Hálfur milljarður án útboðs í borginni Sigurður Mikael Jónsson skrifar 25. september 2018 06:00 Mjög hár kostnaður sem þarfnast útskýringar, segir Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni. Fréttablaðið/Ernir Á fyrstu sex mánuðum ársins keypti Reykjavíkurborg það sem kallast sérfræðiþjónusta og önnur vörukaup án útboðs fyrir ríflega 574 milljónir króna. Þetta samsvarar ríflega 7 prósentum af heildarinnkaupum borgarinnar á tímabilinu. Oddviti Sjálfstæðisflokksins segir þetta óþægilega háa fjárhæð sem þarfnist útskýringa. Fyrr í mánuðinum gerði fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í innkauparáði borgarinnar athugasemdir við þennan óútskýrða kostnað eins og hann birtist í yfirliti skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar borgarinnar. Sagði fulltrúinn, Björn Gíslason, yfirlitið „ískyggilegt“ í bókun á fundi ráðsins. Guðlaug S. Sigurðardóttir, fjármálastjóri skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar, segir í svari við fyrirspurn blaðsins að rúmum 277 milljónum hafi verið varið í „kaup á sérfræðiþjónustu“ á fyrstu sex mánuðum ársins og ríflega 296 milljónir fóru í „önnur vörukaup“. Án útboðs. „Kaup á sérfræðiþjónustu og önnur vörukaup nema því samtals 574.273.893 krónum,“ segir Guðlaug. Hún vill þó setja upphæðina í samhengi við heildarfjárfestingu á fyrri helmingi ársins. „Þær 574 milljónir – heildarinnkaup án útboðs eru því 7,16% af 8.020 milljóna heildarinnkaupum.“Heildarinnkaup Reykjavíkurborgar á fyrstu 6 mánuðum ársins námu 8 milljörðum. Fréttablaðið/StefánFréttablaðið óskaði eftir sundurliðun á 574 milljónunum en fékk þau svör að innkauparáð myndi fá hana fyrst og fara yfir á næsta fundi. „Þetta er óþægilega há tala á stuttum tíma,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni. Nauðsynlegt sé að fá frekari útskýringar á kostnaðinum. „Þegar boðið er út færðu hagkvæmari innkaup en einnig er hafið yfir allan vafa að það séu engin önnur sjónarmið sem ráða. Þjóðin var hneyksluð á 22 milljóna króna ljósareikningi á Þingvöllum en ítrekað erum við að sjá í borginni tölur sem eru óútskýrðar eða framúrkeyrslu sem nemur hundruðum milljóna.“ Fréttablaðið leitaði viðbragða borgarstjóra vegna málsins en aðstoðarmaður hans vísaði á svar Guðlaugar og taldi ekki tilefni til að bregðast frekar við gagnrýni Sjálfstæðismanna. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Tengdar fréttir Leggja til staðarval fyrir nýtt sjúkrahús Borgarstjórnarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa lagt til að borgarstjórn Reykjavíkur hafi frumkvæði að því að velja heppilegan stað fyrir uppbyggingu á öðru sjúkrahúsi í Reykjavík 18. september 2018 06:00 Borgin ver 450 milljónum í kaup á smáhýsum fyrir heimilislausa Borgarráð samþykkti fjárveitinguna á fundi sínum í morgun. 20. september 2018 17:37 Hugmyndafræðilega hrifin af tillögu Hildar Pawel Bartoszek og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, fulltrúar Viðreisnar í borgarstjórn, eru jákvæð út í tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að fjárframlög með grunnskólanemum verði jafn há í einkareknum og opinberum skólum. 18. september 2018 07:00 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Sjá meira
Á fyrstu sex mánuðum ársins keypti Reykjavíkurborg það sem kallast sérfræðiþjónusta og önnur vörukaup án útboðs fyrir ríflega 574 milljónir króna. Þetta samsvarar ríflega 7 prósentum af heildarinnkaupum borgarinnar á tímabilinu. Oddviti Sjálfstæðisflokksins segir þetta óþægilega háa fjárhæð sem þarfnist útskýringa. Fyrr í mánuðinum gerði fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í innkauparáði borgarinnar athugasemdir við þennan óútskýrða kostnað eins og hann birtist í yfirliti skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar borgarinnar. Sagði fulltrúinn, Björn Gíslason, yfirlitið „ískyggilegt“ í bókun á fundi ráðsins. Guðlaug S. Sigurðardóttir, fjármálastjóri skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar, segir í svari við fyrirspurn blaðsins að rúmum 277 milljónum hafi verið varið í „kaup á sérfræðiþjónustu“ á fyrstu sex mánuðum ársins og ríflega 296 milljónir fóru í „önnur vörukaup“. Án útboðs. „Kaup á sérfræðiþjónustu og önnur vörukaup nema því samtals 574.273.893 krónum,“ segir Guðlaug. Hún vill þó setja upphæðina í samhengi við heildarfjárfestingu á fyrri helmingi ársins. „Þær 574 milljónir – heildarinnkaup án útboðs eru því 7,16% af 8.020 milljóna heildarinnkaupum.“Heildarinnkaup Reykjavíkurborgar á fyrstu 6 mánuðum ársins námu 8 milljörðum. Fréttablaðið/StefánFréttablaðið óskaði eftir sundurliðun á 574 milljónunum en fékk þau svör að innkauparáð myndi fá hana fyrst og fara yfir á næsta fundi. „Þetta er óþægilega há tala á stuttum tíma,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni. Nauðsynlegt sé að fá frekari útskýringar á kostnaðinum. „Þegar boðið er út færðu hagkvæmari innkaup en einnig er hafið yfir allan vafa að það séu engin önnur sjónarmið sem ráða. Þjóðin var hneyksluð á 22 milljóna króna ljósareikningi á Þingvöllum en ítrekað erum við að sjá í borginni tölur sem eru óútskýrðar eða framúrkeyrslu sem nemur hundruðum milljóna.“ Fréttablaðið leitaði viðbragða borgarstjóra vegna málsins en aðstoðarmaður hans vísaði á svar Guðlaugar og taldi ekki tilefni til að bregðast frekar við gagnrýni Sjálfstæðismanna.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Tengdar fréttir Leggja til staðarval fyrir nýtt sjúkrahús Borgarstjórnarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa lagt til að borgarstjórn Reykjavíkur hafi frumkvæði að því að velja heppilegan stað fyrir uppbyggingu á öðru sjúkrahúsi í Reykjavík 18. september 2018 06:00 Borgin ver 450 milljónum í kaup á smáhýsum fyrir heimilislausa Borgarráð samþykkti fjárveitinguna á fundi sínum í morgun. 20. september 2018 17:37 Hugmyndafræðilega hrifin af tillögu Hildar Pawel Bartoszek og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, fulltrúar Viðreisnar í borgarstjórn, eru jákvæð út í tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að fjárframlög með grunnskólanemum verði jafn há í einkareknum og opinberum skólum. 18. september 2018 07:00 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Sjá meira
Leggja til staðarval fyrir nýtt sjúkrahús Borgarstjórnarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa lagt til að borgarstjórn Reykjavíkur hafi frumkvæði að því að velja heppilegan stað fyrir uppbyggingu á öðru sjúkrahúsi í Reykjavík 18. september 2018 06:00
Borgin ver 450 milljónum í kaup á smáhýsum fyrir heimilislausa Borgarráð samþykkti fjárveitinguna á fundi sínum í morgun. 20. september 2018 17:37
Hugmyndafræðilega hrifin af tillögu Hildar Pawel Bartoszek og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, fulltrúar Viðreisnar í borgarstjórn, eru jákvæð út í tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að fjárframlög með grunnskólanemum verði jafn há í einkareknum og opinberum skólum. 18. september 2018 07:00