Segir stjórnmálamenn of hrædda við að taka umdeildar ákvarðanir Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. september 2018 13:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Vísir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir stjórnmálin skorta þor. Stjórnmálamenn séu of hræddir við að taka umdeildar ákvarðanir og taka afleiðingum að lítið er um tillögur að lausnum. Þá segir hann að marga stjórnmálamenn hafa séð tækifæri í hruninu til að þrýsta á inngöngu í ESB. Sigmundur Davíð var gestur Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hann að árið 2008 hafi stjórnkerfið og pólitíkin ekki verið í þeirri hagsmunagæslu fyrir landið sem hann hefði viljað sjá. „Ég held að það hafi að mestu leyti stafað að tvennu, annars vegar voru margir sem sáu þetta bankahrun sem pólitískt tækifæri. Að þetta væri tækifæri til að gera byltingu og umbreyta samfélaginu eftir sínu höfðu. Hitt var að Ísland sótti um aðild að Evrópusambandinu þarna fljótlega eftir á og þá fór allt að snúast um það,“ Sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Hann segir að margir stjórnmálamenn hafi á sínum tíma ekki viljað sjá lausnir en sáu þess í stað tækifæri í hruninu. „Sumir hverjir, það var allavegana tilfinning mín á þessum tíma og er enn, vildu hafa vandamálið til þess að þrýsta á um að Ísland færi inn í ESB og þegar þangað yrði komið , þá yrðu málin leyst.“ Hann segir stjórnmálamenn of umhugað um passa sína stöðu og gera ekkert sem líkur eru á að verði gagnrýnt. Hann segir það hlutverk stjórnmálamanna að leggja fram lausnir, leggja sjálfan sig undir og taka afleiðingum ef þær ganga ekki upp. „Þetta vantar mjög í pólitíkina nú til dags finnst mér og hefur verið að ágerast. Það er svo lítil pólitík eftir í pólitíkinni. Stjórnmálamenn eru farnir að hugsa of mikið um að gera ekkert umdeild. Fyrst og fremst að komast i gegnum daginn án þess að segja eða gera eitthvað sem einhver gæti haft út á að setja í stað þess að þora að leggja fram lausnir eða hugmyndir sem að verandi nýjar verða alltaf umdeildar og geta farið vel eða illa en að vera þá tilbúin að taka afleiðingum,“ Sagði Sigmundur Davíð. Stj.mál Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir stjórnmálin skorta þor. Stjórnmálamenn séu of hræddir við að taka umdeildar ákvarðanir og taka afleiðingum að lítið er um tillögur að lausnum. Þá segir hann að marga stjórnmálamenn hafa séð tækifæri í hruninu til að þrýsta á inngöngu í ESB. Sigmundur Davíð var gestur Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hann að árið 2008 hafi stjórnkerfið og pólitíkin ekki verið í þeirri hagsmunagæslu fyrir landið sem hann hefði viljað sjá. „Ég held að það hafi að mestu leyti stafað að tvennu, annars vegar voru margir sem sáu þetta bankahrun sem pólitískt tækifæri. Að þetta væri tækifæri til að gera byltingu og umbreyta samfélaginu eftir sínu höfðu. Hitt var að Ísland sótti um aðild að Evrópusambandinu þarna fljótlega eftir á og þá fór allt að snúast um það,“ Sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Hann segir að margir stjórnmálamenn hafi á sínum tíma ekki viljað sjá lausnir en sáu þess í stað tækifæri í hruninu. „Sumir hverjir, það var allavegana tilfinning mín á þessum tíma og er enn, vildu hafa vandamálið til þess að þrýsta á um að Ísland færi inn í ESB og þegar þangað yrði komið , þá yrðu málin leyst.“ Hann segir stjórnmálamenn of umhugað um passa sína stöðu og gera ekkert sem líkur eru á að verði gagnrýnt. Hann segir það hlutverk stjórnmálamanna að leggja fram lausnir, leggja sjálfan sig undir og taka afleiðingum ef þær ganga ekki upp. „Þetta vantar mjög í pólitíkina nú til dags finnst mér og hefur verið að ágerast. Það er svo lítil pólitík eftir í pólitíkinni. Stjórnmálamenn eru farnir að hugsa of mikið um að gera ekkert umdeild. Fyrst og fremst að komast i gegnum daginn án þess að segja eða gera eitthvað sem einhver gæti haft út á að setja í stað þess að þora að leggja fram lausnir eða hugmyndir sem að verandi nýjar verða alltaf umdeildar og geta farið vel eða illa en að vera þá tilbúin að taka afleiðingum,“ Sagði Sigmundur Davíð.
Stj.mál Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira