáðu hópslagsmálin eftir bardaga Conors og Khabib í nótt Það varð allt vitlaust í Las Vegas í nótt eftir bardaga Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov. Eftir að hafa pakkað Conor saman gengu Khabib, og hans fylgdarsveinar, berserksgang í höllinni. 7. október 2018 11:32 Hópslagsmálin í Las Vegas frá mörgum sjónarhornum Khabib Nurmagomedov brjálaðist eftir að hafa unnið Conor McGregor í nótt og ætlaði sér að lumbra á öllu hans liði. Myndbönd úr höllinni gefa nýja sýn á lætin. 7. október 2018 13:30 Sigur Khabib fellur í skuggann á ömurlegum hópslagsmálum UFC 229 fór fram í Las Vegas í nótt. Khabib Nurmagomedov sigraði Conor McGregor en eftir bardagann brutust út ömurleg hópslagsmál þar sem hornamenn Khabib réðust að Conor. 7. október 2018 06:45 Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands „Donald Trump er algjör hálfviti“ Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Sjá meira
UFC léttivigtarmeistarinn Khabib Nurmagomedov hefur beðist afsökunar á ólátunum sem brutust út í kjölfar sigur hans á Conor McGregor í nótt. Allt varð vitlaust í Las Vegas í nótt eftir bardaga Khabib og Conors en eftir að Khabib sigraði Conor brutust út hópslagsmál. Khabib var frábær í bardaganum sjálfum og átti sigurinn svo sannarlega skilið. En eftir að Conor gafst upp lét Khabib gamminn geysa yfir aðstoðarmenn Conors og fleygði gómnum sínum í átt að þeim. Næst stökk hann yfir búrið og réðst á aðstoðarmenn Conors. Á sama tíma tóku þrír vinir Khabib upp á því að lauma sér inn í búrið og réðust þeir að Conor. Ótrúlegar senur. Þeir sem réðust á Conor voru handteknir en sleppt skömmu síðar þar sem Conor ákvað að kæra þá ekki. Khabib hefur nú beðist afsökunar á slagsmálunum. „Mig langar að biðja íþróttanefndina afsökunar. Afsakið Las Vegas. Ég veit að þetta var ekki mín besta hlið. Þetta er ekki mín besta hlið, ég er mennskur,“ sagði Khabib. Khabib skilur hins vegar ekki hvers vegna fólk var hissa á því að hann hafi yfirgefið búrið. „Ég skil ekki hvernig fólk getur talað um að ég hafi stokkið úr búrinu. Hann talaði um trú mína, land mitt og föður. Hann kom til Brooklyn og var með ólæti. Hann drap næstum því fólk! Spáið í það. Af hverju er fólk að velta fyrir sér hvers vegna ég yfirgaf búrið?“ „Mig langar að segja eitt. Ég held að fjölmiðlar hafa breytt MMA. Það er virðing í þessari íþrótt. Þú átt ekki að tala illa um aðra í þessari íþrótt. Ég vil breyta íþróttinni. Ég vil ekki að fólk tali illa um andstæðinginn, eins og að tala illa um föður hans, eða trú. Þú getur ekki talað um trú, þú getur ekki talað um þjóð, þú getur ekki talað um svona hluti. Fyrir mitt leyti, þá er þetta mjög mikilvægt.“
MMA Tengdar fréttir Sjáðu hópslagsmálin eftir bardaga Conors og Khabib í nótt Það varð allt vitlaust í Las Vegas í nótt eftir bardaga Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov. Eftir að hafa pakkað Conor saman gengu Khabib, og hans fylgdarsveinar, berserksgang í höllinni. 7. október 2018 11:32 Hópslagsmálin í Las Vegas frá mörgum sjónarhornum Khabib Nurmagomedov brjálaðist eftir að hafa unnið Conor McGregor í nótt og ætlaði sér að lumbra á öllu hans liði. Myndbönd úr höllinni gefa nýja sýn á lætin. 7. október 2018 13:30 Sigur Khabib fellur í skuggann á ömurlegum hópslagsmálum UFC 229 fór fram í Las Vegas í nótt. Khabib Nurmagomedov sigraði Conor McGregor en eftir bardagann brutust út ömurleg hópslagsmál þar sem hornamenn Khabib réðust að Conor. 7. október 2018 06:45 Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands „Donald Trump er algjör hálfviti“ Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Sjá meira
Sjáðu hópslagsmálin eftir bardaga Conors og Khabib í nótt Það varð allt vitlaust í Las Vegas í nótt eftir bardaga Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov. Eftir að hafa pakkað Conor saman gengu Khabib, og hans fylgdarsveinar, berserksgang í höllinni. 7. október 2018 11:32
Hópslagsmálin í Las Vegas frá mörgum sjónarhornum Khabib Nurmagomedov brjálaðist eftir að hafa unnið Conor McGregor í nótt og ætlaði sér að lumbra á öllu hans liði. Myndbönd úr höllinni gefa nýja sýn á lætin. 7. október 2018 13:30
Sigur Khabib fellur í skuggann á ömurlegum hópslagsmálum UFC 229 fór fram í Las Vegas í nótt. Khabib Nurmagomedov sigraði Conor McGregor en eftir bardagann brutust út ömurleg hópslagsmál þar sem hornamenn Khabib réðust að Conor. 7. október 2018 06:45