Tugir þingmanna Íhaldsflokksins sagðir tilbúnir að fella Brexit-samning May Kjartan Kjartansson skrifar 9. október 2018 08:38 Tími Thersesu May sem leiðtoga Íhaldsflokksins hefur ekki verið neinn dans á rósum. Hún hefur þurft að glíma við nær stanslausa uppreisn vegna Brexit. Vísir/EPA Að minnsta kosti fjörutíu þingmenn breska Íhaldsflokksins eru sagðir tilbúnir að greiða atkvæði gegn mögulegum samningi ríkisstjórnar Theresu May forsætisráðherra um útgöngu úr Evrópusambandinu ef þeir telja hann ekki ganga nógu langt í að rjúfa tengslin við sambandið. Steve Baker, þingmaður Íhaldsflokksins, fullyrti að tugir félaga hans myndu ekki samþykkja samning sem gerði ráð fyrir að Bretlandi héldi áfram í Evrópusamstarfinu að einhverju leyti, þar á meðal innri markaði ESB eða tollabandalagi þess. Baker var áður aðstoðarráðherra í Brexit-málum en sagði af sér til að mótmæla tillögum May.Reuters-fréttastofan segir að ef fjörutíu þingmenn Íhaldsflokksins gengju úr skaftinu við atkvæðagreiðslu um mögulegan Brexit-samning í þinginu yltu örlög hans á þingmönnum Verkamannaflokksins. Þeir hafa gefið til kynna að þeir myndu fella samning sem May bæri á borð fyrir þá. May hefur lagt til að Bretland haldi áfram í fríverslun við Evrópusambandið með því að gangast undir sameiginlegar reglur. Bretar myndu jafnframt taka þátt í Evrópustofnunum sem votta vörur. Þær tillögur hafa farið öfugt ofan í harðlínumenn í Íhaldsflokki hennar. Sumir þeirra hafa jafnvel talað fyrir því að Bretar gangi úr sambandinu án þess að nokkur samningur liggi fyrir, þar á meðal Baker. „Við myndum þurfa að vera óhrædd við að halda áfram án samnings,“ segir Baker. Brexit Tengdar fréttir Brexit viðræðurnar: Það mættust stálin í stinn í Salzburg Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, náði ekki að sannfæra leiðtoga Evrópusambandsins um ágæti Brexit áætlunar sinnar. 20. september 2018 19:00 Aðstoðarmenn May sagðir undirbúa kosningar Blaðamaður Times vitnar í símtal tveggja aðstoðarmanna forsætisráðherra þar sem annar þeirra er sagður hafa talað um kosningar í nóvember. 23. september 2018 08:40 Harðnandi tónn gegn stefnu May Gjáin í breska Íhaldsflokknum vegna útgöngumála breikkar og dýpkar. 1. október 2018 06:00 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Fleiri fréttir Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Sjá meira
Að minnsta kosti fjörutíu þingmenn breska Íhaldsflokksins eru sagðir tilbúnir að greiða atkvæði gegn mögulegum samningi ríkisstjórnar Theresu May forsætisráðherra um útgöngu úr Evrópusambandinu ef þeir telja hann ekki ganga nógu langt í að rjúfa tengslin við sambandið. Steve Baker, þingmaður Íhaldsflokksins, fullyrti að tugir félaga hans myndu ekki samþykkja samning sem gerði ráð fyrir að Bretlandi héldi áfram í Evrópusamstarfinu að einhverju leyti, þar á meðal innri markaði ESB eða tollabandalagi þess. Baker var áður aðstoðarráðherra í Brexit-málum en sagði af sér til að mótmæla tillögum May.Reuters-fréttastofan segir að ef fjörutíu þingmenn Íhaldsflokksins gengju úr skaftinu við atkvæðagreiðslu um mögulegan Brexit-samning í þinginu yltu örlög hans á þingmönnum Verkamannaflokksins. Þeir hafa gefið til kynna að þeir myndu fella samning sem May bæri á borð fyrir þá. May hefur lagt til að Bretland haldi áfram í fríverslun við Evrópusambandið með því að gangast undir sameiginlegar reglur. Bretar myndu jafnframt taka þátt í Evrópustofnunum sem votta vörur. Þær tillögur hafa farið öfugt ofan í harðlínumenn í Íhaldsflokki hennar. Sumir þeirra hafa jafnvel talað fyrir því að Bretar gangi úr sambandinu án þess að nokkur samningur liggi fyrir, þar á meðal Baker. „Við myndum þurfa að vera óhrædd við að halda áfram án samnings,“ segir Baker.
Brexit Tengdar fréttir Brexit viðræðurnar: Það mættust stálin í stinn í Salzburg Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, náði ekki að sannfæra leiðtoga Evrópusambandsins um ágæti Brexit áætlunar sinnar. 20. september 2018 19:00 Aðstoðarmenn May sagðir undirbúa kosningar Blaðamaður Times vitnar í símtal tveggja aðstoðarmanna forsætisráðherra þar sem annar þeirra er sagður hafa talað um kosningar í nóvember. 23. september 2018 08:40 Harðnandi tónn gegn stefnu May Gjáin í breska Íhaldsflokknum vegna útgöngumála breikkar og dýpkar. 1. október 2018 06:00 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Fleiri fréttir Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Sjá meira
Brexit viðræðurnar: Það mættust stálin í stinn í Salzburg Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, náði ekki að sannfæra leiðtoga Evrópusambandsins um ágæti Brexit áætlunar sinnar. 20. september 2018 19:00
Aðstoðarmenn May sagðir undirbúa kosningar Blaðamaður Times vitnar í símtal tveggja aðstoðarmanna forsætisráðherra þar sem annar þeirra er sagður hafa talað um kosningar í nóvember. 23. september 2018 08:40
Harðnandi tónn gegn stefnu May Gjáin í breska Íhaldsflokknum vegna útgöngumála breikkar og dýpkar. 1. október 2018 06:00