Bandaríkin bíða eftir sigri í Evrópu Kristinn Páll Teitsson skrifar 28. september 2018 07:30 Tiger Woods er kominn aftur í Ryder-lið Bandaríkjanna getty Eitt skemmtilegasta golfmót ársins, Ryder-bikarinn, hefst í dag þegar keppni í fjórmenningi (e. foursomes) og fjórbolta (e. fourball) hefst í Frakklandi. Fer mótið fram á Le Golf National-vellinum í úthverfum Parísarborgar og er spáð frábæru veðri um helgina og ætti því ekkert að trufla fremstu kylfinga heims. Um er að ræða liðakeppni þar sem evrópskir kylfingar mæta bandarískum kylfingum bæði í einstaklings- og liðakeppni. Veðbankar telja bandaríska liðið sigurstranglegra enda hafa kylfingar þess leikið frábærlega að undanförnu en það eru 25 ár liðin síðan bandaríska liðið vann síðast keppni í Evrópu. Evrópska liðið hefur haft talsverða yfirburði undanfarna áratugi og hefur unnið átta af síðustu ellefu keppnum en síðast þegar liðin mættust unnu Bandaríkin afar sannfærandi sigur. Þegar litið er yfir hóp kylfinganna skyldi engan undra að bandaríska liðið sé talið sigurstranglegra. Bandarískir kylfingar hafa verið afar sigursælir á þessu ári og eiga þeir allir sæti ofarlega á heimslistanum. Neðstur af þeim er gamli refurinn Phil Mickelson í 25. sæti sem sýnir styrk bandaríska liðsins. Þá hafa bandarísku kylfingarnir unnið þrjá risatitla af fjórum undanfarin tvö ár. Það eru stærri spurningarmerki í evrópska liðinu, kylfingar á borð við Ian Poultier og Sergio Garcia hafa ekki náð sér á strik á undanförnum mánuðum. Það gæti hjálpað evrópska liðinu að allir kylfingarnir hafa leikið á vellinum þar sem franska meistaramótið er haldið á ári hverju á meðan aðeins fimm bandarískir kylfingar hafa leikið á vellinum. Nái þeir að nýta sér reynslu sína og hrökkvi kylfingar á borð við Garcia í gang skyldi enginn afskrifa lið Evrópu á heimavelli. Sviðsljósið verður hins vegar á Tiger Woods sem tekur þátt sem kylfingur í Ryder-bikarnum í fyrsta sinn síðan 2012. Verður þetta í áttunda skiptið sem Tiger tekur þátt sem kylfingur og hefur hann aðeins unnið einu sinni, fyrir nítján árum. Endurkoma hans á PGA-mótaröðina var fullkomnuð þegar hann hrósaði sigri á lokamóti mótaraðarinnar um helgina og sýndi þar að hann hefur enn nóg fram að færa inni á vellinum. Birtist í Fréttablaðinu Golf Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Fleiri fréttir Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Sjá meira
Eitt skemmtilegasta golfmót ársins, Ryder-bikarinn, hefst í dag þegar keppni í fjórmenningi (e. foursomes) og fjórbolta (e. fourball) hefst í Frakklandi. Fer mótið fram á Le Golf National-vellinum í úthverfum Parísarborgar og er spáð frábæru veðri um helgina og ætti því ekkert að trufla fremstu kylfinga heims. Um er að ræða liðakeppni þar sem evrópskir kylfingar mæta bandarískum kylfingum bæði í einstaklings- og liðakeppni. Veðbankar telja bandaríska liðið sigurstranglegra enda hafa kylfingar þess leikið frábærlega að undanförnu en það eru 25 ár liðin síðan bandaríska liðið vann síðast keppni í Evrópu. Evrópska liðið hefur haft talsverða yfirburði undanfarna áratugi og hefur unnið átta af síðustu ellefu keppnum en síðast þegar liðin mættust unnu Bandaríkin afar sannfærandi sigur. Þegar litið er yfir hóp kylfinganna skyldi engan undra að bandaríska liðið sé talið sigurstranglegra. Bandarískir kylfingar hafa verið afar sigursælir á þessu ári og eiga þeir allir sæti ofarlega á heimslistanum. Neðstur af þeim er gamli refurinn Phil Mickelson í 25. sæti sem sýnir styrk bandaríska liðsins. Þá hafa bandarísku kylfingarnir unnið þrjá risatitla af fjórum undanfarin tvö ár. Það eru stærri spurningarmerki í evrópska liðinu, kylfingar á borð við Ian Poultier og Sergio Garcia hafa ekki náð sér á strik á undanförnum mánuðum. Það gæti hjálpað evrópska liðinu að allir kylfingarnir hafa leikið á vellinum þar sem franska meistaramótið er haldið á ári hverju á meðan aðeins fimm bandarískir kylfingar hafa leikið á vellinum. Nái þeir að nýta sér reynslu sína og hrökkvi kylfingar á borð við Garcia í gang skyldi enginn afskrifa lið Evrópu á heimavelli. Sviðsljósið verður hins vegar á Tiger Woods sem tekur þátt sem kylfingur í Ryder-bikarnum í fyrsta sinn síðan 2012. Verður þetta í áttunda skiptið sem Tiger tekur þátt sem kylfingur og hefur hann aðeins unnið einu sinni, fyrir nítján árum. Endurkoma hans á PGA-mótaröðina var fullkomnuð þegar hann hrósaði sigri á lokamóti mótaraðarinnar um helgina og sýndi þar að hann hefur enn nóg fram að færa inni á vellinum.
Birtist í Fréttablaðinu Golf Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Fleiri fréttir Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Sjá meira