Telur óeðlilegt að innri endurskoðun borgarinnar geri úttekt Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. september 2018 20:15 Byggðaráð Borgarbyggðar lagðist gegn því að Innri endurskoðun Orkuveitu Reykjavíkur yrði lögð niður og endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar tæki við. Fyrrverandi áheyrnafulltrúi í stjórn Orkuveitunnar telur óeðlilegt að innri endurskoðun borgarinnar geri úttekt á starfsháttum fyrirtækisins þar sem hún hefur séð um endurskoðun innan Orkuveitunnar síðustu níu mánuði. Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur ákvað í þessari viku að fela innri endurskoðun Reykjavíkurborgar að gera úttekt á vinnustaðarmenningu innan Orkuveitunnar. Frá árinu 2006 og þar til um síðustu áramót var hins vegar innri endurskoðun innan Orkuveitunnar. Samkvæmt fundargerðum stjórnar Orkuveitunnar gerði hún reglulega grein fyrir störfum sínum á stjórnarfundum en meðal þeirra má sjá að í september í fyrra fór hún yfr stöðu ábendinga og í lok nóvember bað hún um aðgang að kerfum sem nauðsynlegur væri fyrir starfsemi innri endurskoðunar. Í lok síðasta árs var hins vegar ákveðið að leggja hana af og setja í hendurnar á innri endurskoðun Reykjavíkurborgar. Stjórnarmaður í sveitastjórn Borgarbyggðar var áheyrnafulltrúi í stjórn Orkuveitunnar af og til frá árinu 2007. Hann segir að sveitarfélagið hafi tekið illa í að leggja innri endurskoðun Orkuveitunnar niður innan fyrirtækisins. „Í stuttu máli snerist það um það að ég hafi vakið athygli stjórnar á þeirri afstöðu minni og okkar í Borgarbyggð að við teldum eðlilegt að það væri sérstök innri endurskoðunarnefnd fyrir þetta stóra fyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur. Það væri ekki innri endurskoðun eins eigandans þó að Reykjavíkuborg sé langstærsti eigandinn í Orkuveitunni. Við töldum það óeðlilegt að þetta væri tekið inn í þá einingu,“ segir Björn Bjarki Þorsteinsson, fyrrverandi áheyrnarfulltrúi í stjórn OR. Hann segist aldrei hafa séð neitt sem gaf til kynna að það þyrfti að leggja innri endurskoðun innan fyrirtækisins af. „Ég upplifði aldrei neina slíka stöðu,“ segir Björn Bjarki. Björn Bjarki veltir fyrir sér hvort eðlilegt sé að úttektin á starfsháttum innan fyrirtækisins eigi að vera í höndum innri endurskoðun Reykjavíkurborgar. „Það er mitt enn að það sé eðlilegt að sé sérstakur aðili, og þá utanaðkomandi aðili, sem myndi fara yfir þetta.“ Borgarstjórn Tengdar fréttir Ólga meðal starfsfólks Orkuveitu Reykjavíkur Starfsmannafundur var haldinn í OR í gær vegna þeirrar stöðu sem komin er upp innanhúss. Svör starfsmannastjóra við spurningum vöktu furðu starfsfólks. 18. september 2018 06:00 Úttekt gerð á vinnustaðamenningu OR: Borgarfulltrúi segist hafa upplýsingar um fleiri atvik Undirbúningur úttektar hafinn. 17. september 2018 20:25 Vilja úttekt á vinnustaðamenningu hjá fyrirtækjum og stofnunum í borginni Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segir að borgarfulltrúar hafi fengið ábendingar um slæma vinnustaðamenningu hjá stofnunum Reykjavíkurborgar. 22. september 2018 13:34 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
Byggðaráð Borgarbyggðar lagðist gegn því að Innri endurskoðun Orkuveitu Reykjavíkur yrði lögð niður og endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar tæki við. Fyrrverandi áheyrnafulltrúi í stjórn Orkuveitunnar telur óeðlilegt að innri endurskoðun borgarinnar geri úttekt á starfsháttum fyrirtækisins þar sem hún hefur séð um endurskoðun innan Orkuveitunnar síðustu níu mánuði. Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur ákvað í þessari viku að fela innri endurskoðun Reykjavíkurborgar að gera úttekt á vinnustaðarmenningu innan Orkuveitunnar. Frá árinu 2006 og þar til um síðustu áramót var hins vegar innri endurskoðun innan Orkuveitunnar. Samkvæmt fundargerðum stjórnar Orkuveitunnar gerði hún reglulega grein fyrir störfum sínum á stjórnarfundum en meðal þeirra má sjá að í september í fyrra fór hún yfr stöðu ábendinga og í lok nóvember bað hún um aðgang að kerfum sem nauðsynlegur væri fyrir starfsemi innri endurskoðunar. Í lok síðasta árs var hins vegar ákveðið að leggja hana af og setja í hendurnar á innri endurskoðun Reykjavíkurborgar. Stjórnarmaður í sveitastjórn Borgarbyggðar var áheyrnafulltrúi í stjórn Orkuveitunnar af og til frá árinu 2007. Hann segir að sveitarfélagið hafi tekið illa í að leggja innri endurskoðun Orkuveitunnar niður innan fyrirtækisins. „Í stuttu máli snerist það um það að ég hafi vakið athygli stjórnar á þeirri afstöðu minni og okkar í Borgarbyggð að við teldum eðlilegt að það væri sérstök innri endurskoðunarnefnd fyrir þetta stóra fyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur. Það væri ekki innri endurskoðun eins eigandans þó að Reykjavíkuborg sé langstærsti eigandinn í Orkuveitunni. Við töldum það óeðlilegt að þetta væri tekið inn í þá einingu,“ segir Björn Bjarki Þorsteinsson, fyrrverandi áheyrnarfulltrúi í stjórn OR. Hann segist aldrei hafa séð neitt sem gaf til kynna að það þyrfti að leggja innri endurskoðun innan fyrirtækisins af. „Ég upplifði aldrei neina slíka stöðu,“ segir Björn Bjarki. Björn Bjarki veltir fyrir sér hvort eðlilegt sé að úttektin á starfsháttum innan fyrirtækisins eigi að vera í höndum innri endurskoðun Reykjavíkurborgar. „Það er mitt enn að það sé eðlilegt að sé sérstakur aðili, og þá utanaðkomandi aðili, sem myndi fara yfir þetta.“
Borgarstjórn Tengdar fréttir Ólga meðal starfsfólks Orkuveitu Reykjavíkur Starfsmannafundur var haldinn í OR í gær vegna þeirrar stöðu sem komin er upp innanhúss. Svör starfsmannastjóra við spurningum vöktu furðu starfsfólks. 18. september 2018 06:00 Úttekt gerð á vinnustaðamenningu OR: Borgarfulltrúi segist hafa upplýsingar um fleiri atvik Undirbúningur úttektar hafinn. 17. september 2018 20:25 Vilja úttekt á vinnustaðamenningu hjá fyrirtækjum og stofnunum í borginni Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segir að borgarfulltrúar hafi fengið ábendingar um slæma vinnustaðamenningu hjá stofnunum Reykjavíkurborgar. 22. september 2018 13:34 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
Ólga meðal starfsfólks Orkuveitu Reykjavíkur Starfsmannafundur var haldinn í OR í gær vegna þeirrar stöðu sem komin er upp innanhúss. Svör starfsmannastjóra við spurningum vöktu furðu starfsfólks. 18. september 2018 06:00
Úttekt gerð á vinnustaðamenningu OR: Borgarfulltrúi segist hafa upplýsingar um fleiri atvik Undirbúningur úttektar hafinn. 17. september 2018 20:25
Vilja úttekt á vinnustaðamenningu hjá fyrirtækjum og stofnunum í borginni Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segir að borgarfulltrúar hafi fengið ábendingar um slæma vinnustaðamenningu hjá stofnunum Reykjavíkurborgar. 22. september 2018 13:34