Að moka skítnum jafnóðum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 20. september 2018 06:30 Sigurjón hefur jafnan yfrið nóg að gera við kvikmynda- og þáttagerð og nú á Ófærð hug hans allan. Fréttablaðið/Stefán Karlsson Er ég að eyðileggja fyrir þér matartímann?“ spyr ég Sigurjón Kjartansson kvikmyndagerðarmann hikandi. „Þú ert að eyðileggja fyrir mér daginn.“ Nú er ég að falast eftir afmælisviðtali. „Mig grunaði það.“ Hvernig líst þér á það? „Ágætlega sosum. Ég er hins vegar … ef þú ætlar að fara að vesenast í að mynda mig … á leiðinni úr bænum.“ Það var verst. En það hljóta að vera til myndir af þér hér í myndasafninu. „Já, já, gullfallegar myndir, ábyggilega.“ Ég hef fulla trú á því. Á að stinga af? „Það á að stinga af – vera utan þjónustusvæðis á afmælinu. Setningin „hann er að heiman í dag“ verður í fullu gildi.“Sigurjóni líst ágætlega á að eiga afmæli.Fréttablaðið/Anton BrinkHvernig leggst í þig að verða hálfrar aldar gamall? „Bara ágætlega. Ég kvíði þessu ekkert sérstaklega.“ Hefurðu búið þig eitthvað undir það andlega? „Það mætti kannski segja það. Ég hef trú á því að árin milli fimmtugs og sextugs, jafnvel fimmtugs og sjötugs, geti verið bara alveg ágætur tími.“ Ég get staðfest það – góður tími ef maður heldur lífi og heilsu. „Þetta hefur mér sko verið sagt. En svo er þetta líka spurning um að hafa náð að moka skítnum sínum jafnóðum, svona hinum andlega skít, þá held ég að þessi ár geti orðið ansi ljúf og ég er bara ágætlega í stakk búinn.“ Hvernig hefur þú ofan af fyrir þér dags daglega? „Ég hef ofan af fyrir mér með því að starfa hjá RVK stúdíó, hann Baltasar á það nú, við höfum verið að reka það og gera meðal annars Ófærðarseríurnar. Núna er það sería tvö sem heldur mér föngnum. Við erum að klippa hana og ætlum að setja hana í loftið fyrir áramót. Svo er ég svokallaður þróunarstjóri hjá RVK stúdíó og þar eru að kokkast ansi mörg skemmtileg verkefni sem ég get ekki mikið sagt frá – en lifi og hrærist í.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fleiri fréttir Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Sjá meira
Er ég að eyðileggja fyrir þér matartímann?“ spyr ég Sigurjón Kjartansson kvikmyndagerðarmann hikandi. „Þú ert að eyðileggja fyrir mér daginn.“ Nú er ég að falast eftir afmælisviðtali. „Mig grunaði það.“ Hvernig líst þér á það? „Ágætlega sosum. Ég er hins vegar … ef þú ætlar að fara að vesenast í að mynda mig … á leiðinni úr bænum.“ Það var verst. En það hljóta að vera til myndir af þér hér í myndasafninu. „Já, já, gullfallegar myndir, ábyggilega.“ Ég hef fulla trú á því. Á að stinga af? „Það á að stinga af – vera utan þjónustusvæðis á afmælinu. Setningin „hann er að heiman í dag“ verður í fullu gildi.“Sigurjóni líst ágætlega á að eiga afmæli.Fréttablaðið/Anton BrinkHvernig leggst í þig að verða hálfrar aldar gamall? „Bara ágætlega. Ég kvíði þessu ekkert sérstaklega.“ Hefurðu búið þig eitthvað undir það andlega? „Það mætti kannski segja það. Ég hef trú á því að árin milli fimmtugs og sextugs, jafnvel fimmtugs og sjötugs, geti verið bara alveg ágætur tími.“ Ég get staðfest það – góður tími ef maður heldur lífi og heilsu. „Þetta hefur mér sko verið sagt. En svo er þetta líka spurning um að hafa náð að moka skítnum sínum jafnóðum, svona hinum andlega skít, þá held ég að þessi ár geti orðið ansi ljúf og ég er bara ágætlega í stakk búinn.“ Hvernig hefur þú ofan af fyrir þér dags daglega? „Ég hef ofan af fyrir mér með því að starfa hjá RVK stúdíó, hann Baltasar á það nú, við höfum verið að reka það og gera meðal annars Ófærðarseríurnar. Núna er það sería tvö sem heldur mér föngnum. Við erum að klippa hana og ætlum að setja hana í loftið fyrir áramót. Svo er ég svokallaður þróunarstjóri hjá RVK stúdíó og þar eru að kokkast ansi mörg skemmtileg verkefni sem ég get ekki mikið sagt frá – en lifi og hrærist í.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fleiri fréttir Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Sjá meira