Kjaftfor Conor bauð Khabib upp á vískíglas í afmælisgjöf Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. september 2018 22:30 Það voru litlir kærleikar með Khabib og Conor í kvöld. vísir/getty Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov mættust í fyrsta skipti í kvöld á blaðamannafundi í New York. Mikil eftirvænting var hjá aðdáendum að sjá írska vélbyssukjaftinn mæta aftur til leiks. Conor var á eftir Khabib er hann réðst á rútuna í Brooklyn fyrr á árinu. Nú var engin rúta á milli þeirra en barist með orðum. Þann 6. október verður svo barist í búrinu. Blaðamannafundir Conors byrja aldrei á réttum tíma og þessi byrjaði 40 mínútum of seint. Conor mætti með gömlu beltin sín tvö og flösku af Proper Twelve viskí sem hann er að framleiða. Hann opnaði flöskuna og gaf bæði Dana White, forseta UFC, og Khabib í glas. Khabib afþakkaði og sagðist ekki drekka. Conor drakk því glasið hans sem og glas White. Conor byrjaði fundinn á því að gagnrýna UFC fyrir að þora ekki að vera með áhorfendur á fundinum. Svo byrjaði hann að hakka Khabib í sig. Sagði hann hafa gert í brækurnar í rútunni sem Írinn réðst á. Svo gerði hann frekara grín að Rússanum. Sagði hann hafa verið aðdáanda sem hafi keypt boli með mynd af sér. Svo þegar rússneskir glæpamenn hafi mokað peningum í hann hafi hann breyst. Conor sagði að Rússarnir hötuðu Khabib og vildu sjá hann rotaðan. Það verkefni ætlaði hann að klára fyrir rússnesku þjóðina. Khabib hélt ró sinni. Sagði lítið og oftast er hann reyndi að tala var hann truflaður af írska vélbyssukjaftinum. Það var ekki fyrr en þeir fóru að ræða um aðdragandann að rútuárásinni sem Khabib æsti sig loksins. Gríðarlegur áhugi var á blaðamannafundinum og yfir hálf milljón manna fylgdist með á Youtube-síðu UFC. Sjá má fundinn hér að neðan. Hann byrjar eftir 43 mínútur á myndbandinu. MMA Tengdar fréttir Fimmta lotan: Conor hefur ekkert lært Pétur Marínó Jónsson og Ásgeir Börkur Ásgeirsson fara yfir stöðuna hjá UFC í nýjasta þætti Fimmtu lotunnar á Vísi. 3. ágúst 2018 12:45 Sjáðu það besta af blaðamannafundum Conors Eftir rúman sólarhring byrjar Conor McGregor aftur formlega í vinnunni sinni hjá UFC. Það hafa margir beðið eftir því. 19. september 2018 15:00 Enn í áfalli eftir árás Conors Strávigtarmeistari UFC, Rose Namajunas, varð fyrir miklu andlegu áfalli þegar Conor McGregor gekk berserksgang í Brooklyn og réðst á rútu bardagakappanna. Hún þorir ekki enn út úr húsi. 5. september 2018 13:00 Conor semur og þarf ekki að sitja inni þarf að sinna samfélagsþjónustu og mögulega að fara á reiðinámskeið. 26. júlí 2018 14:09 Fimmta lotan: Conor er aðeins of hvatvís Það er tvennt á dagskránni í Fimmtu lotunni í dag. Málefni Gunnars Nelson og Conor McGregor. 7. september 2018 12:00 Mest lesið „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari Fótbolti Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Fótbolti Fleiri fréttir Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Dagskráin í dag: Rúgbí og hafnabolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Dagskráin í dag: Rúgbí og hafnabolti „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Sjá meira
Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov mættust í fyrsta skipti í kvöld á blaðamannafundi í New York. Mikil eftirvænting var hjá aðdáendum að sjá írska vélbyssukjaftinn mæta aftur til leiks. Conor var á eftir Khabib er hann réðst á rútuna í Brooklyn fyrr á árinu. Nú var engin rúta á milli þeirra en barist með orðum. Þann 6. október verður svo barist í búrinu. Blaðamannafundir Conors byrja aldrei á réttum tíma og þessi byrjaði 40 mínútum of seint. Conor mætti með gömlu beltin sín tvö og flösku af Proper Twelve viskí sem hann er að framleiða. Hann opnaði flöskuna og gaf bæði Dana White, forseta UFC, og Khabib í glas. Khabib afþakkaði og sagðist ekki drekka. Conor drakk því glasið hans sem og glas White. Conor byrjaði fundinn á því að gagnrýna UFC fyrir að þora ekki að vera með áhorfendur á fundinum. Svo byrjaði hann að hakka Khabib í sig. Sagði hann hafa gert í brækurnar í rútunni sem Írinn réðst á. Svo gerði hann frekara grín að Rússanum. Sagði hann hafa verið aðdáanda sem hafi keypt boli með mynd af sér. Svo þegar rússneskir glæpamenn hafi mokað peningum í hann hafi hann breyst. Conor sagði að Rússarnir hötuðu Khabib og vildu sjá hann rotaðan. Það verkefni ætlaði hann að klára fyrir rússnesku þjóðina. Khabib hélt ró sinni. Sagði lítið og oftast er hann reyndi að tala var hann truflaður af írska vélbyssukjaftinum. Það var ekki fyrr en þeir fóru að ræða um aðdragandann að rútuárásinni sem Khabib æsti sig loksins. Gríðarlegur áhugi var á blaðamannafundinum og yfir hálf milljón manna fylgdist með á Youtube-síðu UFC. Sjá má fundinn hér að neðan. Hann byrjar eftir 43 mínútur á myndbandinu.
MMA Tengdar fréttir Fimmta lotan: Conor hefur ekkert lært Pétur Marínó Jónsson og Ásgeir Börkur Ásgeirsson fara yfir stöðuna hjá UFC í nýjasta þætti Fimmtu lotunnar á Vísi. 3. ágúst 2018 12:45 Sjáðu það besta af blaðamannafundum Conors Eftir rúman sólarhring byrjar Conor McGregor aftur formlega í vinnunni sinni hjá UFC. Það hafa margir beðið eftir því. 19. september 2018 15:00 Enn í áfalli eftir árás Conors Strávigtarmeistari UFC, Rose Namajunas, varð fyrir miklu andlegu áfalli þegar Conor McGregor gekk berserksgang í Brooklyn og réðst á rútu bardagakappanna. Hún þorir ekki enn út úr húsi. 5. september 2018 13:00 Conor semur og þarf ekki að sitja inni þarf að sinna samfélagsþjónustu og mögulega að fara á reiðinámskeið. 26. júlí 2018 14:09 Fimmta lotan: Conor er aðeins of hvatvís Það er tvennt á dagskránni í Fimmtu lotunni í dag. Málefni Gunnars Nelson og Conor McGregor. 7. september 2018 12:00 Mest lesið „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari Fótbolti Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Fótbolti Fleiri fréttir Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Dagskráin í dag: Rúgbí og hafnabolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Dagskráin í dag: Rúgbí og hafnabolti „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Sjá meira
Fimmta lotan: Conor hefur ekkert lært Pétur Marínó Jónsson og Ásgeir Börkur Ásgeirsson fara yfir stöðuna hjá UFC í nýjasta þætti Fimmtu lotunnar á Vísi. 3. ágúst 2018 12:45
Sjáðu það besta af blaðamannafundum Conors Eftir rúman sólarhring byrjar Conor McGregor aftur formlega í vinnunni sinni hjá UFC. Það hafa margir beðið eftir því. 19. september 2018 15:00
Enn í áfalli eftir árás Conors Strávigtarmeistari UFC, Rose Namajunas, varð fyrir miklu andlegu áfalli þegar Conor McGregor gekk berserksgang í Brooklyn og réðst á rútu bardagakappanna. Hún þorir ekki enn út úr húsi. 5. september 2018 13:00
Conor semur og þarf ekki að sitja inni þarf að sinna samfélagsþjónustu og mögulega að fara á reiðinámskeið. 26. júlí 2018 14:09
Fimmta lotan: Conor er aðeins of hvatvís Það er tvennt á dagskránni í Fimmtu lotunni í dag. Málefni Gunnars Nelson og Conor McGregor. 7. september 2018 12:00