Segir það fallegt af forsætisráðherra að biðja sig afsökunar Birgir Olgeirsson skrifar 28. september 2018 14:03 Guðjón Skarphéðinsson, einn af sakborningum í Guðmundar og Geirfinnsmálunum, segir það fallegt af forsætisráðherra að biðja sakborninga afsökunar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hún bað sakborninga þessa máls, aðstandendur þeirra og aðra sem hafa átt um sárt að binda vegna málsins, afsökunar. Gerði Katrín það vegna dóms Hæstaréttar Íslands um að sýkna fimm karla af ákæru um að hafa banað Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni árið 1974. Guðjón var dæmdur til tíu ára fangelsisvistar árið 1980 þegar dómarar komust að þeirri niðurstöðu að hann hefði tekið þátt í að bana Geirfinni árið 1974. Vigdís Finnbogadóttir, þáverandi forseti Íslands, veitt Guðjóni uppreist æru vegna dómsins árið 1995. Guðjón sat í fangelsi í fjögur og hálft ár auk þess sem hann var vistaður í einangrun svo mánuðum skipti vegna rannsóknar málsins. „Það er ljómandi fallegt af forsætisráðherra, enda væn stúlka,“ segir Guðjón í samtali við Vísi um afsökunarbeiðni forsætisráðherra. Guðjón var ekki viðstaddur dómsuppkvaðningu í Hæstarétti í gær þar sem hann var sýknaður. Hann starfar sem sóknarprestur og var önnum kafinn við að semja ræðu sem hann mun flytja á morgun þegar hann gefur par saman. Guðjón segist ánægður með niðurstöðu Hæstaréttar. „Það var mál til komið að rétturinn kvæði upp úr með það.“ Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Katrín biður sakborninga og aðstandendur afsökunar Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, hefur fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands beðist afsökunar „á því ranglæti,“ sem sakborningar, aðstandendur þeirra og aðrir sem hafa „átt um sárt að binda“ vegna Guðmundar-og Geirfinnsmálanna. 28. september 2018 12:19 Allir sýknaðir í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum Hæstiréttur sýknaði í dag þá Sævar Marinó Cieselski, Tryggva Rúnar Leifsson, Kristján Viðar Júlíusson, Guðjón Skarphéðinsson og Albert Klahn Skaftason af ákærum um að hafa orðið þeim Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni að bana árið 1974. Þeir hlutu allir misþunga dóma árið 1980 vegna málanna. 27. september 2018 14:04 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Guðjón Skarphéðinsson, einn af sakborningum í Guðmundar og Geirfinnsmálunum, segir það fallegt af forsætisráðherra að biðja sakborninga afsökunar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hún bað sakborninga þessa máls, aðstandendur þeirra og aðra sem hafa átt um sárt að binda vegna málsins, afsökunar. Gerði Katrín það vegna dóms Hæstaréttar Íslands um að sýkna fimm karla af ákæru um að hafa banað Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni árið 1974. Guðjón var dæmdur til tíu ára fangelsisvistar árið 1980 þegar dómarar komust að þeirri niðurstöðu að hann hefði tekið þátt í að bana Geirfinni árið 1974. Vigdís Finnbogadóttir, þáverandi forseti Íslands, veitt Guðjóni uppreist æru vegna dómsins árið 1995. Guðjón sat í fangelsi í fjögur og hálft ár auk þess sem hann var vistaður í einangrun svo mánuðum skipti vegna rannsóknar málsins. „Það er ljómandi fallegt af forsætisráðherra, enda væn stúlka,“ segir Guðjón í samtali við Vísi um afsökunarbeiðni forsætisráðherra. Guðjón var ekki viðstaddur dómsuppkvaðningu í Hæstarétti í gær þar sem hann var sýknaður. Hann starfar sem sóknarprestur og var önnum kafinn við að semja ræðu sem hann mun flytja á morgun þegar hann gefur par saman. Guðjón segist ánægður með niðurstöðu Hæstaréttar. „Það var mál til komið að rétturinn kvæði upp úr með það.“
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Katrín biður sakborninga og aðstandendur afsökunar Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, hefur fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands beðist afsökunar „á því ranglæti,“ sem sakborningar, aðstandendur þeirra og aðrir sem hafa „átt um sárt að binda“ vegna Guðmundar-og Geirfinnsmálanna. 28. september 2018 12:19 Allir sýknaðir í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum Hæstiréttur sýknaði í dag þá Sævar Marinó Cieselski, Tryggva Rúnar Leifsson, Kristján Viðar Júlíusson, Guðjón Skarphéðinsson og Albert Klahn Skaftason af ákærum um að hafa orðið þeim Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni að bana árið 1974. Þeir hlutu allir misþunga dóma árið 1980 vegna málanna. 27. september 2018 14:04 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Katrín biður sakborninga og aðstandendur afsökunar Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, hefur fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands beðist afsökunar „á því ranglæti,“ sem sakborningar, aðstandendur þeirra og aðrir sem hafa „átt um sárt að binda“ vegna Guðmundar-og Geirfinnsmálanna. 28. september 2018 12:19
Allir sýknaðir í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum Hæstiréttur sýknaði í dag þá Sævar Marinó Cieselski, Tryggva Rúnar Leifsson, Kristján Viðar Júlíusson, Guðjón Skarphéðinsson og Albert Klahn Skaftason af ákærum um að hafa orðið þeim Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni að bana árið 1974. Þeir hlutu allir misþunga dóma árið 1980 vegna málanna. 27. september 2018 14:04