Ótrúlegasta endurkoma íþróttasögunnar | Síðustu fimm ár hjá Tiger í tímalínu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. september 2018 11:30 Þvílík tilfinning. Tiger loksins kominn á toppinn á ný eftir tæplega 1.900 daga bið. vísir/getty Heimurinn fylgdist með í gær er Tiger Woods vann sitt fyrsta golfmót í 1.876 daga. Miðað við það sem hefur gengið á hjá Tiger síðustu fimm ár er kraftaverki líkast að hann hafi unnið sitt 80. golfmót á ferlinum í gær. Tiger varð þá hlutskarpastur á lokamóti FedEx-mótaraðarinnar, Tour Championship. Hann spilaði stórkostlega alla vikuna og fyrir utan smá stress á lokaholunum steig hann varla feilspor. Það er ekki svo langt síðan að Tiger komst varla fram úr rúminu fyrir verkjum. Hann er búinn að fara í fjórar bakaðgerðir á þessum fimm árum og var þakklátur er hann gat farið að labba verkjalaus. Þá sá hann varla fyrir sér að hann myndi vinna golfmót á ný. Á þessum 1.876 dögum hafa farið fram 239 PGA-mót og 119 mismunandi kylfingar unnið þau mót. Það glöddust allir með Tiger í gær og ótrúleg sjón er hann labbaði upp á 18. flöt. Hann var eins og rokkstjarna. Svona myndir sjást aldrei í golfinu.Wow. pic.twitter.com/klf7PLfVv9 — PGA TOUR (@PGATOUR) September 23, 2018 Tiger sagði í viðtali eftir mótið að hann trúði því varla að honum hefði tekist þetta. Hann barðist við tárin í viðtalinu. Skiljanlega."I just can't believe I pulled this off."@TigerWoods gets emotional after winning the @PlayoffFinale. pic.twitter.com/xArdILhpPn — PGA TOUR (@PGATOUR) September 23, 2018Rokkstjarna. Það var ótrúlegt að fylgjast með fjöldanum sem elti Tiger í gær.vísir/gettyVið skulum renna yfir tímalínuna og skoða hvað hefur gerst í lífi Tigers á þessum fimm árum milli sigranna.2013:4. ágúst: Tiger vinnur Bridgestone-mótið í áttunda sinn.25. ágúst: Tiger fellur til jarðar af sársauka á Barclays-mótinu. Er að drepast í bakinu og kennir hótelrúminu sínu um. Nær samt einhvern veginn öðru sæti á mótinu.6. október: Lagast í bakinu og nær öðru sæti á FedEx-mótaröðinni.2014:26. janúar: Fyrsta mót ársins á Torrey Pines. Gat ekkert og komst ekki í gegnum niðurskurðinn.3. mars: Dregur sig úr Honda Classic-mótinu og segist vera slæmur í bakinu. Segir að verkurinn sé svipaður og hálfu ári áður. Þarna var ljóst að eitthvað mikið var að bakinu.1. apríl: Margir héldu að það væri aprílgabb er Tiger tilkynnir að hann verði ekki með á Masters í fyrsta sinn í 20 ár. Hann fer í sína fyrstu bakaðgerð.18. maí: Adam Scott tekur toppsætið heimslistans af Tiger en hann hafði verið þar í 683 vikur í heildina.26. júní: Tiger missti af US Open en mætir á PGA-mót en kemst ekki í gegnum niðurskurðinn. Mánuði síðar kemst hann ekki í gegnum niðurskurðinn á Opna breska.3. ágúst: Byrjar vel á Bridgestone-mótinu en á lokahring fer hann aftur í bakinu. Neyðist til að draga sig úr keppni.2015:5. febrúar: Þarf enn og aftur að draga sig úr móti vegna bakmeiðsla. Reynir að gera lítið úr málinu í viðtölum en allir aðrir hafa áhyggjur.29. mars: Tiger er ekki á topp 100 á heimslistanum í fyrsta skipti á ferlinum.12. apríl: Spilar vel á Masters en nær ekki topp 15 eftir slakan lokahring. Meiðist aftur í bakinu.3. maí: Tiger og Lindsey Vonn gefa út að þau séu ekki lengur par.Sumarið 2015: Lélegasta sumar ferilsins. Kemst ekki í gegnum niðurskurðinn á US Open, The Open og á PGA-meistaramótinu18. september: Tiger gefur út að hann hafi farið í sína þriðju bakaðgerð. Hún er gerð af sama lækni og hinar tvær.1. desember: Fyrsti uppgjafartónninn. Tiger segir ómögulegt að spá í hvenær hann spili golf aftur og hann hafi ekkert að hlakka til. Ef hann geti gert eitthvað aftur á golfvellinum þá verði það stór bónus.3. desember: TIME-tímaritið er með opinskátt viðtal við Tiger um lífið sem vekur mikla athygli.2016:24. febrúar: Tiger birtir myndband af sér í golfhermi og segist vera á réttri leið.Progressing nicely. pic.twitter.com/HKnnluR1OW — Tiger Woods (@TigerWoods) February 24, 20162. apríl: Þó svo Tiger segist vera á réttri leið þá dregur hann sig úr Masters. Mætir samt í meistaramatinn.16. maí: Á fjölmiðladegi fyrir mót þá nær Tiger að setja þrjá bolta í vatnið í röð af stuttu færi. Hann er stífur og lítur ekki vel út.19. júlí: Tiger dregir sig úr PGA-meistaramótinu og tekur því ekki þátt á neinu risamóti í fyrsta sinn síðan 1994. Þá var hann enn áhugamaður.7. september: Tiger segist ætla að snúa aftur á Safeway Open. Stefnir á þrjú mót fyrir árslok.10. október: Tiger segist ekki hafa heilsu til að taka þátt á Safeway Open.2. desember: Nær loksins að spila á Hero-mótinu sínu. Spilar ágætlega og kemur í hús á 73 höggum.22. desember: Vekur heimsathygli sem Mac Daddy Santa.Xmas tradition that my kids love. Mac Daddy Santa is back! -TW pic.twitter.com/pCWZNNKPRG — Tiger Woods (@TigerWoods) December 22, 201624. desember: Spilar golf á aðfangadegi með forsetaframbjóðandanum Donald Trump.How many strokes do you think Kai is going to give @tigerwoods and @realDonaldTrump ??? #golfpic.twitter.com/QyW9M6g2sb — Donald Trump Jr. (@DonaldJTrumpJr) December 23, 20162017:3. febrúar: Fyrsta PGA-mótið eftir síðustu bakaðgerð. Kemst ekki í gegnum niðurskurðinn.31. mars: Gefur út að hann verði ekki með á Masters. Enn og aftur.20. apríl: Fjórða bakaðgerðin fram undan. Að þessu sinni á að létta þrýsingi á klemmdum taugum sem halda Tiger rúmliggjandi. Ljóst er að hann verður lengi frá eftir þessa aðgerð.29. maí: Tiger er handtekinn fyrir ölvunarakstur nærri heimili sínu í Flórída. Hann fannst sofandi í bílnum. Síðar kom í ljós að hann var ekki fullur heldur með fimm mismunandi verkjalyf í blóðinu.31. ágúst: Tiger byrjar loksins að slá og leyfir heiminum að fylgjast með.Dr. gave me the ok to start pitching pic.twitter.com/tboq1L3Xdn — Tiger Woods (@TigerWoods) August 31, 201715. október: Loksins leyfi til þess að nota dræverinn.Making Progress pic.twitter.com/I3MZhJ74kI — Tiger Woods (@TigerWoods) October 15, 201727. október: Tiger mætir fyrir rétt vegna lyfjaakstursins. Játar sekt sína og fær tólf mánaða skilorðsbundinn dóm.3. desember: Snýr aftur á golfvöllinn á mótinu sínu, Hero World Challenge. Var um tíma efstur en endar í níunda sæti. Það jákvæðasta sem hefur sést frá Tiger í mörg ár.2018:28. janúar: Spilar á sínu fyrsta PGA-móti í heilt ár. Spilar ágætlega og nær 23. sæti.Mars: Stendur sig vel á tveimur mótum og nær öðru og fimmta sæti. Upphafshöggin eru þó í tómu tjóni.8. apríl: Miklar væntingar er hann mætir aftur á Masters. Fyrsta risamótið síðan í ágúst 2015. Endar í 32. sæti.22. júlí: Nálægt því að vinna Opna breska en endar tveimur höggum á eftir efsta manni.6. september: Klárar hring upp á 62 högg á BMW-meistaramótinu. Endar í sjötta sæti en tryggir sér sæti á Tour Championship-mótinu með frammistöðunni. Er svo valinn í Ryder-liðið í fyrsta skipti í nokkur ár.12. september: Skilorði Tigers er aflétt áður en því lýkur.23. september: Stendur uppi sem sigurvegari á Tour Championship. Endurkoman fullkomnuð. Hann er loksins búinn að vinna 80 golfmót. Golf Mest lesið Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Heimurinn fylgdist með í gær er Tiger Woods vann sitt fyrsta golfmót í 1.876 daga. Miðað við það sem hefur gengið á hjá Tiger síðustu fimm ár er kraftaverki líkast að hann hafi unnið sitt 80. golfmót á ferlinum í gær. Tiger varð þá hlutskarpastur á lokamóti FedEx-mótaraðarinnar, Tour Championship. Hann spilaði stórkostlega alla vikuna og fyrir utan smá stress á lokaholunum steig hann varla feilspor. Það er ekki svo langt síðan að Tiger komst varla fram úr rúminu fyrir verkjum. Hann er búinn að fara í fjórar bakaðgerðir á þessum fimm árum og var þakklátur er hann gat farið að labba verkjalaus. Þá sá hann varla fyrir sér að hann myndi vinna golfmót á ný. Á þessum 1.876 dögum hafa farið fram 239 PGA-mót og 119 mismunandi kylfingar unnið þau mót. Það glöddust allir með Tiger í gær og ótrúleg sjón er hann labbaði upp á 18. flöt. Hann var eins og rokkstjarna. Svona myndir sjást aldrei í golfinu.Wow. pic.twitter.com/klf7PLfVv9 — PGA TOUR (@PGATOUR) September 23, 2018 Tiger sagði í viðtali eftir mótið að hann trúði því varla að honum hefði tekist þetta. Hann barðist við tárin í viðtalinu. Skiljanlega."I just can't believe I pulled this off."@TigerWoods gets emotional after winning the @PlayoffFinale. pic.twitter.com/xArdILhpPn — PGA TOUR (@PGATOUR) September 23, 2018Rokkstjarna. Það var ótrúlegt að fylgjast með fjöldanum sem elti Tiger í gær.vísir/gettyVið skulum renna yfir tímalínuna og skoða hvað hefur gerst í lífi Tigers á þessum fimm árum milli sigranna.2013:4. ágúst: Tiger vinnur Bridgestone-mótið í áttunda sinn.25. ágúst: Tiger fellur til jarðar af sársauka á Barclays-mótinu. Er að drepast í bakinu og kennir hótelrúminu sínu um. Nær samt einhvern veginn öðru sæti á mótinu.6. október: Lagast í bakinu og nær öðru sæti á FedEx-mótaröðinni.2014:26. janúar: Fyrsta mót ársins á Torrey Pines. Gat ekkert og komst ekki í gegnum niðurskurðinn.3. mars: Dregur sig úr Honda Classic-mótinu og segist vera slæmur í bakinu. Segir að verkurinn sé svipaður og hálfu ári áður. Þarna var ljóst að eitthvað mikið var að bakinu.1. apríl: Margir héldu að það væri aprílgabb er Tiger tilkynnir að hann verði ekki með á Masters í fyrsta sinn í 20 ár. Hann fer í sína fyrstu bakaðgerð.18. maí: Adam Scott tekur toppsætið heimslistans af Tiger en hann hafði verið þar í 683 vikur í heildina.26. júní: Tiger missti af US Open en mætir á PGA-mót en kemst ekki í gegnum niðurskurðinn. Mánuði síðar kemst hann ekki í gegnum niðurskurðinn á Opna breska.3. ágúst: Byrjar vel á Bridgestone-mótinu en á lokahring fer hann aftur í bakinu. Neyðist til að draga sig úr keppni.2015:5. febrúar: Þarf enn og aftur að draga sig úr móti vegna bakmeiðsla. Reynir að gera lítið úr málinu í viðtölum en allir aðrir hafa áhyggjur.29. mars: Tiger er ekki á topp 100 á heimslistanum í fyrsta skipti á ferlinum.12. apríl: Spilar vel á Masters en nær ekki topp 15 eftir slakan lokahring. Meiðist aftur í bakinu.3. maí: Tiger og Lindsey Vonn gefa út að þau séu ekki lengur par.Sumarið 2015: Lélegasta sumar ferilsins. Kemst ekki í gegnum niðurskurðinn á US Open, The Open og á PGA-meistaramótinu18. september: Tiger gefur út að hann hafi farið í sína þriðju bakaðgerð. Hún er gerð af sama lækni og hinar tvær.1. desember: Fyrsti uppgjafartónninn. Tiger segir ómögulegt að spá í hvenær hann spili golf aftur og hann hafi ekkert að hlakka til. Ef hann geti gert eitthvað aftur á golfvellinum þá verði það stór bónus.3. desember: TIME-tímaritið er með opinskátt viðtal við Tiger um lífið sem vekur mikla athygli.2016:24. febrúar: Tiger birtir myndband af sér í golfhermi og segist vera á réttri leið.Progressing nicely. pic.twitter.com/HKnnluR1OW — Tiger Woods (@TigerWoods) February 24, 20162. apríl: Þó svo Tiger segist vera á réttri leið þá dregur hann sig úr Masters. Mætir samt í meistaramatinn.16. maí: Á fjölmiðladegi fyrir mót þá nær Tiger að setja þrjá bolta í vatnið í röð af stuttu færi. Hann er stífur og lítur ekki vel út.19. júlí: Tiger dregir sig úr PGA-meistaramótinu og tekur því ekki þátt á neinu risamóti í fyrsta sinn síðan 1994. Þá var hann enn áhugamaður.7. september: Tiger segist ætla að snúa aftur á Safeway Open. Stefnir á þrjú mót fyrir árslok.10. október: Tiger segist ekki hafa heilsu til að taka þátt á Safeway Open.2. desember: Nær loksins að spila á Hero-mótinu sínu. Spilar ágætlega og kemur í hús á 73 höggum.22. desember: Vekur heimsathygli sem Mac Daddy Santa.Xmas tradition that my kids love. Mac Daddy Santa is back! -TW pic.twitter.com/pCWZNNKPRG — Tiger Woods (@TigerWoods) December 22, 201624. desember: Spilar golf á aðfangadegi með forsetaframbjóðandanum Donald Trump.How many strokes do you think Kai is going to give @tigerwoods and @realDonaldTrump ??? #golfpic.twitter.com/QyW9M6g2sb — Donald Trump Jr. (@DonaldJTrumpJr) December 23, 20162017:3. febrúar: Fyrsta PGA-mótið eftir síðustu bakaðgerð. Kemst ekki í gegnum niðurskurðinn.31. mars: Gefur út að hann verði ekki með á Masters. Enn og aftur.20. apríl: Fjórða bakaðgerðin fram undan. Að þessu sinni á að létta þrýsingi á klemmdum taugum sem halda Tiger rúmliggjandi. Ljóst er að hann verður lengi frá eftir þessa aðgerð.29. maí: Tiger er handtekinn fyrir ölvunarakstur nærri heimili sínu í Flórída. Hann fannst sofandi í bílnum. Síðar kom í ljós að hann var ekki fullur heldur með fimm mismunandi verkjalyf í blóðinu.31. ágúst: Tiger byrjar loksins að slá og leyfir heiminum að fylgjast með.Dr. gave me the ok to start pitching pic.twitter.com/tboq1L3Xdn — Tiger Woods (@TigerWoods) August 31, 201715. október: Loksins leyfi til þess að nota dræverinn.Making Progress pic.twitter.com/I3MZhJ74kI — Tiger Woods (@TigerWoods) October 15, 201727. október: Tiger mætir fyrir rétt vegna lyfjaakstursins. Játar sekt sína og fær tólf mánaða skilorðsbundinn dóm.3. desember: Snýr aftur á golfvöllinn á mótinu sínu, Hero World Challenge. Var um tíma efstur en endar í níunda sæti. Það jákvæðasta sem hefur sést frá Tiger í mörg ár.2018:28. janúar: Spilar á sínu fyrsta PGA-móti í heilt ár. Spilar ágætlega og nær 23. sæti.Mars: Stendur sig vel á tveimur mótum og nær öðru og fimmta sæti. Upphafshöggin eru þó í tómu tjóni.8. apríl: Miklar væntingar er hann mætir aftur á Masters. Fyrsta risamótið síðan í ágúst 2015. Endar í 32. sæti.22. júlí: Nálægt því að vinna Opna breska en endar tveimur höggum á eftir efsta manni.6. september: Klárar hring upp á 62 högg á BMW-meistaramótinu. Endar í sjötta sæti en tryggir sér sæti á Tour Championship-mótinu með frammistöðunni. Er svo valinn í Ryder-liðið í fyrsta skipti í nokkur ár.12. september: Skilorði Tigers er aflétt áður en því lýkur.23. september: Stendur uppi sem sigurvegari á Tour Championship. Endurkoman fullkomnuð. Hann er loksins búinn að vinna 80 golfmót.
Golf Mest lesið Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira