Svona gerir Eva Laufey kjúkling Milanese Stefán Árni Pálsson skrifar 27. september 2018 14:30 Uppáhalds kjúklingaréttur Evu. Einfalt með Evu fór í loftið á Stöð 2 á dögunum en í þáttunum matreiðir Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir frábæra en á sama tíma einfalda rétti. Uppskriftirnar verða ávallt aðgengilegar hér á Vísi. Hér að neðan má sjá uppskrift úr þætti gærkvöldsins. Þar sýndi Eva Laufey hvernig maður reiðir fram Kjúkling Milanese. Kjúklingur Milanese *Fyrir fjóra fullorðna Stökkar kjúklingabringur 4 – 5 kjúklingabringur Salt og pipar Ólífuolía 5 – 6 dl brauðmylsna 2 egg 100 – 150 g hveiti 1 dl nýrifinn parmesan 1 stór mozzarella kúla (120 g) 1 sítróna Aðferð:Skerið kjúklingabringurnar í tvennt og fletjið aðeins út, með kjöthamri eða kökukefli til dæmis. Kryddið bringurnar með salti og pipar. Pískið tvö egg í skál, setjið brauðmylsnu í aðra skál og hveiti í þá þriðju. Það er svolítið erfitt að reikna hlutföllin nákvæmlega en bætið bara við ef þið þurfið. Setjið kjúklingabringu fyrst ofan í hveitið, síðan ofan í eggin og að lokum ofan í brauðmylsnuna. Hitið ólífuolíu á pönnu og steikið bringurnar í eina til eina og hálfa mínútu á hvorri hlið. Það má gjarnan krydda með meiri salti og pipar. Rífið niður parmesan yfir kjúklinginn. Setjið bringurnar í eldfast form eða á pappírsklædda ofnplötu og inn í ofn við 180°C í 15 mínútur. Bringurnar eru mjög þunnar og þurfa þess vegna ekki lengri eldunartíma. Skerið mozzarella í sneiðar og leggið ofan á hverja bringu, stillið þá ofninn á grill og eldið bringurnar áfram í um það bil mínútu eða þar til osturinn er bráðnaður. Kreistið safa úr sítrónu yfir bringurnar áður en þið berið þær fram með pasta og tómat-og basilíkusósu.Tómat-og basilíkusósa1 msk ólífuolía1 laukur2 hvítlauksrif1 krukka pastasósa með basilíku (425 g )½ kjúklingateningurSalt og piparHandfylli fersk smátt söxuð basilíkaAðferð:Hitið ólífuolíu í potti, skerið lauk og hvítlauk afar smátt og steikið í smá stund. Bætið pastasósunni, kjúklingatening og basilíku saman við og hrærið vel í sósunni. Kryddið til með salti og pipar. Lækkið hitann og leyfið sósunni að malla í nokkrar mínútur. Sjóðið spaghettí samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum og berið fram með kjúklingabringunum. Eva Laufey Kjúklingur Sósur Uppskriftir Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Einfalt með Evu fór í loftið á Stöð 2 á dögunum en í þáttunum matreiðir Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir frábæra en á sama tíma einfalda rétti. Uppskriftirnar verða ávallt aðgengilegar hér á Vísi. Hér að neðan má sjá uppskrift úr þætti gærkvöldsins. Þar sýndi Eva Laufey hvernig maður reiðir fram Kjúkling Milanese. Kjúklingur Milanese *Fyrir fjóra fullorðna Stökkar kjúklingabringur 4 – 5 kjúklingabringur Salt og pipar Ólífuolía 5 – 6 dl brauðmylsna 2 egg 100 – 150 g hveiti 1 dl nýrifinn parmesan 1 stór mozzarella kúla (120 g) 1 sítróna Aðferð:Skerið kjúklingabringurnar í tvennt og fletjið aðeins út, með kjöthamri eða kökukefli til dæmis. Kryddið bringurnar með salti og pipar. Pískið tvö egg í skál, setjið brauðmylsnu í aðra skál og hveiti í þá þriðju. Það er svolítið erfitt að reikna hlutföllin nákvæmlega en bætið bara við ef þið þurfið. Setjið kjúklingabringu fyrst ofan í hveitið, síðan ofan í eggin og að lokum ofan í brauðmylsnuna. Hitið ólífuolíu á pönnu og steikið bringurnar í eina til eina og hálfa mínútu á hvorri hlið. Það má gjarnan krydda með meiri salti og pipar. Rífið niður parmesan yfir kjúklinginn. Setjið bringurnar í eldfast form eða á pappírsklædda ofnplötu og inn í ofn við 180°C í 15 mínútur. Bringurnar eru mjög þunnar og þurfa þess vegna ekki lengri eldunartíma. Skerið mozzarella í sneiðar og leggið ofan á hverja bringu, stillið þá ofninn á grill og eldið bringurnar áfram í um það bil mínútu eða þar til osturinn er bráðnaður. Kreistið safa úr sítrónu yfir bringurnar áður en þið berið þær fram með pasta og tómat-og basilíkusósu.Tómat-og basilíkusósa1 msk ólífuolía1 laukur2 hvítlauksrif1 krukka pastasósa með basilíku (425 g )½ kjúklingateningurSalt og piparHandfylli fersk smátt söxuð basilíkaAðferð:Hitið ólífuolíu í potti, skerið lauk og hvítlauk afar smátt og steikið í smá stund. Bætið pastasósunni, kjúklingatening og basilíku saman við og hrærið vel í sósunni. Kryddið til með salti og pipar. Lækkið hitann og leyfið sósunni að malla í nokkrar mínútur. Sjóðið spaghettí samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum og berið fram með kjúklingabringunum.
Eva Laufey Kjúklingur Sósur Uppskriftir Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira