Tiger Woods er snúinn aftur með sínum áttugasta sigri á PGA Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar 23. september 2018 22:19 Tiger Woods fagnar innilega eftir sigurinn Vísir/Getty Tiger Woods er snúinn aftur meðal þeirra bestu í golfi en hann vann rétt í þessu Tour Championship mótið sem er lokamótið á PGA mótaröðinni. Þetta var fyrsti sigur Woods á PGA mótaröðinni í 1876 daga en hann hefur gengið í gegnum ýmislegt á þeim tíma. Má þar nefna fjöldan allan af aðgerðum. Þetta var jafnframt 80. sigur Woods á mótaröðinni. Fyrir lokahringinn á mótinu hafði Woods þriggja högga forystu á næstu menn. Woods hélt þeirri forystu allan hringinn og var sigur hans í raun aldrei í hættu. Mikill mannfjöldi hafði safnast saman á 18. flötina þegar Woods gekk þangað og brutust út mikil fagnaðarlæti þegar sigurpúttið datt ofan í. Woods hefur þurft að bíða lengi eftir sigri á PGA mótaröðinni og var hann gráti næst þegar sigurinn var í höfn. Woods er nú aðeins tveimur sigrum á eftir Sam Snead yfir fjölda sigra á PGA mótaröðinni. Næstu helgi hefst Ryder bikarinn og er Woods í bandaríska liðinu þegar það mætir því evrópska. Verður spennandi að sjá hvort hann haldi uppteknum hætti þar. Golf Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Tiger Woods er snúinn aftur meðal þeirra bestu í golfi en hann vann rétt í þessu Tour Championship mótið sem er lokamótið á PGA mótaröðinni. Þetta var fyrsti sigur Woods á PGA mótaröðinni í 1876 daga en hann hefur gengið í gegnum ýmislegt á þeim tíma. Má þar nefna fjöldan allan af aðgerðum. Þetta var jafnframt 80. sigur Woods á mótaröðinni. Fyrir lokahringinn á mótinu hafði Woods þriggja högga forystu á næstu menn. Woods hélt þeirri forystu allan hringinn og var sigur hans í raun aldrei í hættu. Mikill mannfjöldi hafði safnast saman á 18. flötina þegar Woods gekk þangað og brutust út mikil fagnaðarlæti þegar sigurpúttið datt ofan í. Woods hefur þurft að bíða lengi eftir sigri á PGA mótaröðinni og var hann gráti næst þegar sigurinn var í höfn. Woods er nú aðeins tveimur sigrum á eftir Sam Snead yfir fjölda sigra á PGA mótaröðinni. Næstu helgi hefst Ryder bikarinn og er Woods í bandaríska liðinu þegar það mætir því evrópska. Verður spennandi að sjá hvort hann haldi uppteknum hætti þar.
Golf Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira