Herforingi í bakgarðinum Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 28. september 2018 08:00 Ég hef alltaf verið að gera fígúrur, þær poppa alltaf upp hjá mér og ein fígúran heitir Bender, segir Jón Óskar Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Myndlistarmaðurinn Jón Óskar sýnir verk sín í Tveimur hröfnum á Baldursgötu. Yfirskrift sýningarinnar er Bender. Nokkur saga er á bak við það nafn. „Ég hef alltaf talið mig hafa tekið mynd af foreldrum mínum þegar ég var þriggja ára. Þetta var alveg vonlaus mynd því þar sást ekki einu sinni í höfuð þeirra. Mér hefur samt alltaf fundist þessi mynd falleg og hef unnið fullt af ljósmyndum gegnum tíðina vegna áhrifa frá henni,“ segir Jón Óskar. „Fyrir þessa sýningu ákvað ég að skoða myndina og hafa hana jafnvel til sýnis. Ég fór í gegnum fjölskyldumyndaalbúm frá þessum tíma og engin mynd var horfin þaðan. Móðir mín kom alveg af fjöllum og vissi ekkert hvað ég var að tala um þegar ég minntist á þessa mynd. Sennilega er þetta bara fölsk minning. Þá stend ég frammi fyrir því að það sem ég hef verið að sýsla í gegnum tíðina er kannski allt saman misskilningur. Á ensku má kalla þetta mindbender.“ Meðal verka á sýningunni er átján mynda röð af fígúrum, sem gerðar eru með þurrkuðum olíulit. „Ég hef alltaf verið að gera fígúrur, þær poppa alltaf upp hjá mér og ein fígúran heitir Bender. Á myndunum er líka gróður og svo má sjá glitta í kanínur sem eru að leggja undir sig landið,“ segir listamaðurinn.Fínn draumur Tvær risastórar garðamyndir eru áberandi á sýningunni. „Ég vaknaði einn morguninn við að einhver hrópaði: „Three star general in the garden!“ Það er ekki mjög þægileg tilfinning myndi maður halda að hafa herforingja í bakgarðinum. Samt var þetta fínn draumur og mér varð hugsað til kvennanna í hverfinu mínu: Siggu á Staðarhól, Guðrúnar blómakonu og Sigurbjargar frá Skipum sem voru herforingjar í sínum görðum. Þannig kviknaði hugmyndin að þessum myndum.“ Jón Óskar notaði olíu, kol og býflugnavax við gerð myndanna. „Það er býflugnavax í svo að segja öllum olíumálverkunum mínum.“Gaman á vinnustofunni Blaðamaður minnist þess að hafa heyrt Jón Óskar segja að hann væri ekki mikið fyrir opnanir. „Þegar það er opnun á sýningu þá koma kannski milli eitt og tvö hundruð manns og allir óska manni til hamingju en maður talar ekki við neinn. Samt er þetta allt ánægjulegt, en það eru engin samskipti. Auðvitað vil ég sýna en það er mikið stúss í kringum það. Skemmtilegast er að vera bara á vinnustofunni.“ Eiginkona Jóns Óskars er Hulda Hákon myndlistarkona og listamaðurinn er spurður hvort hann beri hugmyndir sínar undir hana. „Já, við erum dugleg að ræða hugmyndir hvort við annað. Við erum mjög ólík sem hefur hjálpað okkur mikið því að það væri flókið ef við værum að gera svipaða hluti. Þá væri viðkvæðið: Fyrirgefðu, en er það ekki ég sem átti hugmyndina að þessu verki? Við höfum getað notað hugmyndir hvort frá öðru. Stundum höfum við hreinlega gert sama verkið en samt er þar engin sjónræn tenging vegna þess að útfærslur okkar eru svo ólíkar.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Myndlistarmaðurinn Jón Óskar sýnir verk sín í Tveimur hröfnum á Baldursgötu. Yfirskrift sýningarinnar er Bender. Nokkur saga er á bak við það nafn. „Ég hef alltaf talið mig hafa tekið mynd af foreldrum mínum þegar ég var þriggja ára. Þetta var alveg vonlaus mynd því þar sást ekki einu sinni í höfuð þeirra. Mér hefur samt alltaf fundist þessi mynd falleg og hef unnið fullt af ljósmyndum gegnum tíðina vegna áhrifa frá henni,“ segir Jón Óskar. „Fyrir þessa sýningu ákvað ég að skoða myndina og hafa hana jafnvel til sýnis. Ég fór í gegnum fjölskyldumyndaalbúm frá þessum tíma og engin mynd var horfin þaðan. Móðir mín kom alveg af fjöllum og vissi ekkert hvað ég var að tala um þegar ég minntist á þessa mynd. Sennilega er þetta bara fölsk minning. Þá stend ég frammi fyrir því að það sem ég hef verið að sýsla í gegnum tíðina er kannski allt saman misskilningur. Á ensku má kalla þetta mindbender.“ Meðal verka á sýningunni er átján mynda röð af fígúrum, sem gerðar eru með þurrkuðum olíulit. „Ég hef alltaf verið að gera fígúrur, þær poppa alltaf upp hjá mér og ein fígúran heitir Bender. Á myndunum er líka gróður og svo má sjá glitta í kanínur sem eru að leggja undir sig landið,“ segir listamaðurinn.Fínn draumur Tvær risastórar garðamyndir eru áberandi á sýningunni. „Ég vaknaði einn morguninn við að einhver hrópaði: „Three star general in the garden!“ Það er ekki mjög þægileg tilfinning myndi maður halda að hafa herforingja í bakgarðinum. Samt var þetta fínn draumur og mér varð hugsað til kvennanna í hverfinu mínu: Siggu á Staðarhól, Guðrúnar blómakonu og Sigurbjargar frá Skipum sem voru herforingjar í sínum görðum. Þannig kviknaði hugmyndin að þessum myndum.“ Jón Óskar notaði olíu, kol og býflugnavax við gerð myndanna. „Það er býflugnavax í svo að segja öllum olíumálverkunum mínum.“Gaman á vinnustofunni Blaðamaður minnist þess að hafa heyrt Jón Óskar segja að hann væri ekki mikið fyrir opnanir. „Þegar það er opnun á sýningu þá koma kannski milli eitt og tvö hundruð manns og allir óska manni til hamingju en maður talar ekki við neinn. Samt er þetta allt ánægjulegt, en það eru engin samskipti. Auðvitað vil ég sýna en það er mikið stúss í kringum það. Skemmtilegast er að vera bara á vinnustofunni.“ Eiginkona Jóns Óskars er Hulda Hákon myndlistarkona og listamaðurinn er spurður hvort hann beri hugmyndir sínar undir hana. „Já, við erum dugleg að ræða hugmyndir hvort við annað. Við erum mjög ólík sem hefur hjálpað okkur mikið því að það væri flókið ef við værum að gera svipaða hluti. Þá væri viðkvæðið: Fyrirgefðu, en er það ekki ég sem átti hugmyndina að þessu verki? Við höfum getað notað hugmyndir hvort frá öðru. Stundum höfum við hreinlega gert sama verkið en samt er þar engin sjónræn tenging vegna þess að útfærslur okkar eru svo ólíkar.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira