Sport

Sigurður og Hanna Rún fengu brons

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sigurður Már og Hanna Rún
Sigurður Már og Hanna Rún mynd/dsí
Siguruður Már Atlason og Hanna Rún Bazev Óladóttir unnu brons á UK Open 10 Dance.

Sigurður Már og Hanna Rún voru á meðal þeirra sem dönsuðu á skjám landsmanna síðasta vetur í þáttunum Allir geta dansað á Stöð 2. Þau urðu í þriðja sæti af 18 pörum á UK Open mótinu.

Félagi þeirra úr Allir geta dansað, Javi Valino, keppti ásamt Ásdísi Ósk Finnsdóttur á heimsmeistaramóti WDSF í latin dönsum í Tékklandi. Þau lentu í 78. - 88. sæti. Á sama móti kepptu einnig Sara Rós Jakobsdóttir og Nicolo Barbizi, þau urðu í 51.-53. sæti.

Ungir íslenskir dansarar gerðu einnig vel í Imperial keppninni á Englandi. Sverrir Þór Ragnarsson og Ágústa Rut Andradóttir fengu silfurverðlaun í latin dönsum í flokki 12 ára og yngri. Gylfi Már Hrafnsson og María Tinna Hauksdóttir lentu í 6. sæti í ballroom dönsum U21 og þrjú önnur íslensk pör komust í undanúrslit í sínum flokkum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×