Kölluð amma norn Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 22. september 2018 08:30 Húsbíllinn er rúmgóður og glæsilegur. Fréttablaðið/Antonbrink Í skemmtigarðinum í Grafarvogi hafa hjónin Guðríður Gyða Halldórsdóttir og Vilberg Guðmundsson lagt heimili sínu. Silfurgrárri og risastórri glæsilegri, amerískri ferðasvítu sem þau búa í til skiptis á Íslandi og á Spáni. Guðríður Gyða, eða Gyða eins og hún vill láta kalla sig, er afar fróð um ilmkjarnaolíur og virkni þeirra. Bók Gyðu, Ilmkjarnaolíur – lyfjaskápur náttúrunnar er nýkomin út. Þar er að finna ýmsan fróðleik um sögu og virkni ilmkjarnaolía og uppskriftir að blöndum til heilsubótar og vellíðunar. Gyða er að baka lagtertu fyrir vinkonu sína í vel útbúnu eldhúsi húsbílsins þegar blaðamann ber að garði og ilmurinn fyllir bílinn. Það er notalegt um að litast. Stofurýmið er fremst, þar eru tveir stórir hvítir leðursófar, stofuborð og sjónvarp. Þá eldhúsið, þar geta fjórir setið við eldhúsborðið. Á gangi sem liggur að svefnherbergisrými þeirra hjóna er baðherbergi með klósetti og sturtu. Bílinn keyptu þau í Bandaríkjunum fyrir nærri fjórum árum.Gyða var að baka lagtertu þegar blaðamann og ljósmyndara bar að garði. Fréttablaðið/Anton brink„Við áttum heima í Vesturbergi í Breiðholti. Í blokkaríbúð í eldgamalli blokk frá 1973,“ segir Gyða frá. „Við Vilberg höfðum lagt töluverða vinnu í að innrétta íbúðina að innan og gera hana að okkar. En svo kom að viðhaldi á blokkinni að utan. Það þurfti að klæða hana að utan, skipta um sextíu glugga og svo þegar það var búið þá var strax komið að næsta viðhaldsverkefni. Þá þurfti að taka þakið í gegn. Þetta var áfall eftir áfall. Þegar búið var að taka þakið þá hugsuðum við: Eigum við að vera í þessu allt okkar líf? Alltaf að borga eitthvað og tæma sjóðinn?“ segir Gyða. „Útgjöldin voru orðin alveg rosaleg og við áttum von á meiru,“ segir Vilberg. „Okkur langaði alltaf til að eiga húsbíl með. Ferðast um Evrópu. En maður á von á meiru og meiru. Við fórum til Ameríku og keyptum þennan og höfum búið í honum síðan.“Gyða og Vilberg seldu íbúð sína í Vesturbergi og keyptu þennan glæsilega húsbíl í Bandaríkjunum. Fréttablaðið/Antonbrink„Við erum að minnsta kosti fjóra mánuði hér á landi og svo yfir vetrartímann dveljum við á Costa Blanca á Spáni,“ segir Gyða og segir að þar sé risastórt og líflegt samfélag fólks sem býr í húsbílum. „Þetta er eins og lítill bær, þar eru sex hundruð bíla stæði, malbikaðar götur og hringtorg. Þar höfum við eignast marga góða vini,“ segir Vilberg frá. „Þetta eru ellismellir eins og við, fólk sem vill njóta efri áranna,“ segir Gyða. Og hvernig flytja þau þessa stærðarinnar rútu á milli landa? „Í fyrstu ferðinni okkar til Spánar fórum við með Norrænu. Það var erfitt, skelfilegur veltingur og vesen,“ segir Vilberg. „Það er mikið sniðugra að fara frá Þorlákshöfn með Mykinesi. Beint til Rotterdam, við fljúgum svo og pikkum upp bílinn.“Gyða notar sjálf ilmkjarnaolíur í daglegu lífi og er sérstaklega hrifin af bergamot, piparmyntu og lavenderolíu. Fréttablaðið/Antonbrink.Þegar þau eru á Íslandi keyra þau oft um landið. „Við höfum farið á bílnum um Vestfirði, Norðurland og við vorum í Ásbyrgi í sumar. Það var dásamlegt. Við skreppum alltaf í nokkra túra um landið,“ segir hún. Bíllinn hefur nokkrum sinnum reynst kvikmyndagerðarfólki í verkefnum gott skjól. „Við höfum leigt bílinn nokkrum sinnum í kvikmyndaverkefni. Bíllinn þótti góð aðstaða fyrir útlendinga sem þurftu gott athvarf,“ segir Vilberg. Gyða hefur starfað sem heilsunuddari til fjölmargra ára og bætti svo seinna við sig þekkingu um ilmkjarnaolíur. Nýútkomin bók byggir á lokaverkefni hennar í þeim fræðum. „Kennarar mínir voru dr. Erwin Haringer og Margret Deimleitner, bæði kennarar og fyrirlesarar frá Þýskalandi sem komu til Íslands og kenna litlum hóp ljósmæðra, nuddara og hjúkrunarfræðinga. Erwin er prófessor við Læknaháskólann í München,“ segir Gyða og segir niðurstöður rannsókna hans á virkni ilmkjarnaolía hafa verið birtar í þekktum læknatímaritum á borð við Lancet.Gyða og Vilberg búa á Íslandi á sumrin og á veturna á Spáni. Barnabörnunum finnst spennandi að fara með þeim í ferðalög á ferðasvítunni eins og Vilberg vill kalla bílinn. Fréttablaðið/Anton brinkOlíur til lækninga og heilsubótar hafa verið notaðar í árþúsundir og eru heimildir í fornum ritum þvert á trúarbrögð og menningarheima um notkun þeirra. Gyða nefnir til að mynda kínverska lækningabók sem var skrifuð 2700 fyrir Krist. The book of internal medcine eftir Shen Nung sem enn sé notuð í dag. „Erwin kenndi okkur í fjögur ár. Lokaritgerðin var hnausþykk og efnismikil. Upp úr henni er þessi bók unnin,“ segir hún. Gyða segir áhugann sér líklega í blóð borinn. Hún er alin upp á Súgandafirði og móðir hennar, María Oddsdóttir, tíndi jurtir og ber til heimilishaldsins eins og margir á þeim tíma. „Já, þannig var það í þá daga. Mamma og amma voru miklar jurtakerlingar. Nú er þessi þekking aftur að færast nær okkur og er studd rannsóknum. Góð vinkona mín, Olga Sverrisdóttir, kenndi mér margt um jurtir. Uppskriftir á borð við þær sem er að finna í bókinni hafa ekki verið til nema á ensku. Bókin selst vel. Fólk hefur mikinn áhuga á þessu. Það er eins og að taka á móti drukknandi fólki að veita því upplýsingar um virkni þessara olía og aðgengi að þeim verður sífellt meira. Ég sá að það var hægt að kaupa nokkrar tegundir í matvöruversluninni Krónunni,“ bendir hún á.Bók Guðríðar Gyðu inniheldur fróðleik og uppskriftir.Gyða notar sjálf ilmkjarnaolíur í daglegu lífi. „Ég nota langmest lavender, bergamot og piparmyntu fyrir mig og fjölskylduna. Þótt ég noti fjölmargar aðrar líka. Ég nota lavenderolíuna á sár. Barnabarnið mitt hefur notað þá olíu á hælana síðan hann var sex ára. Hann var alltaf að spila fótbolta á gervigrasi,“ segir Gyða og Vilberg tekur undir. „Þeir eru alltaf að skyrpa á grasið. Svo renna strákarnir á grasinu, brenna sig og fá sár og það kemur ígerð. En hann fór þá bara í vasann og náði í olíu og setti á sárið og fékk aldrei ígerð,“ segir Vilberg sem notaði sjálfur lavenderolíu í sinni vinnu. „Ég er bifvélavirki og því fylgir oft gróf húð og sár en ég notaði lavenderolíuna og húðin var silkimjúk og hrein,“ segir hann frá. „Við notum líka lavender og piparmyntu ef skordýr bíta okkur úti. Það líða fimmtán sekúndur og þá finnur maður ekki til sársauka ef maður ber olíuna strax á,“ segir Vilberg. „Ég nota bergamotolíuna svolítið mikið, hún er góð fyrir konur og alla þá sem verður oft illt í maganum og eru að glíma við magabólgur. Þeir sem eru að glíma við slíkt geta borið olíuna á magann, strokið réttsælis yfir kviðinn. Það má líka setja nokkra dropa í brauðmola og borða. Það róar magann mikið,“ segir Gyða. „Og af því að ég er að baka. Allir ættu að hafa glas af piparmyntuolíu til reiðu í eldhúsinu. Ef þú setur olíuna á strax eftir að þú brennir þig, þá kemur ekki einu sinni roði. Ef þú brennir þig við bakstur eða eldamennsku alls ekki setja undir vatn. Heldur skaltu grípa í olíuna,“ ráðleggur Gyða. Þau eru sammála um að lífsgæði þeirra hafi batnað eftir að þau fluttu í húsbílinn. „Ég hef komið fleiru í verk. Ég skrifaði bókina, ég hef líka verið að mála og hef haldið nokkrar sýningar,“ segir hún og Vilberg tekur undir með henni. „Okkur finnst við sofa miklu betur í bílnum en í húsinu. Hvort það er vegna þess að við erum algjörlega skuldlaus eða hvort það er vegna þess að hluti eftirlaunanna fer beint á bankareikninginn. Það get ég ekki sagt til um. En nú erum við með sérinngang. Við getum verið með suðursvalir eða norðursvalir eftir því hvað hentar. Og getum alltaf haft útsýnið eins og við viljum,“ segir hann. „Og ef okkur leiðast nágrannarnir þá bara förum við,“ segir Gyða og brosir glettnislega. Kannski það hafi hent einu sinni eða tvisvar. „Svo þegar farið er í útilegur þá er nú ekki hægt að gleyma neinu heima. Því þú ert auðvitað heima hjá þér,“ segir Vilberg og skellir upp úr. „Í stað þess að vera alltaf að streða og spara fyrir útgjöldum þá eigum við bara pening. Fólk á svo erfitt með að melta að þetta sé val. Þarna seldum við íbúð á góðan pening og við áttum góðan afgang eftir að við keyptum bílinn. Lífið er bara dásamlegt,“ segir Gyða og segir barnabörnin sérlega spennt fyrir því að fá að fara með ömmu og afa í spennandi ferðalög á bílnum. „Það er hollt að takast á við ný ævintýri þegar maður eldist. Ævintýrin eru nú bara rétt að byrja þegar maður eldist. Síðasta æviskeiðið ætti að vera skemmtilegt,“ segir Vilberg. „Ég hef reyndar verið ævintýramanneskja allt mitt líf. Barnabörnin mín kalla mig ömmu norn og mér þykir vænt um það,“ segir Gyða. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Í skemmtigarðinum í Grafarvogi hafa hjónin Guðríður Gyða Halldórsdóttir og Vilberg Guðmundsson lagt heimili sínu. Silfurgrárri og risastórri glæsilegri, amerískri ferðasvítu sem þau búa í til skiptis á Íslandi og á Spáni. Guðríður Gyða, eða Gyða eins og hún vill láta kalla sig, er afar fróð um ilmkjarnaolíur og virkni þeirra. Bók Gyðu, Ilmkjarnaolíur – lyfjaskápur náttúrunnar er nýkomin út. Þar er að finna ýmsan fróðleik um sögu og virkni ilmkjarnaolía og uppskriftir að blöndum til heilsubótar og vellíðunar. Gyða er að baka lagtertu fyrir vinkonu sína í vel útbúnu eldhúsi húsbílsins þegar blaðamann ber að garði og ilmurinn fyllir bílinn. Það er notalegt um að litast. Stofurýmið er fremst, þar eru tveir stórir hvítir leðursófar, stofuborð og sjónvarp. Þá eldhúsið, þar geta fjórir setið við eldhúsborðið. Á gangi sem liggur að svefnherbergisrými þeirra hjóna er baðherbergi með klósetti og sturtu. Bílinn keyptu þau í Bandaríkjunum fyrir nærri fjórum árum.Gyða var að baka lagtertu þegar blaðamann og ljósmyndara bar að garði. Fréttablaðið/Anton brink„Við áttum heima í Vesturbergi í Breiðholti. Í blokkaríbúð í eldgamalli blokk frá 1973,“ segir Gyða frá. „Við Vilberg höfðum lagt töluverða vinnu í að innrétta íbúðina að innan og gera hana að okkar. En svo kom að viðhaldi á blokkinni að utan. Það þurfti að klæða hana að utan, skipta um sextíu glugga og svo þegar það var búið þá var strax komið að næsta viðhaldsverkefni. Þá þurfti að taka þakið í gegn. Þetta var áfall eftir áfall. Þegar búið var að taka þakið þá hugsuðum við: Eigum við að vera í þessu allt okkar líf? Alltaf að borga eitthvað og tæma sjóðinn?“ segir Gyða. „Útgjöldin voru orðin alveg rosaleg og við áttum von á meiru,“ segir Vilberg. „Okkur langaði alltaf til að eiga húsbíl með. Ferðast um Evrópu. En maður á von á meiru og meiru. Við fórum til Ameríku og keyptum þennan og höfum búið í honum síðan.“Gyða og Vilberg seldu íbúð sína í Vesturbergi og keyptu þennan glæsilega húsbíl í Bandaríkjunum. Fréttablaðið/Antonbrink„Við erum að minnsta kosti fjóra mánuði hér á landi og svo yfir vetrartímann dveljum við á Costa Blanca á Spáni,“ segir Gyða og segir að þar sé risastórt og líflegt samfélag fólks sem býr í húsbílum. „Þetta er eins og lítill bær, þar eru sex hundruð bíla stæði, malbikaðar götur og hringtorg. Þar höfum við eignast marga góða vini,“ segir Vilberg frá. „Þetta eru ellismellir eins og við, fólk sem vill njóta efri áranna,“ segir Gyða. Og hvernig flytja þau þessa stærðarinnar rútu á milli landa? „Í fyrstu ferðinni okkar til Spánar fórum við með Norrænu. Það var erfitt, skelfilegur veltingur og vesen,“ segir Vilberg. „Það er mikið sniðugra að fara frá Þorlákshöfn með Mykinesi. Beint til Rotterdam, við fljúgum svo og pikkum upp bílinn.“Gyða notar sjálf ilmkjarnaolíur í daglegu lífi og er sérstaklega hrifin af bergamot, piparmyntu og lavenderolíu. Fréttablaðið/Antonbrink.Þegar þau eru á Íslandi keyra þau oft um landið. „Við höfum farið á bílnum um Vestfirði, Norðurland og við vorum í Ásbyrgi í sumar. Það var dásamlegt. Við skreppum alltaf í nokkra túra um landið,“ segir hún. Bíllinn hefur nokkrum sinnum reynst kvikmyndagerðarfólki í verkefnum gott skjól. „Við höfum leigt bílinn nokkrum sinnum í kvikmyndaverkefni. Bíllinn þótti góð aðstaða fyrir útlendinga sem þurftu gott athvarf,“ segir Vilberg. Gyða hefur starfað sem heilsunuddari til fjölmargra ára og bætti svo seinna við sig þekkingu um ilmkjarnaolíur. Nýútkomin bók byggir á lokaverkefni hennar í þeim fræðum. „Kennarar mínir voru dr. Erwin Haringer og Margret Deimleitner, bæði kennarar og fyrirlesarar frá Þýskalandi sem komu til Íslands og kenna litlum hóp ljósmæðra, nuddara og hjúkrunarfræðinga. Erwin er prófessor við Læknaháskólann í München,“ segir Gyða og segir niðurstöður rannsókna hans á virkni ilmkjarnaolía hafa verið birtar í þekktum læknatímaritum á borð við Lancet.Gyða og Vilberg búa á Íslandi á sumrin og á veturna á Spáni. Barnabörnunum finnst spennandi að fara með þeim í ferðalög á ferðasvítunni eins og Vilberg vill kalla bílinn. Fréttablaðið/Anton brinkOlíur til lækninga og heilsubótar hafa verið notaðar í árþúsundir og eru heimildir í fornum ritum þvert á trúarbrögð og menningarheima um notkun þeirra. Gyða nefnir til að mynda kínverska lækningabók sem var skrifuð 2700 fyrir Krist. The book of internal medcine eftir Shen Nung sem enn sé notuð í dag. „Erwin kenndi okkur í fjögur ár. Lokaritgerðin var hnausþykk og efnismikil. Upp úr henni er þessi bók unnin,“ segir hún. Gyða segir áhugann sér líklega í blóð borinn. Hún er alin upp á Súgandafirði og móðir hennar, María Oddsdóttir, tíndi jurtir og ber til heimilishaldsins eins og margir á þeim tíma. „Já, þannig var það í þá daga. Mamma og amma voru miklar jurtakerlingar. Nú er þessi þekking aftur að færast nær okkur og er studd rannsóknum. Góð vinkona mín, Olga Sverrisdóttir, kenndi mér margt um jurtir. Uppskriftir á borð við þær sem er að finna í bókinni hafa ekki verið til nema á ensku. Bókin selst vel. Fólk hefur mikinn áhuga á þessu. Það er eins og að taka á móti drukknandi fólki að veita því upplýsingar um virkni þessara olía og aðgengi að þeim verður sífellt meira. Ég sá að það var hægt að kaupa nokkrar tegundir í matvöruversluninni Krónunni,“ bendir hún á.Bók Guðríðar Gyðu inniheldur fróðleik og uppskriftir.Gyða notar sjálf ilmkjarnaolíur í daglegu lífi. „Ég nota langmest lavender, bergamot og piparmyntu fyrir mig og fjölskylduna. Þótt ég noti fjölmargar aðrar líka. Ég nota lavenderolíuna á sár. Barnabarnið mitt hefur notað þá olíu á hælana síðan hann var sex ára. Hann var alltaf að spila fótbolta á gervigrasi,“ segir Gyða og Vilberg tekur undir. „Þeir eru alltaf að skyrpa á grasið. Svo renna strákarnir á grasinu, brenna sig og fá sár og það kemur ígerð. En hann fór þá bara í vasann og náði í olíu og setti á sárið og fékk aldrei ígerð,“ segir Vilberg sem notaði sjálfur lavenderolíu í sinni vinnu. „Ég er bifvélavirki og því fylgir oft gróf húð og sár en ég notaði lavenderolíuna og húðin var silkimjúk og hrein,“ segir hann frá. „Við notum líka lavender og piparmyntu ef skordýr bíta okkur úti. Það líða fimmtán sekúndur og þá finnur maður ekki til sársauka ef maður ber olíuna strax á,“ segir Vilberg. „Ég nota bergamotolíuna svolítið mikið, hún er góð fyrir konur og alla þá sem verður oft illt í maganum og eru að glíma við magabólgur. Þeir sem eru að glíma við slíkt geta borið olíuna á magann, strokið réttsælis yfir kviðinn. Það má líka setja nokkra dropa í brauðmola og borða. Það róar magann mikið,“ segir Gyða. „Og af því að ég er að baka. Allir ættu að hafa glas af piparmyntuolíu til reiðu í eldhúsinu. Ef þú setur olíuna á strax eftir að þú brennir þig, þá kemur ekki einu sinni roði. Ef þú brennir þig við bakstur eða eldamennsku alls ekki setja undir vatn. Heldur skaltu grípa í olíuna,“ ráðleggur Gyða. Þau eru sammála um að lífsgæði þeirra hafi batnað eftir að þau fluttu í húsbílinn. „Ég hef komið fleiru í verk. Ég skrifaði bókina, ég hef líka verið að mála og hef haldið nokkrar sýningar,“ segir hún og Vilberg tekur undir með henni. „Okkur finnst við sofa miklu betur í bílnum en í húsinu. Hvort það er vegna þess að við erum algjörlega skuldlaus eða hvort það er vegna þess að hluti eftirlaunanna fer beint á bankareikninginn. Það get ég ekki sagt til um. En nú erum við með sérinngang. Við getum verið með suðursvalir eða norðursvalir eftir því hvað hentar. Og getum alltaf haft útsýnið eins og við viljum,“ segir hann. „Og ef okkur leiðast nágrannarnir þá bara förum við,“ segir Gyða og brosir glettnislega. Kannski það hafi hent einu sinni eða tvisvar. „Svo þegar farið er í útilegur þá er nú ekki hægt að gleyma neinu heima. Því þú ert auðvitað heima hjá þér,“ segir Vilberg og skellir upp úr. „Í stað þess að vera alltaf að streða og spara fyrir útgjöldum þá eigum við bara pening. Fólk á svo erfitt með að melta að þetta sé val. Þarna seldum við íbúð á góðan pening og við áttum góðan afgang eftir að við keyptum bílinn. Lífið er bara dásamlegt,“ segir Gyða og segir barnabörnin sérlega spennt fyrir því að fá að fara með ömmu og afa í spennandi ferðalög á bílnum. „Það er hollt að takast á við ný ævintýri þegar maður eldist. Ævintýrin eru nú bara rétt að byrja þegar maður eldist. Síðasta æviskeiðið ætti að vera skemmtilegt,“ segir Vilberg. „Ég hef reyndar verið ævintýramanneskja allt mitt líf. Barnabörnin mín kalla mig ömmu norn og mér þykir vænt um það,“ segir Gyða.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira