Bandaríkin bíða eftir sigri í Evrópu Kristinn Páll Teitsson skrifar 28. september 2018 07:30 Tiger Woods er kominn aftur í Ryder-lið Bandaríkjanna getty Eitt skemmtilegasta golfmót ársins, Ryder-bikarinn, hefst í dag þegar keppni í fjórmenningi (e. foursomes) og fjórbolta (e. fourball) hefst í Frakklandi. Fer mótið fram á Le Golf National-vellinum í úthverfum Parísarborgar og er spáð frábæru veðri um helgina og ætti því ekkert að trufla fremstu kylfinga heims. Um er að ræða liðakeppni þar sem evrópskir kylfingar mæta bandarískum kylfingum bæði í einstaklings- og liðakeppni. Veðbankar telja bandaríska liðið sigurstranglegra enda hafa kylfingar þess leikið frábærlega að undanförnu en það eru 25 ár liðin síðan bandaríska liðið vann síðast keppni í Evrópu. Evrópska liðið hefur haft talsverða yfirburði undanfarna áratugi og hefur unnið átta af síðustu ellefu keppnum en síðast þegar liðin mættust unnu Bandaríkin afar sannfærandi sigur. Þegar litið er yfir hóp kylfinganna skyldi engan undra að bandaríska liðið sé talið sigurstranglegra. Bandarískir kylfingar hafa verið afar sigursælir á þessu ári og eiga þeir allir sæti ofarlega á heimslistanum. Neðstur af þeim er gamli refurinn Phil Mickelson í 25. sæti sem sýnir styrk bandaríska liðsins. Þá hafa bandarísku kylfingarnir unnið þrjá risatitla af fjórum undanfarin tvö ár. Það eru stærri spurningarmerki í evrópska liðinu, kylfingar á borð við Ian Poultier og Sergio Garcia hafa ekki náð sér á strik á undanförnum mánuðum. Það gæti hjálpað evrópska liðinu að allir kylfingarnir hafa leikið á vellinum þar sem franska meistaramótið er haldið á ári hverju á meðan aðeins fimm bandarískir kylfingar hafa leikið á vellinum. Nái þeir að nýta sér reynslu sína og hrökkvi kylfingar á borð við Garcia í gang skyldi enginn afskrifa lið Evrópu á heimavelli. Sviðsljósið verður hins vegar á Tiger Woods sem tekur þátt sem kylfingur í Ryder-bikarnum í fyrsta sinn síðan 2012. Verður þetta í áttunda skiptið sem Tiger tekur þátt sem kylfingur og hefur hann aðeins unnið einu sinni, fyrir nítján árum. Endurkoma hans á PGA-mótaröðina var fullkomnuð þegar hann hrósaði sigri á lokamóti mótaraðarinnar um helgina og sýndi þar að hann hefur enn nóg fram að færa inni á vellinum. Birtist í Fréttablaðinu Golf Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Eitt skemmtilegasta golfmót ársins, Ryder-bikarinn, hefst í dag þegar keppni í fjórmenningi (e. foursomes) og fjórbolta (e. fourball) hefst í Frakklandi. Fer mótið fram á Le Golf National-vellinum í úthverfum Parísarborgar og er spáð frábæru veðri um helgina og ætti því ekkert að trufla fremstu kylfinga heims. Um er að ræða liðakeppni þar sem evrópskir kylfingar mæta bandarískum kylfingum bæði í einstaklings- og liðakeppni. Veðbankar telja bandaríska liðið sigurstranglegra enda hafa kylfingar þess leikið frábærlega að undanförnu en það eru 25 ár liðin síðan bandaríska liðið vann síðast keppni í Evrópu. Evrópska liðið hefur haft talsverða yfirburði undanfarna áratugi og hefur unnið átta af síðustu ellefu keppnum en síðast þegar liðin mættust unnu Bandaríkin afar sannfærandi sigur. Þegar litið er yfir hóp kylfinganna skyldi engan undra að bandaríska liðið sé talið sigurstranglegra. Bandarískir kylfingar hafa verið afar sigursælir á þessu ári og eiga þeir allir sæti ofarlega á heimslistanum. Neðstur af þeim er gamli refurinn Phil Mickelson í 25. sæti sem sýnir styrk bandaríska liðsins. Þá hafa bandarísku kylfingarnir unnið þrjá risatitla af fjórum undanfarin tvö ár. Það eru stærri spurningarmerki í evrópska liðinu, kylfingar á borð við Ian Poultier og Sergio Garcia hafa ekki náð sér á strik á undanförnum mánuðum. Það gæti hjálpað evrópska liðinu að allir kylfingarnir hafa leikið á vellinum þar sem franska meistaramótið er haldið á ári hverju á meðan aðeins fimm bandarískir kylfingar hafa leikið á vellinum. Nái þeir að nýta sér reynslu sína og hrökkvi kylfingar á borð við Garcia í gang skyldi enginn afskrifa lið Evrópu á heimavelli. Sviðsljósið verður hins vegar á Tiger Woods sem tekur þátt sem kylfingur í Ryder-bikarnum í fyrsta sinn síðan 2012. Verður þetta í áttunda skiptið sem Tiger tekur þátt sem kylfingur og hefur hann aðeins unnið einu sinni, fyrir nítján árum. Endurkoma hans á PGA-mótaröðina var fullkomnuð þegar hann hrósaði sigri á lokamóti mótaraðarinnar um helgina og sýndi þar að hann hefur enn nóg fram að færa inni á vellinum.
Birtist í Fréttablaðinu Golf Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira