Viðskipti innlent

Félag Gísla Haukssonar hagnast um 84 milljónir

Gísli Hauksson.
Gísli Hauksson.
Hagnaður fjárfestingafélags Gísla Haukssonar, annars stofnenda GAMMA, jókst um 66 milljónir króna á milli ára og var 84 milljónir króna árið 2017. Mestu skiptir að arðgreiðslur til Ægis Invest jukust úr 34 milljónum í 99 milljónir króna. GAMMA, sem Gísli á þriðjungshlut í, greiddi hluthöfum 300 milljónir króna í arð fyrir rekstrarárið 2016 en mun ekki greiða arð fyrir árið 2017.

Listmunir í eigu Ægis Invest voru metnir á 98 milljónir króna í bókum félagsins við árslok og eru bókfærðir á kostnaðarvirði. Eiginfjárhlutfall fjárfestingafélagsins jókst úr 27 prósentum árið 2016 í 37 prósent árið 2017. Eigið fé fyrirtækisins jókst um 84 milljónir króna á milli ára og nam 148 milljónum króna við árslok. Eignir Ægis Invest námu 428 milljónum króna í fyrra og jukust um 156 milljónir króna.

Fjárfestingafélagið keypti hlutabréf fyrir 75 milljónir króna í fyrra og jókst bókfært virði hlutabréfa sem því nemur í 131 milljón króna. Um er að ræða fjögur félög, þar á meðal eignarhlut í GAMMA. Kvika vinnur að kaupum á GAMMA fyrir allt að 3,75 milljarða króna.




Tengdar fréttir

Lykilstjórnendur verða áfram hjá GAMMA

Kvika hyggst kaupa GAMMA fyrir allt að 3,7 milljarða króna. Hluthafar GAMMA munu eignast þriggja til níu prósenta hlut í fjárfestingarbankanum. Óhjákvæmilegur hluti af kaupunum verður að hagræða í rekstri GAMMA.

Hagnaður GAMMA minnkaði um 93 prósent

Hagnaður GAMMA Capital Management nam tæplega 30 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins og dróst saman um 93 prósent frá sama tíma fyrir ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×