Vg vill vita hvernig baklandið liggur Jakob Bjarnar skrifar 28. september 2018 16:58 Stjórn Vg vill vita hvort félagar í hreyfingunni séu ekki enn jafn ánægðir og áður með þær Katrínu Jakobsdóttur og Svandísi Svavarsdóttur. visir/vilhelm „Ég get staðfest að Gallup vinnur að könnun fyrir Vg. Ákvörðun um það var tekin af stjórn,“ segir Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Vinstri hreyfingarinnar grænt framboð (Vg). Forysta Vg hefur fengið Gallup til að kanna afstöðu félaga í flokknum til eins og annars svo sem frammistöðu ráðherra ríkisstjórnarinnar. Og frammistöðu ríkisstjórnarinnar í heild sinni. Þá er einnig spurt hvort flokksfélagar geti hugsað sér að kjósa flokkinn í næstu þingkosningum. Og ef svarið er nei, þá hvers vegna ekki? Sigurjón Magnús Egilsson blaðamaður greinir frá þessu á vef sínum Miðjunni, og hann nefnir að athyglisvert sé að í téðri könnun sé ekki gefinn kostur á að haka við Sósíalistaflokkinn fyrir þá sem ætla sér hugsanlega að kjósa annan flokk í næstu kosningum. Sigurjón Magnús segir það ekkert launungarmál að óánægju gæti í baklandi Vg með mörg verk ríkisstjórnarinnar.Björg Eva telur stöðuna þá að almenn ánægja sé ríkjandi í grasrótinni og skilur ekkert hvað Sigurjón M. Egilsson er að tala um.visir/hari„Það er ekki mín upplifun þessa dagana að óánægja sé í baklandinu. Vg hefur áður gert svona könnun. Það var fyrir nokkrum árum. Stjórn Vg tekur ákvörðun um hvernig niðurstöðurnar eru nýttar,“ segir Björg Eva. Niðurstöðu könnunarinnar er að vænta fyrir flokkráðsfund sem verður haldinn 12. og 13. október. Þá segir Björg Eva það villandi sem fram kemur hjá Sigurjóni, að ekki sé hægt að merkja við Sósíalistaflokkinn í umræddri könnun, þar sé ekki fiskur undir steini: „Gallup útfærir spurningarnar og byggir á því hvaða flokkar voru í boði í síðustu kosningum.“ Björg Eva bendir að endingu á að spurningarnar séu ekki bara til félaga í Vg, úrtakið er annars vegar félagar þar og svo almennt úrtak. Stj.mál Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka sendiherraefninu opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Sjá meira
„Ég get staðfest að Gallup vinnur að könnun fyrir Vg. Ákvörðun um það var tekin af stjórn,“ segir Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Vinstri hreyfingarinnar grænt framboð (Vg). Forysta Vg hefur fengið Gallup til að kanna afstöðu félaga í flokknum til eins og annars svo sem frammistöðu ráðherra ríkisstjórnarinnar. Og frammistöðu ríkisstjórnarinnar í heild sinni. Þá er einnig spurt hvort flokksfélagar geti hugsað sér að kjósa flokkinn í næstu þingkosningum. Og ef svarið er nei, þá hvers vegna ekki? Sigurjón Magnús Egilsson blaðamaður greinir frá þessu á vef sínum Miðjunni, og hann nefnir að athyglisvert sé að í téðri könnun sé ekki gefinn kostur á að haka við Sósíalistaflokkinn fyrir þá sem ætla sér hugsanlega að kjósa annan flokk í næstu kosningum. Sigurjón Magnús segir það ekkert launungarmál að óánægju gæti í baklandi Vg með mörg verk ríkisstjórnarinnar.Björg Eva telur stöðuna þá að almenn ánægja sé ríkjandi í grasrótinni og skilur ekkert hvað Sigurjón M. Egilsson er að tala um.visir/hari„Það er ekki mín upplifun þessa dagana að óánægja sé í baklandinu. Vg hefur áður gert svona könnun. Það var fyrir nokkrum árum. Stjórn Vg tekur ákvörðun um hvernig niðurstöðurnar eru nýttar,“ segir Björg Eva. Niðurstöðu könnunarinnar er að vænta fyrir flokkráðsfund sem verður haldinn 12. og 13. október. Þá segir Björg Eva það villandi sem fram kemur hjá Sigurjóni, að ekki sé hægt að merkja við Sósíalistaflokkinn í umræddri könnun, þar sé ekki fiskur undir steini: „Gallup útfærir spurningarnar og byggir á því hvaða flokkar voru í boði í síðustu kosningum.“ Björg Eva bendir að endingu á að spurningarnar séu ekki bara til félaga í Vg, úrtakið er annars vegar félagar þar og svo almennt úrtak.
Stj.mál Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka sendiherraefninu opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Sjá meira