Einu sinni var hver í eldhúsinu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 29. september 2018 11:00 "Ég hef gert nokkrar tilraunir til að skapa fæting en það er ekki séns,“ segir Magnús þegar Jenný kveðst engan láta draga sig í rifrildi. Fréttablaðið/Anton brink Við Jenný ákváðum mjög snemma að reyna að stilla okkur á sama hraða, við erum svo skyldar sálir. Það varð kveikjan að okkar sambandi,“ segir tónlistarmaðurinn Magnús Þór Sigmundsson. Kona hans, Jenný Borgedóttir, tekur undir það og bætir við að þau séu búin að vera saman í 31 ár og byrjuð á ári númer 32. Magnús segir eitt af nýju lögunum sínum, Ein róandi, vera um fyrstu kynni þeirra. „Textinn er um það þegar hún teygir sig inn í hamrana í brjóstinu á mér, dregur mig út og segir: Hérna ert þú, eða svona sé ég þig – og að þá leist mér bara vel á þann gæja.“ „Mér líst ennþá vel á hann líka,“ segir Jenný brosandi. „Titillinn á laginu er samt stolinn,“ viðurkennir Magnús. „Móðurbróðir minn kom í heimsókn og líkaði vel við Jenný – menn og dýr elska Jenný – og þegar hann fór sagði hann: Já, Magnús, ég sé að þú hefur haft vit á að fá þér eina róandi!“ Sú fregn flaug um netheima fyrir nokkrum vikum að þau hjón hefðu endurnýjað hjúskaparheitið og haldið sumarbrúðkaup í garðinum. Þau staðfesta hana. „Við báðum um eina heiðna athöfn þar sem Hilmar Örn allsherjargoði blessaði okkur, himininn og jörðina. Hver veit nema við tökum svo eina hindúíska og aðra búddíska!“ segir Magnús kíminn.„Nú hugsa ég um barnabörnin, dýrin mín, garðinn og heimilið – og svo auðvitað Magnús. Ég hef nógu að sinna og mér leiðist aldrei.“„Upphaflega giftum við okkur í Bessastaðakirkju. Það var 10. júní 1993 og þá var mikið rok,“ segir Jenný og bendir á mynd á vegg, þar virðast þau vera að fjúka. „Við höldum aldrei neitt sérstaklega upp á giftingardaginn, meira upp á sólstöðurnar því þá hittumst við fyrst,“ segir Magnús. „Á djasstónleikum í Duushúsi í Grjótaþorpinu.“ Magnús er úr Njarðvíkunum og ólst upp við ameríska útvarpið sem hann segir hafa haft mikil áhrif á hann. „Því fylgdu aðrir menningarstraumar en íslenska útvarpinu eins og það var þá. Ég man eftir þáttum sem hétu Top Forty, þar hljómuðu nýjustu lög þeirra tíma,“ rifjar hann upp. Jenný er fædd og uppalin að mestu í Reykjavík. „En ég er ættuð vestan af Mýrum, frá Brúarlandi, og þar var ég alltaf í sveit hjá ömmu og afa. Mér finnst ég alin þar upp líka – þar er andinn minn.“ Magnús segir Jenný hafa skapandi anda. „Hún prjónar, saumar og leirar. Ég man fyrsta bíltúrinn sem við áttum saman. Þá var hún að prjóna, ég man eftir smellunum í prjónunum. Ég samdi um það popplag þar sem þessar ljóðlínur koma fyrir: Önnur eins spariföt enginn á, efnisvalið silkimjúkt, það klæðir mig svo sjúkt, alltaf hjartanu næst.“ Viðbrigði að koma af Laugaveginum Nú búa þau Magnús Þór og Jenný í blómabænum Hveragerði og hús þeirra er umlukið gróðri að miklu leyti. Það er líka ævintýralegt og hlýlegt þegar inn er komið, fullt af myndum, hljóðfærum, blómum og teppum. Þar spígspora um kettirnir Mosi, Mói og Dimmblá og einnig tíkin Garún Elsa. Í bakgarðinum vappa svo marglitar hænur. „Við fluttum hingað 2. september 2001, úr Fálkahúsinu við Laugaveg í Reykjavík. Okkur leið vel þar en samt voru mikil viðbrigði að koma hingað, bara í paradís,“ segir Jenný. „Hér getum við ræktað margt, það frýs til dæmis aldrei í garðinum okkar. Samt festir þar snjó og stundum myndast skafl en þegar hann fer kemur grasið grænt undan. Ef gæludýr deyr hjá sonum okkar koma þeir með það hingað og jarðsetja undir stofuglugganum. Þar er alltaf hægt að grafa. En náttúran hér er síkvik og eftir síðasta jarðskjálfta hefur ekki verið hiti í gólfinu hjá okkur, sem var stundum áður, það var notalegt.“ „Einu sinni var hver hér í eldhúsgólfinu, að sögn gömlu konunnar sem seldi okkur húsið,“ segir Magnús sem nú er tekinn til við að brugga kaffi í stórri, gylltri og tilkomumikilli kaffivél. „Þessi vél var fundin upp 1905 af manni sem bjó hana til handa konu sinni, Viktoriu Arduino, og var fyrsta sjálfvirka kaffivélin. Ég vissi af svona könnu á Hótel Borg, nema stærri, þær voru víða á kaffihúsum á árunum 1930-1970. Svo sá ég þessa auglýsta á netinu og var búinn að tryggja mér hana eftir klukkutíma. Það er svolítið maus að laga kaffi í henni, það þarf að mala í hana og hlúa að henni.„Ég vildi skapa óöryggi, væntingar og sköpun á staðnum og við kláruðum að hljóðrita 13 lög á tveimur dögum.Magnús er tónskáld og textasmiður auk þess að vera gítarleikari og söngvari. Ég króa hann af við kaffivélina og spyr hvort hann semji eitthvað á hverjum degi. „Ja, ég samdi eitt lag í gær. Er að vinna með manni frá Ameríku, Chris Omartian, sem flutti hingað í götuna með konu sinni, þau leigja húsið hennar Ágústu Evu í nokkrar vikur. Þar var hann með mjög fullkomin tæki og núna erum við öllum stundum hér inni í stofu að hljóðblanda plötu – sem er æðislegt.“ Platan sem er í burðarliðnum heitir Garðurinn minn og Magnús segir efni hennar hafa blundað með honum í tíu, tólf ár. Jenný sé mikill áhrifavaldur bæði tóna hans og texta, það fylgi henni ákveðin djúp þögn sem hægt sé að kafa í. „Jenný er ekki síblaðrandi en það sem hún segir er mælt af visku og hæversku. Pabbi var svona þögull líka og sonur minn og einnig sonur hans. Það er lærdómur að skynja svona fólk. Þá er maður veiðimaður, kastar í dýpið og reynir að veiða hugsanir og orð. Eitt lagið mitt er um það, og heitir Afleiður undirliggjandi þagna.“ Stundum kölluð skáldagyðjan Titillag nýju plötunnar rekur Magnús líka til konu sinnar. „Hugmyndin að því varð til þegar ég sá Jenný krjúpa í garðinum, það var rigning og hún var komin á hnén fyrir neðan eitt tréð. Brumið var að byrja að koma. Ég hugsaði: Þetta er náttúrlega glæsilegasta blómið í garðinum. Svo ég bjó til lag um það.“ „Þórunn Antonía, dóttir hans Magnúsar, kallar mig stundum skáldagyðjuna, það finnst mér fallegt,“ segir Jenný sem kveðst þó ekkert skáld vera. „En ég kann að meta tónlist og elska hana.“dsfNú tekur hún yfir í eldhúsinu því brauðbakstur er í aðsigi. Gerið búið að leysast upp og nú er komið að því að setja mjölið út í og hræra. Svo þarf deigið að hefa sig. „Ég set grænmeti út í brauðið líka, til dæmis rauðrófur, það eykur hollustuna og litirnir koma vel fram þegar brauðið er skorið og gera það lystugt,“ lýsir hún. „Já, svona brauðgerð er hálf heilög athöfn,“ segir Magnús og Anton ljósmyndari tekur undir það. „Verst að hafa ekki hverinn í eldhúsinu, þá hefði verið hægt að baka í honum,“ segir hann og við setjumst hlæjandi við borðstofuborðið með ilmandi kaffi í krúsum. Nýja platan þróaðist í það að verða afmælisútgáfa enda varð Magnús sjötugur nú síðsumars. Hún er unnin með piltum í hljómsveitinni Árstíðum. „Rosalega flottum strákum,“ svo notuð séu hans orð. „Ég ætlaði bara að fá þá til að vinna með mér eitt lag en þeir voru komnir hér inn með gítarana og hljómborðin og fóru að þefa meira af því sem ég var með og fletta og fannst það greinilega eitthvað spennandi. Alltaf að syngja og spila og stungu upp á því að við mundum bara vinna saman heila plötu. Mér leist vel á það enda finnst mér voða gaman að taka þátt í skapandi verkefnum en ég er ör en þeir mjög vandvirkir svo við þurftum að hafa svolítið fyrir því að finna jafnvægið. Þegar þeir voru hér í janúar 2017 og sögðu: Heyrðu, Magnús, eigum við svo ekki bara að gera hljómplötu með haustinu? Þá hugsaði ég: með haustinu? fyrir mér var það ljósár fram í tímann!“ Magnús kveðst hafa drifið í að bóka stúdíó og grunnupptökurnar hafi verið gerðar í febrúar 2017 í hans tempói. „Við fórum í Sundlaugina, dásamlegt stúdíó sem Sigur Rós byggði, og þar var ýtt á upptöku. Ég vildi skapa óöryggi, væntingar og sköpun á staðnum og við kláruðum að hljóðrita þrettán lög á tveimur dögum. Ég vildi ekki endurtaka neitt, ekki syngja neitt aftur. Þannig verður til svo mikið ævintýri, augnablikið verður svo stórt, allt svo skýrt og einfalt. Ég vildi heldur ekki hlusta á upptökurnar í stúdíóinu, þá fara einhverjar allt aðrar stöðvar í gang, heldur fara beint í næsta lag og hlusta þegar upptökum var lokið. Þetta var fallegt sköpunarferli.“ Eftir þetta segir Magnús hafa hægst á vinnslunni. „Ég róaðist og sagði við Jenný: „Ég held það sé best að taka drengjunum eins og farfuglum, þegar þeir lenda á túninu þá gerum við eitthvað og þegar þeir fara þá er það í lagi, þeir koma aftur.“ Þannig varð það. Við tókum til dæmis upp raddir hér í stiganum hjá okkur, þar er svo góður hljómur. Verkefnið tók eitt og hálft ár, í staðinn fyrir einn mánuð eins og ég hafði áætlað!“ Jenný segir Magnús vera sístarfandi. „Hann er með ADHD.“ „Já, ég vissi nú ekkert af því fyrr en ég var orðinn 39 ára. Þá þurftum við að fara með ungan son okkar í greiningu sem var uppi um alla veggi og úti um allt. Þegar ég las greininguna rann upp fyrir mér ljós. Ég var bara að lesa um mig. Ef ég hefði vitað þetta fyrr hefði ég getað unnið meira með það.“ „Þetta er auðvitað bara orka,“ útskýrir Jenný. „Við sögðum við strákinn okkar meðan hann var að læra að temja fjörið að hann væri með aukabensíntank en hann þyrfti ekki alltaf að vera með hann tengdan. Hann gæti stjórnað því hversu fast hann stigi á bensíngjöfina og við kenndum honum það. Hann er fyrirmyndarmaður í dag, á konu og tvö börn og gengur allt í haginn.“ Ekki séns að rífast Jenný er leikskólakennari en hætti að vinna fyrir tveimur árum. „Það var erfitt fyrst en ég gat bara ekki meira, var alltaf með höfuðverk og vöðvabólgur en er að ná mér hægt og rólega. Nú hugsa ég bara um barnabörnin, dýrin mín, garðinn og heimilið – og svo auðvitað Magnús! Ég hef nógu að sinna og mér leiðist aldrei.“ Hún segir tvo syni þeirra búa í Hveragerði. „Við keyptum hér ónýtt hús og gerðum það upp, öll fjölskyldan, á sjö mánuðum og nú er það hreiður fyrir unga fólkið okkar,“ segir Magnús og bætir við að eitt barnabarnið, lítil stúlka, verði kannski á plötunni á mynd sem var tekin af henni tveggja daga gamalli þar sem hún hvílir höfuðið í hendi móður sinnar og horfir með öðru auganu á heiminn. „Það er barnabarn númer tólf og eitt hefur bæst við síðan,“ segir Jenný ánægjuleg. Hvenær á svo platan að koma út? „Í byrjun nóvember,“ svarar Magnús. „Við erum búin að fá mann til að framleiða geisladiska og líka tvöfalda vínylplötu.“ „Já, við hipparnir verðum að hafa eitthvað til að halda á,“ tekur Jenný undir glaðlega. „Pönkið var vinsælt þegar ég var ung en mér fannst það alltof gróft og alltof hart, ég valdi að verða hippi og varð það alveg fram í fingurgóma. Mér finnst leiðinlegt að rífast og læt engan draga mig út í það.“ „Nei, ég hef gert nokkrar tilraunir til að skapa fæting en það er ekki séns,“ segir Magnús hlæjandi og heldur svo áfram að tala um plötuna. „Það mætti benda á að við erum að safna á Karolina Fund fyrir útgáfunni og verðum með heimatónleika fyrir þá sem leggja þar inn. Útgáfutónleikar verða í Háskólabíói 15. og 16. nóvember. „Það seldist strax upp á fyrri tónleikana, mér til undrunar,“ segir listamaðurinn. „Það brast á einhver athyglisbylgja þannig að gömlu lögin mín eru að spretta upp hér og þar hjá kórum, einsöngvurum og lúðrasveitum. Þau hafa öðlast nýtt líf með nýjum kynslóðum. Ég vona bara að nýju lögin falli líka í kramið.“ Nú er komið að myndatöku úti í garðinum, þar dafna ótal tegundir jurta í skjóli hússins, sem er tveggja hæða. „Þetta hús var búið að vera á sölu í eitt og hálft ár, áður en við keyptum það,“ segir Magnús Þór. „Ég skil það nú ekki,“ segir Anton ljósmyndari. „Hver vill ekki hver í eldhúsinu?“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Við Jenný ákváðum mjög snemma að reyna að stilla okkur á sama hraða, við erum svo skyldar sálir. Það varð kveikjan að okkar sambandi,“ segir tónlistarmaðurinn Magnús Þór Sigmundsson. Kona hans, Jenný Borgedóttir, tekur undir það og bætir við að þau séu búin að vera saman í 31 ár og byrjuð á ári númer 32. Magnús segir eitt af nýju lögunum sínum, Ein róandi, vera um fyrstu kynni þeirra. „Textinn er um það þegar hún teygir sig inn í hamrana í brjóstinu á mér, dregur mig út og segir: Hérna ert þú, eða svona sé ég þig – og að þá leist mér bara vel á þann gæja.“ „Mér líst ennþá vel á hann líka,“ segir Jenný brosandi. „Titillinn á laginu er samt stolinn,“ viðurkennir Magnús. „Móðurbróðir minn kom í heimsókn og líkaði vel við Jenný – menn og dýr elska Jenný – og þegar hann fór sagði hann: Já, Magnús, ég sé að þú hefur haft vit á að fá þér eina róandi!“ Sú fregn flaug um netheima fyrir nokkrum vikum að þau hjón hefðu endurnýjað hjúskaparheitið og haldið sumarbrúðkaup í garðinum. Þau staðfesta hana. „Við báðum um eina heiðna athöfn þar sem Hilmar Örn allsherjargoði blessaði okkur, himininn og jörðina. Hver veit nema við tökum svo eina hindúíska og aðra búddíska!“ segir Magnús kíminn.„Nú hugsa ég um barnabörnin, dýrin mín, garðinn og heimilið – og svo auðvitað Magnús. Ég hef nógu að sinna og mér leiðist aldrei.“„Upphaflega giftum við okkur í Bessastaðakirkju. Það var 10. júní 1993 og þá var mikið rok,“ segir Jenný og bendir á mynd á vegg, þar virðast þau vera að fjúka. „Við höldum aldrei neitt sérstaklega upp á giftingardaginn, meira upp á sólstöðurnar því þá hittumst við fyrst,“ segir Magnús. „Á djasstónleikum í Duushúsi í Grjótaþorpinu.“ Magnús er úr Njarðvíkunum og ólst upp við ameríska útvarpið sem hann segir hafa haft mikil áhrif á hann. „Því fylgdu aðrir menningarstraumar en íslenska útvarpinu eins og það var þá. Ég man eftir þáttum sem hétu Top Forty, þar hljómuðu nýjustu lög þeirra tíma,“ rifjar hann upp. Jenný er fædd og uppalin að mestu í Reykjavík. „En ég er ættuð vestan af Mýrum, frá Brúarlandi, og þar var ég alltaf í sveit hjá ömmu og afa. Mér finnst ég alin þar upp líka – þar er andinn minn.“ Magnús segir Jenný hafa skapandi anda. „Hún prjónar, saumar og leirar. Ég man fyrsta bíltúrinn sem við áttum saman. Þá var hún að prjóna, ég man eftir smellunum í prjónunum. Ég samdi um það popplag þar sem þessar ljóðlínur koma fyrir: Önnur eins spariföt enginn á, efnisvalið silkimjúkt, það klæðir mig svo sjúkt, alltaf hjartanu næst.“ Viðbrigði að koma af Laugaveginum Nú búa þau Magnús Þór og Jenný í blómabænum Hveragerði og hús þeirra er umlukið gróðri að miklu leyti. Það er líka ævintýralegt og hlýlegt þegar inn er komið, fullt af myndum, hljóðfærum, blómum og teppum. Þar spígspora um kettirnir Mosi, Mói og Dimmblá og einnig tíkin Garún Elsa. Í bakgarðinum vappa svo marglitar hænur. „Við fluttum hingað 2. september 2001, úr Fálkahúsinu við Laugaveg í Reykjavík. Okkur leið vel þar en samt voru mikil viðbrigði að koma hingað, bara í paradís,“ segir Jenný. „Hér getum við ræktað margt, það frýs til dæmis aldrei í garðinum okkar. Samt festir þar snjó og stundum myndast skafl en þegar hann fer kemur grasið grænt undan. Ef gæludýr deyr hjá sonum okkar koma þeir með það hingað og jarðsetja undir stofuglugganum. Þar er alltaf hægt að grafa. En náttúran hér er síkvik og eftir síðasta jarðskjálfta hefur ekki verið hiti í gólfinu hjá okkur, sem var stundum áður, það var notalegt.“ „Einu sinni var hver hér í eldhúsgólfinu, að sögn gömlu konunnar sem seldi okkur húsið,“ segir Magnús sem nú er tekinn til við að brugga kaffi í stórri, gylltri og tilkomumikilli kaffivél. „Þessi vél var fundin upp 1905 af manni sem bjó hana til handa konu sinni, Viktoriu Arduino, og var fyrsta sjálfvirka kaffivélin. Ég vissi af svona könnu á Hótel Borg, nema stærri, þær voru víða á kaffihúsum á árunum 1930-1970. Svo sá ég þessa auglýsta á netinu og var búinn að tryggja mér hana eftir klukkutíma. Það er svolítið maus að laga kaffi í henni, það þarf að mala í hana og hlúa að henni.„Ég vildi skapa óöryggi, væntingar og sköpun á staðnum og við kláruðum að hljóðrita 13 lög á tveimur dögum.Magnús er tónskáld og textasmiður auk þess að vera gítarleikari og söngvari. Ég króa hann af við kaffivélina og spyr hvort hann semji eitthvað á hverjum degi. „Ja, ég samdi eitt lag í gær. Er að vinna með manni frá Ameríku, Chris Omartian, sem flutti hingað í götuna með konu sinni, þau leigja húsið hennar Ágústu Evu í nokkrar vikur. Þar var hann með mjög fullkomin tæki og núna erum við öllum stundum hér inni í stofu að hljóðblanda plötu – sem er æðislegt.“ Platan sem er í burðarliðnum heitir Garðurinn minn og Magnús segir efni hennar hafa blundað með honum í tíu, tólf ár. Jenný sé mikill áhrifavaldur bæði tóna hans og texta, það fylgi henni ákveðin djúp þögn sem hægt sé að kafa í. „Jenný er ekki síblaðrandi en það sem hún segir er mælt af visku og hæversku. Pabbi var svona þögull líka og sonur minn og einnig sonur hans. Það er lærdómur að skynja svona fólk. Þá er maður veiðimaður, kastar í dýpið og reynir að veiða hugsanir og orð. Eitt lagið mitt er um það, og heitir Afleiður undirliggjandi þagna.“ Stundum kölluð skáldagyðjan Titillag nýju plötunnar rekur Magnús líka til konu sinnar. „Hugmyndin að því varð til þegar ég sá Jenný krjúpa í garðinum, það var rigning og hún var komin á hnén fyrir neðan eitt tréð. Brumið var að byrja að koma. Ég hugsaði: Þetta er náttúrlega glæsilegasta blómið í garðinum. Svo ég bjó til lag um það.“ „Þórunn Antonía, dóttir hans Magnúsar, kallar mig stundum skáldagyðjuna, það finnst mér fallegt,“ segir Jenný sem kveðst þó ekkert skáld vera. „En ég kann að meta tónlist og elska hana.“dsfNú tekur hún yfir í eldhúsinu því brauðbakstur er í aðsigi. Gerið búið að leysast upp og nú er komið að því að setja mjölið út í og hræra. Svo þarf deigið að hefa sig. „Ég set grænmeti út í brauðið líka, til dæmis rauðrófur, það eykur hollustuna og litirnir koma vel fram þegar brauðið er skorið og gera það lystugt,“ lýsir hún. „Já, svona brauðgerð er hálf heilög athöfn,“ segir Magnús og Anton ljósmyndari tekur undir það. „Verst að hafa ekki hverinn í eldhúsinu, þá hefði verið hægt að baka í honum,“ segir hann og við setjumst hlæjandi við borðstofuborðið með ilmandi kaffi í krúsum. Nýja platan þróaðist í það að verða afmælisútgáfa enda varð Magnús sjötugur nú síðsumars. Hún er unnin með piltum í hljómsveitinni Árstíðum. „Rosalega flottum strákum,“ svo notuð séu hans orð. „Ég ætlaði bara að fá þá til að vinna með mér eitt lag en þeir voru komnir hér inn með gítarana og hljómborðin og fóru að þefa meira af því sem ég var með og fletta og fannst það greinilega eitthvað spennandi. Alltaf að syngja og spila og stungu upp á því að við mundum bara vinna saman heila plötu. Mér leist vel á það enda finnst mér voða gaman að taka þátt í skapandi verkefnum en ég er ör en þeir mjög vandvirkir svo við þurftum að hafa svolítið fyrir því að finna jafnvægið. Þegar þeir voru hér í janúar 2017 og sögðu: Heyrðu, Magnús, eigum við svo ekki bara að gera hljómplötu með haustinu? Þá hugsaði ég: með haustinu? fyrir mér var það ljósár fram í tímann!“ Magnús kveðst hafa drifið í að bóka stúdíó og grunnupptökurnar hafi verið gerðar í febrúar 2017 í hans tempói. „Við fórum í Sundlaugina, dásamlegt stúdíó sem Sigur Rós byggði, og þar var ýtt á upptöku. Ég vildi skapa óöryggi, væntingar og sköpun á staðnum og við kláruðum að hljóðrita þrettán lög á tveimur dögum. Ég vildi ekki endurtaka neitt, ekki syngja neitt aftur. Þannig verður til svo mikið ævintýri, augnablikið verður svo stórt, allt svo skýrt og einfalt. Ég vildi heldur ekki hlusta á upptökurnar í stúdíóinu, þá fara einhverjar allt aðrar stöðvar í gang, heldur fara beint í næsta lag og hlusta þegar upptökum var lokið. Þetta var fallegt sköpunarferli.“ Eftir þetta segir Magnús hafa hægst á vinnslunni. „Ég róaðist og sagði við Jenný: „Ég held það sé best að taka drengjunum eins og farfuglum, þegar þeir lenda á túninu þá gerum við eitthvað og þegar þeir fara þá er það í lagi, þeir koma aftur.“ Þannig varð það. Við tókum til dæmis upp raddir hér í stiganum hjá okkur, þar er svo góður hljómur. Verkefnið tók eitt og hálft ár, í staðinn fyrir einn mánuð eins og ég hafði áætlað!“ Jenný segir Magnús vera sístarfandi. „Hann er með ADHD.“ „Já, ég vissi nú ekkert af því fyrr en ég var orðinn 39 ára. Þá þurftum við að fara með ungan son okkar í greiningu sem var uppi um alla veggi og úti um allt. Þegar ég las greininguna rann upp fyrir mér ljós. Ég var bara að lesa um mig. Ef ég hefði vitað þetta fyrr hefði ég getað unnið meira með það.“ „Þetta er auðvitað bara orka,“ útskýrir Jenný. „Við sögðum við strákinn okkar meðan hann var að læra að temja fjörið að hann væri með aukabensíntank en hann þyrfti ekki alltaf að vera með hann tengdan. Hann gæti stjórnað því hversu fast hann stigi á bensíngjöfina og við kenndum honum það. Hann er fyrirmyndarmaður í dag, á konu og tvö börn og gengur allt í haginn.“ Ekki séns að rífast Jenný er leikskólakennari en hætti að vinna fyrir tveimur árum. „Það var erfitt fyrst en ég gat bara ekki meira, var alltaf með höfuðverk og vöðvabólgur en er að ná mér hægt og rólega. Nú hugsa ég bara um barnabörnin, dýrin mín, garðinn og heimilið – og svo auðvitað Magnús! Ég hef nógu að sinna og mér leiðist aldrei.“ Hún segir tvo syni þeirra búa í Hveragerði. „Við keyptum hér ónýtt hús og gerðum það upp, öll fjölskyldan, á sjö mánuðum og nú er það hreiður fyrir unga fólkið okkar,“ segir Magnús og bætir við að eitt barnabarnið, lítil stúlka, verði kannski á plötunni á mynd sem var tekin af henni tveggja daga gamalli þar sem hún hvílir höfuðið í hendi móður sinnar og horfir með öðru auganu á heiminn. „Það er barnabarn númer tólf og eitt hefur bæst við síðan,“ segir Jenný ánægjuleg. Hvenær á svo platan að koma út? „Í byrjun nóvember,“ svarar Magnús. „Við erum búin að fá mann til að framleiða geisladiska og líka tvöfalda vínylplötu.“ „Já, við hipparnir verðum að hafa eitthvað til að halda á,“ tekur Jenný undir glaðlega. „Pönkið var vinsælt þegar ég var ung en mér fannst það alltof gróft og alltof hart, ég valdi að verða hippi og varð það alveg fram í fingurgóma. Mér finnst leiðinlegt að rífast og læt engan draga mig út í það.“ „Nei, ég hef gert nokkrar tilraunir til að skapa fæting en það er ekki séns,“ segir Magnús hlæjandi og heldur svo áfram að tala um plötuna. „Það mætti benda á að við erum að safna á Karolina Fund fyrir útgáfunni og verðum með heimatónleika fyrir þá sem leggja þar inn. Útgáfutónleikar verða í Háskólabíói 15. og 16. nóvember. „Það seldist strax upp á fyrri tónleikana, mér til undrunar,“ segir listamaðurinn. „Það brast á einhver athyglisbylgja þannig að gömlu lögin mín eru að spretta upp hér og þar hjá kórum, einsöngvurum og lúðrasveitum. Þau hafa öðlast nýtt líf með nýjum kynslóðum. Ég vona bara að nýju lögin falli líka í kramið.“ Nú er komið að myndatöku úti í garðinum, þar dafna ótal tegundir jurta í skjóli hússins, sem er tveggja hæða. „Þetta hús var búið að vera á sölu í eitt og hálft ár, áður en við keyptum það,“ segir Magnús Þór. „Ég skil það nú ekki,“ segir Anton ljósmyndari. „Hver vill ekki hver í eldhúsinu?“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira