Kortaþjónustan segir upp meira en tug starfsmanna Helgi Vífill Júlíusson skrifar 28. september 2018 06:00 Björgvin Skúli Sigurðsson, framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar. Viðskipti Kortaþjónustan hefur sagt upp meira en tug starfsmanna eða um fimmtungi starfsmanna fyrirtækisins, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Björgvin Skúli Sigurðsson, framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar, vildi ekki staðfesta uppsagnirnar í samtali við Fréttablaðið. „Kortaþjónustan var í mikilli sókn á erlenda markaði og því fylgdi verulegur rekstrar- og hugbúnaðarkostnaður. Við höfum ákveðið að rifa seglin í útrásinni en einbeita okkur aftur að greiðsluþjónustu fyrir íslensk fyrirtæki. Það kunnum við best og með aðhaldi í kostnaði getum við áfram boðið hagstæðustu kjörin í færsluhirðingu á Íslandi,“ segir Björgvin Skúli sem tók við starfi framkvæmdastjóra í janúar. Kortaþjónustan hefur vaxið hratt á umliðnum árum. Til að mynda nánast tvöfölduðust tekjurnar á milli áranna 2016 og 2017 og námu 4,5 milljörðum króna í fyrra. Sama ár var fyrirtækið rekið með 1,6 milljarða króna tapi. Kortaþjónustan stóð frammi fyrir alvarlegum fjárhagsvanda í kjölfar greiðslustöðvunar breska flugfélagsins Monarch síðasta haust. Íslenska félagið var á meðal átta félaga sem sáu um færsluhirðingu fyrir Monarch. Það var í ábyrgðum vegna greiðslna fyrir flugferðir sem aldrei voru farnar. Kvika banki og hópur einkafjárfesta keyptu Kortaþjónustuna á eina krónu í fyrra og lögðu félaginu um leið til nærri 1,5 milljarða króna í nýtt hlutafé. Á meðal fjárfesta eru hjónin Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Guðmundur Örn Þórðarson, stórir hluthafar í Kviku og VÍS, bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir og Sigurður Bollason. Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Tengdar fréttir Geta eignast fjórðungshlut í Kortaþjónustunni Fyrrverandi eigendur Kortaþjónustunnar munu geta eignast allt að fjórðungshlut í fyrirtækinu samkvæmt breytingum sem gerðar voru á samþykktum færsluhirðingarfyrirtækisins í byrjun ársins. 25. apríl 2018 06:00 Björgvin Skúli ráðinn framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar Björgvin Skúli Sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar. Þetta var tilkynnt á starfsmannafundi hjá fyrirtækinu síðastliðinn föstudag, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 9. janúar 2018 12:19 Velta Kortaþjónustunnar tvöfaldaðist ortaþjónustan tapaði 1,6 milljörðum króna í fyrra, eins og áður hefur verið upplýst um. 26. september 2018 06:00 Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira
Viðskipti Kortaþjónustan hefur sagt upp meira en tug starfsmanna eða um fimmtungi starfsmanna fyrirtækisins, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Björgvin Skúli Sigurðsson, framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar, vildi ekki staðfesta uppsagnirnar í samtali við Fréttablaðið. „Kortaþjónustan var í mikilli sókn á erlenda markaði og því fylgdi verulegur rekstrar- og hugbúnaðarkostnaður. Við höfum ákveðið að rifa seglin í útrásinni en einbeita okkur aftur að greiðsluþjónustu fyrir íslensk fyrirtæki. Það kunnum við best og með aðhaldi í kostnaði getum við áfram boðið hagstæðustu kjörin í færsluhirðingu á Íslandi,“ segir Björgvin Skúli sem tók við starfi framkvæmdastjóra í janúar. Kortaþjónustan hefur vaxið hratt á umliðnum árum. Til að mynda nánast tvöfölduðust tekjurnar á milli áranna 2016 og 2017 og námu 4,5 milljörðum króna í fyrra. Sama ár var fyrirtækið rekið með 1,6 milljarða króna tapi. Kortaþjónustan stóð frammi fyrir alvarlegum fjárhagsvanda í kjölfar greiðslustöðvunar breska flugfélagsins Monarch síðasta haust. Íslenska félagið var á meðal átta félaga sem sáu um færsluhirðingu fyrir Monarch. Það var í ábyrgðum vegna greiðslna fyrir flugferðir sem aldrei voru farnar. Kvika banki og hópur einkafjárfesta keyptu Kortaþjónustuna á eina krónu í fyrra og lögðu félaginu um leið til nærri 1,5 milljarða króna í nýtt hlutafé. Á meðal fjárfesta eru hjónin Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Guðmundur Örn Þórðarson, stórir hluthafar í Kviku og VÍS, bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir og Sigurður Bollason.
Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Tengdar fréttir Geta eignast fjórðungshlut í Kortaþjónustunni Fyrrverandi eigendur Kortaþjónustunnar munu geta eignast allt að fjórðungshlut í fyrirtækinu samkvæmt breytingum sem gerðar voru á samþykktum færsluhirðingarfyrirtækisins í byrjun ársins. 25. apríl 2018 06:00 Björgvin Skúli ráðinn framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar Björgvin Skúli Sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar. Þetta var tilkynnt á starfsmannafundi hjá fyrirtækinu síðastliðinn föstudag, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 9. janúar 2018 12:19 Velta Kortaþjónustunnar tvöfaldaðist ortaþjónustan tapaði 1,6 milljörðum króna í fyrra, eins og áður hefur verið upplýst um. 26. september 2018 06:00 Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira
Geta eignast fjórðungshlut í Kortaþjónustunni Fyrrverandi eigendur Kortaþjónustunnar munu geta eignast allt að fjórðungshlut í fyrirtækinu samkvæmt breytingum sem gerðar voru á samþykktum færsluhirðingarfyrirtækisins í byrjun ársins. 25. apríl 2018 06:00
Björgvin Skúli ráðinn framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar Björgvin Skúli Sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar. Þetta var tilkynnt á starfsmannafundi hjá fyrirtækinu síðastliðinn föstudag, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 9. janúar 2018 12:19
Velta Kortaþjónustunnar tvöfaldaðist ortaþjónustan tapaði 1,6 milljörðum króna í fyrra, eins og áður hefur verið upplýst um. 26. september 2018 06:00