Tiger stoltur af sjálfum sér Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. september 2018 08:30 Brosunum hefur fjölgað hjá Tiger á þessu ári. vísir/getty Tiger Woods vissi ekki hverju hann átti von á er hann byrjaði að spila golf á nýjan leik í upphafi ársins. Eftir mikla fjarveru áttu ekki margir von á því að hann gæti spilað lengi og hvað þá að hann færi að blanda sér í toppbaráttuna á golfmótum. Það er aftur á móti það sem hefur gerst síðustu mánuði. Tiger hefur verið á stöðugri uppleið, barist um sigurinn og ekki verið langt frá því að vinna mót. Þetta þykir vera ein ótrúlegasta endurkoma íþróttanna eftir það sem á undan er gengið hjá kylfingnum. Tiger hefur sex sinnum verið á topp tíu og tvisvar lent í öðru sæti. Hann vann síðast mót fyrir fimm árum síðan en færist nær því að vinna á ný með hverju mótinu. „Þetta tímabil hefur verið ótrúlegt. Að geta spilað svona vel eftir allt sem ég hef gengið í gegnum er magnað. Ég vissi ekki einu sinni hvað ég gæti tekið þátt í mörgum mótum,“ sagði Tiger en það er ekki langt síðan hann þakkaði fyrir að geta labbað án þess að vera að drepast úr verkjum. „Ég hef náð miklu meiri árangri en ég gerði ráð fyrir. Það var algjör óvissa hjá mér í upphafi ársins. Ég ákvað bara að byrja aftur og sjá til hvað gerðist. Ég hef náð öllum mínum markmiðum eftir að hafa verið í mikilli óvissu með standið á mér. Ég er kominn á Tour Championship af því ég hef spilað vel og af því er ég stoltur.“ Golf Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Handbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Tiger Woods vissi ekki hverju hann átti von á er hann byrjaði að spila golf á nýjan leik í upphafi ársins. Eftir mikla fjarveru áttu ekki margir von á því að hann gæti spilað lengi og hvað þá að hann færi að blanda sér í toppbaráttuna á golfmótum. Það er aftur á móti það sem hefur gerst síðustu mánuði. Tiger hefur verið á stöðugri uppleið, barist um sigurinn og ekki verið langt frá því að vinna mót. Þetta þykir vera ein ótrúlegasta endurkoma íþróttanna eftir það sem á undan er gengið hjá kylfingnum. Tiger hefur sex sinnum verið á topp tíu og tvisvar lent í öðru sæti. Hann vann síðast mót fyrir fimm árum síðan en færist nær því að vinna á ný með hverju mótinu. „Þetta tímabil hefur verið ótrúlegt. Að geta spilað svona vel eftir allt sem ég hef gengið í gegnum er magnað. Ég vissi ekki einu sinni hvað ég gæti tekið þátt í mörgum mótum,“ sagði Tiger en það er ekki langt síðan hann þakkaði fyrir að geta labbað án þess að vera að drepast úr verkjum. „Ég hef náð miklu meiri árangri en ég gerði ráð fyrir. Það var algjör óvissa hjá mér í upphafi ársins. Ég ákvað bara að byrja aftur og sjá til hvað gerðist. Ég hef náð öllum mínum markmiðum eftir að hafa verið í mikilli óvissu með standið á mér. Ég er kominn á Tour Championship af því ég hef spilað vel og af því er ég stoltur.“
Golf Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Handbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira