Ást við fyrstu sýn Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 21. september 2018 09:15 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Fréttablaðið/Eyþór Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur misst 30 kíló á sjö mánuðum. Hann segist vera feiminn nörd sem vill aftur verða forsætisráðherra. „Ég hef misst 30 kíló síðan í febrúar,“ segir Sigmundur Davíð sem er 190 sentimetrar á hæð og vó 127,4 kíló í fyrstu vigtun átaksins. „Ég verð orðinn góður eftir tíu kíló enn en þá þyrfti ég að fara niður í 87,4 kíló. Ég læt kannski gott heita þegar ég verð orðinn 90 kíló,“ segir hann kátur með árangurinn sem hann skrifar á breytt hugarfar. „Ég ákvað að hætta að borða bara til þess að borða. Ég átti það til í dagsins önn og miklu stressi að hrúga ofan í mig þeim mun meiri mat og í þessu starfi eru mýmörg tækifæri til að borða. Það eru fundir og viðburðir og svo er mjög gott mötuneyti í þinginu. Ég sneri því hugarfarinu við og í stað þess að líta á mat sem hápunkt dagsins fór ég yfir í að líta á mat sem kvöð og borða helst ekki nema ég neyðist til þess vegna svengdar. Það er auðvitað stefna sem getur farið út í öfgar en hefur reynst ágætlega í mínu tilviki og þegar árangurinn fór að sjást hætti ég að vilja svindla,“ segir Sigmundur sem hefur lengi ætlað að taka sér tak í heilsuræktinni. „Ég er náttúrlega mjög ánægður með að þetta skuli loks vera að takast en þegar maður ákveður með sjálfum sér að láta ekkert stoppa sig verða freistingarnar minni. Áður borðaði ég talsvert af óhollum mat og skyndibita; hamborgurum, samlokum og pasta, og kolvetnaríkur matur var uppáhaldið mitt. En nú vel ég hollari kost og meira af prótíni í stað þess að hrúga spagettí þrisvar á diskinn og borða endalaust af brauði,“ segir Sigmundur sem eitt sinn fékk á sig orð fyrir að standa í tertuáti í stað þess að sitja í þingsal. „Það kaldhæðnislega við það var að ég hef aldrei verið afkastamikill í kökum eða sætindum. Ég var því ekki að borða köku í þessu tilviki heldur að skoða kökurnar,“ segir hann og hlær.Sigmundur er léttari á sér.Fréttablaðið/EyþórSleppir morgunmatnum Sigmundur finnur mikinn mun á sér eftir að hann varð léttari á sér. „Þetta fór nokkuð hratt af stað. Ég fór í World Class þrisvar í viku til að byrja með en svo fór þjálfarinn minn, Baldur Borgþórsson, sjálfur í pólitíkina og mátti ekki vera að því að þjálfa mig lengur. Við stefnum að því að byrja aftur í haust en mér fannst gott aðhald að byrja daginn í ræktinni því þá vill maður síður eyðileggja daginn með óhollustu. Orka og úthald hefur svo tvímælalaust aukist og allt í daglega lífinu er orðið auðveldara. Það þrengir ekki eins að manni,“ segir Sigmundur sem mestmegnis lyfti lóðum í átakinu. „Ég gerði mikið af því að ganga og hlaupa í eina tíð en svo datt það upp fyrir. Nú stendur til að bæta við daglegum gönguferðum með hundinn en þar hef ég ekki staðið mína plikt og frúin séð um hvutta. Við eigum lítinn, hvítan, loðinn og stórskemmtilegan West Highland Terrier-hund en gallinn við þá tegund er hvað hún geltir mikið. Ég hef ekki enn fengið kvartanir frá nágrönnunum en reyni að draga hann inn þegar verst lætur.“ Áður um helgar vildi Sigmundur helst fá pönnukökur í morgunmat. „Nú sleppi ég oftast morgunmatnum þótt mér finnist gott að fá mér egg og beikon um helgar. Ég veit að manni er sagt að borða hollan morgunmat en svo ég sé hreinskilinn hefur þessu verið öfugt háttað hjá mér vegna þess að ég borða ekki fyrr en ég neyðist til þess. Fyrir vikið borða ég meira seinna um daginn og að vita að maður eigi það inni gerir daginn auðveldari. Það er hins vegar rétt að það tekur um þrjár vikur að venja sig af óhollustunni og það er helst þegar ég sé girnilegt brauð eða kartöflur að ég eigi bágt með mig. Þess vegna hef ég þá reglu að borða eingöngu íslenskar kartöflur og helst úr kjördæminu.“ Samhliða baráttu við kílóin hóf Sigmundur að safna skeggi. „Skeggið er orðið mjög umdeilt, bæði í flokknum og fjölskyldunni, og ég kominn í vandræði. Þegar ég byrjaði í átakinu ákvað ég að raka ekki skeggið fyrr en ég væri kominn undir hundrað kíló en þegar sá árangur náðist ákvað ég að snyrta það frekar og bíða með að raka það þar til ég yrði 95 kíló. Nú skiptast menn í tvær harðar skeggfylkingar, sumir með og aðrir á móti, en sjálfur geri ég ekki ráð fyrir að vera með skegg til frambúðar. Fyrir safnara eins og mig hefur þó verið gaman að safna skeggi og ég veit að nokkrir á vinnustaðnum verða ekki kátir ef ég raka af mér skeggið þegar ég verð 95 kíló, á meðan aðrir gleðjast. Það er ekki hægt að gera öllum til hæfis, frekar en í pólitíkinni, en konan er nú mitt á milli. Hún var mjög ósátt þegar skeggið óx ósnyrt en er held ég sáttari eftir að ég snyrti það.“Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vill aftur setjast í stól forsætisráðherra.Fréttablaðið/ErnirVill verða forsætisráðherra Sigmundur er borinn og barnfæddur Breiðhyltingur. „Móðir mín segir að þegar ég var fimm ára hafi mig langað að verða forsætisráðherra. Síðan hætti ég við að fara í pólitík og hætti svo við að hætta við. Mig langaði lengi að læra eðlisfræði og verða slökkviliðsmaður en skráði mig í umhverfisverkfræði við HÍ og skipti um braut vegna þess að mér fannst kennsluaðstaðan svo leiðinleg. Ef ég færi núna í nám yrði það verkfræði. Ég er heillaður af því hvernig hlutirnir virka svo ég tali nú ekki um að hanna hluti og búa þá til,“ segir Sigmundur sem er listrænn í sér og hefur gert talsvert af því að mála myndir. „Mér hefur alltaf þótt gaman að teikna og fer oftast ósjálfrátt að krota og teikna á fundum, til dæmis mannvirki, brýr, hús, flugvélar og landakort.“ Draumur drengsins Sigmundar um að verða forsætisráðherra rættist og þegar litið er um öxl segist Sigmundur vera ánægðastur með stóru efnahagsmálin og haftamálin. „Hægt er að færa mjög góð rök fyrir því að stóru aðgerðirnar í efnahagsmálum, skuldamálum, haftalosunin og stöðugleikaframlögin hafi gjörbreytt öllum efnahagslegum forsendum á Íslandi. Ég er mjög feginn að það skyldi klárast að því marki sem það gerði. Fyrir vikið kom Ísland vel undan hruninu og hefur verið öðrum til eftirbreytni. Ég hefði þó viljað og talið mikilvægt að klára málin á þann hátt sem var lagt upp með. Svo varð ekki. Mál eins og gjaldeyrisútboðin, Arion banki og fleira, þar sem tekin var algjör u-beygja. Ég sé líka mikið eftir skipulagsmálum sem ekki náðu að klárast eins og við Hafnartorg þar sem búið var að semja við fasteignafélagið sem byggði það upp um að gjörbreyta hönnuninni. Í ráðuneytinu var byrjuð vinna í því sem hefði verið góð viðbót við miðbæinn og mikil bæjarprýði, en það datt upp fyrir og er nú orðið of seint. Ég sýti líka ýmis byggðamál og sérstaklega kjör eldri borgara og öryrkja sem var persónulegt mál því ég hafði sjálfur, fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, lofað svo mörgu fólki að rétta hlut þess þegar búið væri að snúa við efnahagsstöðunni.“ Sigmundur svarar því játandi að vilja aftur verða forsætisráðherra. „Já, auðvitað. Maður væri ekki í stjórnmálum nema af því að vilja hafa áhrif, og þrátt fyrir að menn séu ekki einráðir er staða forsætisráðherra einna best til að hafa áhrif í stjórnmálum.Sigmundur Davíð sagði skilið við Framsóknarflokkinn og stofnaði Miðflokkinn.vísir/ErnirÞakklátur hvatningu fólks Sigmundur dró sig í hlé frá stjórnmálum eftir að hann steig úr embætti forsætisráðherra 2016. „Ég hef aldrei, frá því ég byrjaði í stjórnmálum, fengið eins mikla hvatningu og eftir að ég steig til hliðar sem forsætisráðherra. Að miklu leyti var það frá fólki úti í bæ og ég ýki það ekki að ég fór ekki úr húsi, út í búð eða á meðal fólks, án þess að til mín kæmu nokkrir til að hvetja mig til dáða. Mér fannst mjög hvetjandi að finna það og það skipti gríðarlegu máli. Mér fannst líka merkilegt að hvatningin kom mikið frá fólki sem var ekki endilega Framsóknarmenn og kannski voru mestu vonbrigðin í þessu öllu að upplifa muninn á því hvernig þetta góða fólk hvatti mig til dáða á sama tíma og sumir flokksfélagar sáu þetta fyrst og fremst sem tækifæri til að stíga einu þrepi ofar. En þegar maður er búinn að standa í ströngu skiptir mann vitaskuld miklu að finna svo mikinn stuðning þegar kemur að því að halda baráttunni áfram og er ég mjög þakklátur öllu þessu fólki.“ Í mörgum tilvikum segist Sigmundur eflaust vera misskilinn. „Það er tvennt sem kemur þar á óvart. Það er hvað sumir virðast hafa allt aðrar hugmyndir um hver maður er en maður kannast við sjálfur, en líka lendir maður stundum í einhverjum sem virðist átta sig betur á manni en maður sjálfur. Ég hef oft orðið hissa á því hvaða mynd sumir hafa af mér, en hafandi orðið hissa á því verður maður hissa á hinu líka.“ Hann segist hættur að fylgjast með kjaftasögum og að þær fari ekki lengur í taugarnar á honum. „Pólitík er í eðli sínu kjaftafag og fyrir vikið breiðast út alls kyns kjaftasögur. Ég veit til dæmis ekki hvað ég á að hafa eignast mörg börn hér og þar um landið, en þess háttar slúður er mér ekki áhyggjuefni og ég held að konan mín og fjölskylda viti hvernig þannig sögur fara af stað. Verst þykir mér þó þegar reynt er að koma höggi á mig í gegnum mína nánustu.Sigmundur segist feimið og hlédrægt nörd.Fréttablaðið/EyþórFeimið og hlédrægt nörd Sigmundur býr nú í Garðabæ ásamt eiginkonu sinni, Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur, og sex ára dóttur þeirra hjóna sem hóf skólagöngu í Flataskóla í haust. „Ég vona að ég sé sæmilega skemmtilegur pabbi. Gallinn er að maður er ekki nógu oft til staðar en ég hef aðeins bætt mig hvað það varðar. Við gerum ótal margt skemmtilegt saman og erum nú farin að tefla af kappi daglega eftir heimalærdóminn. Mér finnst gaman að skynja áhuga dóttur minnar á að gera hlutina með mér, hvort sem það er að teikna, föndra eða tefla og maður fær þá smá útrás sjálfur í leiðinni,“ segir Sigmundur glaður. „Ég á síður von á að hvetja hana til að fara í stjórnmál og held að stjórnmálamenn geri það almennt ekki. Börnin þurfa að minnsta kosti að komast sjálf að þeirri niðurstöðu.“ Beðinn um að lýsa sínum innri manni svarar Sigmundur: „Ég verð að viðurkenna að vera svolítið nörd og sumir myndu segja allmikið nörd. Ég er ákafur í verkefnum sem ég tel vera mikilvæg og reyni að fylgja þeim vel eftir. Sumum finnst ég eflaust fullharður í því en ég reyni alltaf að fara ekki í menn persónulega að fyrra bragði heldur halda mig við það pólitíska. Ég er líka feiminn maður á mann, en ekki þegar ég þarf að halda ræðu og tala í sjónvarpi. Ég er feiminn við fólk þegar ég er að kynnast því og hlédrægur að eðlisfari. Þannig vil ég ekki að aðrir upplifi að ég sé að trana mér fram en þó er raunin líklega sú að fólk túlkar hlédrægnina stundum á þann veg að ég sinni því ekki að tala við það þegar ég í raun hefði viljað nálgast viðkomandi. En ég hef yndi af því að tala við fólk og tek því fagnandi þegar fólk gefur sig á tal við mig að fyrra bragði þótt ég eigi sjálfur erfitt með að taka fyrsta skrefið.“ Sigmundur átti þess engan kost að vera feiminn þegar hann kynntist eiginkonu sinni í gamlárspartíi hjá sameiginlegri vinkonu þeirra um áramótin 2001/2002. „Það var ást við fyrstu sýn þótt sambandið hafi ekki farið formlega af stað fyrr en hálfum öðrum mánuði síðar, þegar ég bauð henni í bíó 22.2. 2002. Dagsetningin var reyndar tilviljun en það er skemmtilegt að halda henni til haga og þegar við giftum okkur var það 10.10.10,“ segir Sigmundur og er ekki í vafa um hvers vegna Anna Sigurlaug er sú eina rétta. „Mér finnst hún heillandi á allan hátt og eftir bíóferðina hittumst við daglega og höfum gert nokkurn veginn síðan, utan þess tíma þegar ég var úti í námi. Þá var þetta sms-samband þar til hún flutti út til mín. Það þýðir svo ekkert að spyrja mig um hvaða bíómynd við sáum enda var ég ekkert að spá í það,“ segir hann og hlær. Sigmundur er ötull safnari og sagðist safna servéttum í viðtali við Fréttablaðið 2011. Því var auðvitað slegið upp í fyrirsögn. „Ég neyðist til að safna servéttum því fólk er enn að gefa mér sérvéttur,“ segir hann hlæjandi. „Ég safna líka ýmsu öðru og finnst ekkert eins slakandi og að raða frímerkjum eða mynt. Ég hef stundum hirt sérmerktar sérvéttur og tók vitaskuld eina og eina sérvéttu sem forsætisráðherra í forseta- og kóngaveislum. Ég held því öllu til haga, matseðlum og merkimiðum, enda sögulegar heimildir. Afi minn gerði þetta líka. Ég vil halda utan um söguna en vegna þess að ég er svo óskipulagður er það allt á miðum. Ég er alltaf með fulla vasa af miðum og á í kössum ótal minnisbækur og dagbækur en mestmegnis lausa miða sem ég þarf að raða í tímatölu þegar færi gefst.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Lífið Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Lífið Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Lífið Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Bíó og sjónvarp „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Lífið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið Fleiri fréttir Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Heitasti leikarinn í Hollywood Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur misst 30 kíló á sjö mánuðum. Hann segist vera feiminn nörd sem vill aftur verða forsætisráðherra. „Ég hef misst 30 kíló síðan í febrúar,“ segir Sigmundur Davíð sem er 190 sentimetrar á hæð og vó 127,4 kíló í fyrstu vigtun átaksins. „Ég verð orðinn góður eftir tíu kíló enn en þá þyrfti ég að fara niður í 87,4 kíló. Ég læt kannski gott heita þegar ég verð orðinn 90 kíló,“ segir hann kátur með árangurinn sem hann skrifar á breytt hugarfar. „Ég ákvað að hætta að borða bara til þess að borða. Ég átti það til í dagsins önn og miklu stressi að hrúga ofan í mig þeim mun meiri mat og í þessu starfi eru mýmörg tækifæri til að borða. Það eru fundir og viðburðir og svo er mjög gott mötuneyti í þinginu. Ég sneri því hugarfarinu við og í stað þess að líta á mat sem hápunkt dagsins fór ég yfir í að líta á mat sem kvöð og borða helst ekki nema ég neyðist til þess vegna svengdar. Það er auðvitað stefna sem getur farið út í öfgar en hefur reynst ágætlega í mínu tilviki og þegar árangurinn fór að sjást hætti ég að vilja svindla,“ segir Sigmundur sem hefur lengi ætlað að taka sér tak í heilsuræktinni. „Ég er náttúrlega mjög ánægður með að þetta skuli loks vera að takast en þegar maður ákveður með sjálfum sér að láta ekkert stoppa sig verða freistingarnar minni. Áður borðaði ég talsvert af óhollum mat og skyndibita; hamborgurum, samlokum og pasta, og kolvetnaríkur matur var uppáhaldið mitt. En nú vel ég hollari kost og meira af prótíni í stað þess að hrúga spagettí þrisvar á diskinn og borða endalaust af brauði,“ segir Sigmundur sem eitt sinn fékk á sig orð fyrir að standa í tertuáti í stað þess að sitja í þingsal. „Það kaldhæðnislega við það var að ég hef aldrei verið afkastamikill í kökum eða sætindum. Ég var því ekki að borða köku í þessu tilviki heldur að skoða kökurnar,“ segir hann og hlær.Sigmundur er léttari á sér.Fréttablaðið/EyþórSleppir morgunmatnum Sigmundur finnur mikinn mun á sér eftir að hann varð léttari á sér. „Þetta fór nokkuð hratt af stað. Ég fór í World Class þrisvar í viku til að byrja með en svo fór þjálfarinn minn, Baldur Borgþórsson, sjálfur í pólitíkina og mátti ekki vera að því að þjálfa mig lengur. Við stefnum að því að byrja aftur í haust en mér fannst gott aðhald að byrja daginn í ræktinni því þá vill maður síður eyðileggja daginn með óhollustu. Orka og úthald hefur svo tvímælalaust aukist og allt í daglega lífinu er orðið auðveldara. Það þrengir ekki eins að manni,“ segir Sigmundur sem mestmegnis lyfti lóðum í átakinu. „Ég gerði mikið af því að ganga og hlaupa í eina tíð en svo datt það upp fyrir. Nú stendur til að bæta við daglegum gönguferðum með hundinn en þar hef ég ekki staðið mína plikt og frúin séð um hvutta. Við eigum lítinn, hvítan, loðinn og stórskemmtilegan West Highland Terrier-hund en gallinn við þá tegund er hvað hún geltir mikið. Ég hef ekki enn fengið kvartanir frá nágrönnunum en reyni að draga hann inn þegar verst lætur.“ Áður um helgar vildi Sigmundur helst fá pönnukökur í morgunmat. „Nú sleppi ég oftast morgunmatnum þótt mér finnist gott að fá mér egg og beikon um helgar. Ég veit að manni er sagt að borða hollan morgunmat en svo ég sé hreinskilinn hefur þessu verið öfugt háttað hjá mér vegna þess að ég borða ekki fyrr en ég neyðist til þess. Fyrir vikið borða ég meira seinna um daginn og að vita að maður eigi það inni gerir daginn auðveldari. Það er hins vegar rétt að það tekur um þrjár vikur að venja sig af óhollustunni og það er helst þegar ég sé girnilegt brauð eða kartöflur að ég eigi bágt með mig. Þess vegna hef ég þá reglu að borða eingöngu íslenskar kartöflur og helst úr kjördæminu.“ Samhliða baráttu við kílóin hóf Sigmundur að safna skeggi. „Skeggið er orðið mjög umdeilt, bæði í flokknum og fjölskyldunni, og ég kominn í vandræði. Þegar ég byrjaði í átakinu ákvað ég að raka ekki skeggið fyrr en ég væri kominn undir hundrað kíló en þegar sá árangur náðist ákvað ég að snyrta það frekar og bíða með að raka það þar til ég yrði 95 kíló. Nú skiptast menn í tvær harðar skeggfylkingar, sumir með og aðrir á móti, en sjálfur geri ég ekki ráð fyrir að vera með skegg til frambúðar. Fyrir safnara eins og mig hefur þó verið gaman að safna skeggi og ég veit að nokkrir á vinnustaðnum verða ekki kátir ef ég raka af mér skeggið þegar ég verð 95 kíló, á meðan aðrir gleðjast. Það er ekki hægt að gera öllum til hæfis, frekar en í pólitíkinni, en konan er nú mitt á milli. Hún var mjög ósátt þegar skeggið óx ósnyrt en er held ég sáttari eftir að ég snyrti það.“Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vill aftur setjast í stól forsætisráðherra.Fréttablaðið/ErnirVill verða forsætisráðherra Sigmundur er borinn og barnfæddur Breiðhyltingur. „Móðir mín segir að þegar ég var fimm ára hafi mig langað að verða forsætisráðherra. Síðan hætti ég við að fara í pólitík og hætti svo við að hætta við. Mig langaði lengi að læra eðlisfræði og verða slökkviliðsmaður en skráði mig í umhverfisverkfræði við HÍ og skipti um braut vegna þess að mér fannst kennsluaðstaðan svo leiðinleg. Ef ég færi núna í nám yrði það verkfræði. Ég er heillaður af því hvernig hlutirnir virka svo ég tali nú ekki um að hanna hluti og búa þá til,“ segir Sigmundur sem er listrænn í sér og hefur gert talsvert af því að mála myndir. „Mér hefur alltaf þótt gaman að teikna og fer oftast ósjálfrátt að krota og teikna á fundum, til dæmis mannvirki, brýr, hús, flugvélar og landakort.“ Draumur drengsins Sigmundar um að verða forsætisráðherra rættist og þegar litið er um öxl segist Sigmundur vera ánægðastur með stóru efnahagsmálin og haftamálin. „Hægt er að færa mjög góð rök fyrir því að stóru aðgerðirnar í efnahagsmálum, skuldamálum, haftalosunin og stöðugleikaframlögin hafi gjörbreytt öllum efnahagslegum forsendum á Íslandi. Ég er mjög feginn að það skyldi klárast að því marki sem það gerði. Fyrir vikið kom Ísland vel undan hruninu og hefur verið öðrum til eftirbreytni. Ég hefði þó viljað og talið mikilvægt að klára málin á þann hátt sem var lagt upp með. Svo varð ekki. Mál eins og gjaldeyrisútboðin, Arion banki og fleira, þar sem tekin var algjör u-beygja. Ég sé líka mikið eftir skipulagsmálum sem ekki náðu að klárast eins og við Hafnartorg þar sem búið var að semja við fasteignafélagið sem byggði það upp um að gjörbreyta hönnuninni. Í ráðuneytinu var byrjuð vinna í því sem hefði verið góð viðbót við miðbæinn og mikil bæjarprýði, en það datt upp fyrir og er nú orðið of seint. Ég sýti líka ýmis byggðamál og sérstaklega kjör eldri borgara og öryrkja sem var persónulegt mál því ég hafði sjálfur, fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, lofað svo mörgu fólki að rétta hlut þess þegar búið væri að snúa við efnahagsstöðunni.“ Sigmundur svarar því játandi að vilja aftur verða forsætisráðherra. „Já, auðvitað. Maður væri ekki í stjórnmálum nema af því að vilja hafa áhrif, og þrátt fyrir að menn séu ekki einráðir er staða forsætisráðherra einna best til að hafa áhrif í stjórnmálum.Sigmundur Davíð sagði skilið við Framsóknarflokkinn og stofnaði Miðflokkinn.vísir/ErnirÞakklátur hvatningu fólks Sigmundur dró sig í hlé frá stjórnmálum eftir að hann steig úr embætti forsætisráðherra 2016. „Ég hef aldrei, frá því ég byrjaði í stjórnmálum, fengið eins mikla hvatningu og eftir að ég steig til hliðar sem forsætisráðherra. Að miklu leyti var það frá fólki úti í bæ og ég ýki það ekki að ég fór ekki úr húsi, út í búð eða á meðal fólks, án þess að til mín kæmu nokkrir til að hvetja mig til dáða. Mér fannst mjög hvetjandi að finna það og það skipti gríðarlegu máli. Mér fannst líka merkilegt að hvatningin kom mikið frá fólki sem var ekki endilega Framsóknarmenn og kannski voru mestu vonbrigðin í þessu öllu að upplifa muninn á því hvernig þetta góða fólk hvatti mig til dáða á sama tíma og sumir flokksfélagar sáu þetta fyrst og fremst sem tækifæri til að stíga einu þrepi ofar. En þegar maður er búinn að standa í ströngu skiptir mann vitaskuld miklu að finna svo mikinn stuðning þegar kemur að því að halda baráttunni áfram og er ég mjög þakklátur öllu þessu fólki.“ Í mörgum tilvikum segist Sigmundur eflaust vera misskilinn. „Það er tvennt sem kemur þar á óvart. Það er hvað sumir virðast hafa allt aðrar hugmyndir um hver maður er en maður kannast við sjálfur, en líka lendir maður stundum í einhverjum sem virðist átta sig betur á manni en maður sjálfur. Ég hef oft orðið hissa á því hvaða mynd sumir hafa af mér, en hafandi orðið hissa á því verður maður hissa á hinu líka.“ Hann segist hættur að fylgjast með kjaftasögum og að þær fari ekki lengur í taugarnar á honum. „Pólitík er í eðli sínu kjaftafag og fyrir vikið breiðast út alls kyns kjaftasögur. Ég veit til dæmis ekki hvað ég á að hafa eignast mörg börn hér og þar um landið, en þess háttar slúður er mér ekki áhyggjuefni og ég held að konan mín og fjölskylda viti hvernig þannig sögur fara af stað. Verst þykir mér þó þegar reynt er að koma höggi á mig í gegnum mína nánustu.Sigmundur segist feimið og hlédrægt nörd.Fréttablaðið/EyþórFeimið og hlédrægt nörd Sigmundur býr nú í Garðabæ ásamt eiginkonu sinni, Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur, og sex ára dóttur þeirra hjóna sem hóf skólagöngu í Flataskóla í haust. „Ég vona að ég sé sæmilega skemmtilegur pabbi. Gallinn er að maður er ekki nógu oft til staðar en ég hef aðeins bætt mig hvað það varðar. Við gerum ótal margt skemmtilegt saman og erum nú farin að tefla af kappi daglega eftir heimalærdóminn. Mér finnst gaman að skynja áhuga dóttur minnar á að gera hlutina með mér, hvort sem það er að teikna, föndra eða tefla og maður fær þá smá útrás sjálfur í leiðinni,“ segir Sigmundur glaður. „Ég á síður von á að hvetja hana til að fara í stjórnmál og held að stjórnmálamenn geri það almennt ekki. Börnin þurfa að minnsta kosti að komast sjálf að þeirri niðurstöðu.“ Beðinn um að lýsa sínum innri manni svarar Sigmundur: „Ég verð að viðurkenna að vera svolítið nörd og sumir myndu segja allmikið nörd. Ég er ákafur í verkefnum sem ég tel vera mikilvæg og reyni að fylgja þeim vel eftir. Sumum finnst ég eflaust fullharður í því en ég reyni alltaf að fara ekki í menn persónulega að fyrra bragði heldur halda mig við það pólitíska. Ég er líka feiminn maður á mann, en ekki þegar ég þarf að halda ræðu og tala í sjónvarpi. Ég er feiminn við fólk þegar ég er að kynnast því og hlédrægur að eðlisfari. Þannig vil ég ekki að aðrir upplifi að ég sé að trana mér fram en þó er raunin líklega sú að fólk túlkar hlédrægnina stundum á þann veg að ég sinni því ekki að tala við það þegar ég í raun hefði viljað nálgast viðkomandi. En ég hef yndi af því að tala við fólk og tek því fagnandi þegar fólk gefur sig á tal við mig að fyrra bragði þótt ég eigi sjálfur erfitt með að taka fyrsta skrefið.“ Sigmundur átti þess engan kost að vera feiminn þegar hann kynntist eiginkonu sinni í gamlárspartíi hjá sameiginlegri vinkonu þeirra um áramótin 2001/2002. „Það var ást við fyrstu sýn þótt sambandið hafi ekki farið formlega af stað fyrr en hálfum öðrum mánuði síðar, þegar ég bauð henni í bíó 22.2. 2002. Dagsetningin var reyndar tilviljun en það er skemmtilegt að halda henni til haga og þegar við giftum okkur var það 10.10.10,“ segir Sigmundur og er ekki í vafa um hvers vegna Anna Sigurlaug er sú eina rétta. „Mér finnst hún heillandi á allan hátt og eftir bíóferðina hittumst við daglega og höfum gert nokkurn veginn síðan, utan þess tíma þegar ég var úti í námi. Þá var þetta sms-samband þar til hún flutti út til mín. Það þýðir svo ekkert að spyrja mig um hvaða bíómynd við sáum enda var ég ekkert að spá í það,“ segir hann og hlær. Sigmundur er ötull safnari og sagðist safna servéttum í viðtali við Fréttablaðið 2011. Því var auðvitað slegið upp í fyrirsögn. „Ég neyðist til að safna servéttum því fólk er enn að gefa mér sérvéttur,“ segir hann hlæjandi. „Ég safna líka ýmsu öðru og finnst ekkert eins slakandi og að raða frímerkjum eða mynt. Ég hef stundum hirt sérmerktar sérvéttur og tók vitaskuld eina og eina sérvéttu sem forsætisráðherra í forseta- og kóngaveislum. Ég held því öllu til haga, matseðlum og merkimiðum, enda sögulegar heimildir. Afi minn gerði þetta líka. Ég vil halda utan um söguna en vegna þess að ég er svo óskipulagður er það allt á miðum. Ég er alltaf með fulla vasa af miðum og á í kössum ótal minnisbækur og dagbækur en mestmegnis lausa miða sem ég þarf að raða í tímatölu þegar færi gefst.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Lífið Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Lífið Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Lífið Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Bíó og sjónvarp „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Lífið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið Fleiri fréttir Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Heitasti leikarinn í Hollywood Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Sjá meira