Hakkarar brutust inn á reikninga 50 milljón notenda Facebook Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. september 2018 12:25 Vísir/Getty Hakkarar náðu að brjótast inn á reikninga 50 milljón notenda Facebook. Með árásinni á síðuna náðu þeir sem að verkinu stóðu að komast yfir persónuupplýsingar fólks og ná stjórn á reikningum þess. Um er að ræða stærsta brot sem Facebook hefur orðið fyrir á 14 ára sögu fyrirtækisins. Þrír gallar í hugbúnaði Facebook gerðu það að verkum að hakkararnir náðu að brjótast inn á reikninga notenda Facebook, þar á meðal reikning stofnanda fyrirtækisins, Marc Zuckerberg. Þá náðu hakkararnir einnig að brjótast inn á reikninga fólks sem eru þess eðlis að hægt er að skrá sig inn á þá í gegnum Facebook. Það eru forrit á borð við Spotify, Instagram og Tinder. Brotið gerir hökkurunum kleift að komast yfir persónuupplýsingar fólks og ná stjórn á reikningum þess. Samkvæmt Facebook var brotið uppgötvað á fimmtudaginn og hefur fyrirtækið tilkynnt það til lögreglu. Varaforseti Facebook segir að gallinn hafi verið lagaður og hafa þeir reikningar sem urðu fyrir barðinu á hökkurum verið endurræstir ásamt 40 milljón öðrum til varúðar.Getty/Spencer PlattFacebook hefur ekki upplýst um það hvar í heiminum þeir 50 milljón notendur eru sem ráðist var á. Þá er ekki vitað hverjir stóðu að baki árásinni eða hvar þeir eru staðsettir. Brotið átti sér stað á ansi óheppilegum tíma en undanfarið hefur Facebook unnið að því að sannfæra lögmenn í Bandaríkjunum um að fyrirtækið hafi alla burði til að vernda notendagögn fólks. Lögmenn hafa bent á að stjórnvöld þurfi að grípa inn í ef fyrirtæki á borð við Facebook gætu ekki tekið á öryggismálum af festu. Vegna atburðarins á fimmtudaginn hafa lögmenn rætt um það að nú sé tímabært að herða slíkt eftirlit. Stofnandi Facebook segir að fyrirtækið taki öryggi notenda alvarlega. Óljóst er hvort einhverjir starfsmenn Facebook verði gerðir ábyrgir fyrri brotinu. Facebook Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Hakkarar náðu að brjótast inn á reikninga 50 milljón notenda Facebook. Með árásinni á síðuna náðu þeir sem að verkinu stóðu að komast yfir persónuupplýsingar fólks og ná stjórn á reikningum þess. Um er að ræða stærsta brot sem Facebook hefur orðið fyrir á 14 ára sögu fyrirtækisins. Þrír gallar í hugbúnaði Facebook gerðu það að verkum að hakkararnir náðu að brjótast inn á reikninga notenda Facebook, þar á meðal reikning stofnanda fyrirtækisins, Marc Zuckerberg. Þá náðu hakkararnir einnig að brjótast inn á reikninga fólks sem eru þess eðlis að hægt er að skrá sig inn á þá í gegnum Facebook. Það eru forrit á borð við Spotify, Instagram og Tinder. Brotið gerir hökkurunum kleift að komast yfir persónuupplýsingar fólks og ná stjórn á reikningum þess. Samkvæmt Facebook var brotið uppgötvað á fimmtudaginn og hefur fyrirtækið tilkynnt það til lögreglu. Varaforseti Facebook segir að gallinn hafi verið lagaður og hafa þeir reikningar sem urðu fyrir barðinu á hökkurum verið endurræstir ásamt 40 milljón öðrum til varúðar.Getty/Spencer PlattFacebook hefur ekki upplýst um það hvar í heiminum þeir 50 milljón notendur eru sem ráðist var á. Þá er ekki vitað hverjir stóðu að baki árásinni eða hvar þeir eru staðsettir. Brotið átti sér stað á ansi óheppilegum tíma en undanfarið hefur Facebook unnið að því að sannfæra lögmenn í Bandaríkjunum um að fyrirtækið hafi alla burði til að vernda notendagögn fólks. Lögmenn hafa bent á að stjórnvöld þurfi að grípa inn í ef fyrirtæki á borð við Facebook gætu ekki tekið á öryggismálum af festu. Vegna atburðarins á fimmtudaginn hafa lögmenn rætt um það að nú sé tímabært að herða slíkt eftirlit. Stofnandi Facebook segir að fyrirtækið taki öryggi notenda alvarlega. Óljóst er hvort einhverjir starfsmenn Facebook verði gerðir ábyrgir fyrri brotinu.
Facebook Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira