„Bæði og. Það hefur ekki breytt mér sem manneskju en lífið hefur breyst. Ég ferðast meira, ég er minna heima. Ég er stundum að vinna með öðruvísi fólki. Maður er ekki alltaf að gera það sem manni líkar en oftast er þetta kærkomin viðbót,“ segir hinn viðkunnanlegi Mads.
„James Bond var mjög spennandi fyrir mig. Þetta var stórt tækifæri sem opnaði fyrir mér heim sem mann dreymir ekki um að verða hluti af hvort sem maður er Dani, Íslendingur eða Norðmaður. Auðvitað var frábært að vera með og svo gaf þetta mér aukin tækifæri síðar meir,“ segir Mads Mikkelsen en viðtalið við hann í heild má sjá hér fyrir neðan.