Flugfreyjur standa frammi fyrir fordæmislausri baráttu Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. september 2018 12:23 Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands. Vísir/ÞÞ „Við höfum hafið undirbúning að stefnu til Félagsdóms. Við teljum að þetta sé gróft brot á kjarasamningi,“ segir Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, innt eftir því hver staðan sé á málum flugfreyja vegna ákvörðunar Icelandair um að þær skuli aðeins vinna fullt starf. Berglind segir um að ræða baráttu sem félagið hafi ekki þurft að standa áður í. Flugfreyjufélag Íslands hefur sent félögum sínum bréf þar sem ákvörðun Icelandair var fordæmd. Að sögn Berglindar kemur einnig fram í bréfinu að fyrirhuguðum uppsögnum sé mótmælt harðlega og skorað er á Icelandair að endurskoða ákvörðun sína. Þá er undirbúningur stefnu til Félagsdóms einnig útlistaður í bréfinu. Auk þess eru gerðar alvarlegar athugasemdir við að fyrirtækið hyggist eingöngu beina umræddum aðgerðum að einum hópi fyrirtækisins. Þannig telja flugfreyjur að um sé að ræða brot á lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði. „Þetta mun hafa gífurleg áhrif á þessa félagsmenn sem um ræðir. Við munum leita allra leiða til að standa við bakið á okkar félagsmönnum og koma í veg fyrir að af þessu verði,“ segir Berglind.Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri IcelandairVísir/Jóhann K. JóhannssonKjaramál flugfreyja hafa oft verið til umræðu en Berglind segir aðspurð að félagið hafi ekki þurft að glíma áður við aðgerðir á borð við þær sem Icelandair hyggst beita. „Ekki svona aðgerðir, nei. Það hefur komið til fjöldauppsagna en ekki af þessum toga þar sem er gengið svona hart að félagsmönnum.“ Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri Icelandair Group, sagði í samtali við Vísi í gær að alls verði 118 flugfreyjum í hlutastarfi boðið fullt starf. Verði það ekki þegið verði gengið frá starfslokum viðkomandi. Um sé að ræða aðgerðir til að lækka launakostnað fyrirtækisins. Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir Flugfreyjur í áfalli vegna afarkosta Icelandair Flugfreyjum og flugþjónum í hlutastarfi hjá Icelandair hefur verið gert að velja á milli þess að fara í fulla vinnu frá og með 1. janúar næstkomandi ellegar missa vinnuna. 19. september 2018 22:44 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Sjá meira
„Við höfum hafið undirbúning að stefnu til Félagsdóms. Við teljum að þetta sé gróft brot á kjarasamningi,“ segir Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, innt eftir því hver staðan sé á málum flugfreyja vegna ákvörðunar Icelandair um að þær skuli aðeins vinna fullt starf. Berglind segir um að ræða baráttu sem félagið hafi ekki þurft að standa áður í. Flugfreyjufélag Íslands hefur sent félögum sínum bréf þar sem ákvörðun Icelandair var fordæmd. Að sögn Berglindar kemur einnig fram í bréfinu að fyrirhuguðum uppsögnum sé mótmælt harðlega og skorað er á Icelandair að endurskoða ákvörðun sína. Þá er undirbúningur stefnu til Félagsdóms einnig útlistaður í bréfinu. Auk þess eru gerðar alvarlegar athugasemdir við að fyrirtækið hyggist eingöngu beina umræddum aðgerðum að einum hópi fyrirtækisins. Þannig telja flugfreyjur að um sé að ræða brot á lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði. „Þetta mun hafa gífurleg áhrif á þessa félagsmenn sem um ræðir. Við munum leita allra leiða til að standa við bakið á okkar félagsmönnum og koma í veg fyrir að af þessu verði,“ segir Berglind.Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri IcelandairVísir/Jóhann K. JóhannssonKjaramál flugfreyja hafa oft verið til umræðu en Berglind segir aðspurð að félagið hafi ekki þurft að glíma áður við aðgerðir á borð við þær sem Icelandair hyggst beita. „Ekki svona aðgerðir, nei. Það hefur komið til fjöldauppsagna en ekki af þessum toga þar sem er gengið svona hart að félagsmönnum.“ Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri Icelandair Group, sagði í samtali við Vísi í gær að alls verði 118 flugfreyjum í hlutastarfi boðið fullt starf. Verði það ekki þegið verði gengið frá starfslokum viðkomandi. Um sé að ræða aðgerðir til að lækka launakostnað fyrirtækisins.
Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir Flugfreyjur í áfalli vegna afarkosta Icelandair Flugfreyjum og flugþjónum í hlutastarfi hjá Icelandair hefur verið gert að velja á milli þess að fara í fulla vinnu frá og með 1. janúar næstkomandi ellegar missa vinnuna. 19. september 2018 22:44 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Sjá meira
Flugfreyjur í áfalli vegna afarkosta Icelandair Flugfreyjum og flugþjónum í hlutastarfi hjá Icelandair hefur verið gert að velja á milli þess að fara í fulla vinnu frá og með 1. janúar næstkomandi ellegar missa vinnuna. 19. september 2018 22:44