„Ég á að finna þessi týndu börn“ Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 29. september 2018 08:30 Uppruni snýst ekki bara um útlit, minnir Karen á. Howka, mamuyuth miñay?“ Svona heilsar Karen Vigneault af Kumeya-þjóðflokki indjána á eigin tungumáli. Hún er stödd í snoturri íbúð Guðrúnar Drafnar Emilsdóttur í Vesturbænum. Hún hefur lagt á sig langt ferðalag frá verndarsvæðinu sem hún býr á í San Diego til Íslands til að heimsækja eitt „barna“ sinna. Guðrún komst að því fyrir stuttu að hún er af Otoe-þjóðflokki indjána sem á sér verndarsvæði við Red Rock í Noble-sýslu í Oklahoma og naut liðsinnis Karenar sem hefur í seinni tíð helgað sig því að aðstoða ættleidd en uppkomin börn indjána að finna uppruna sinn. Leitar „týndu barnanna“ „Ég leita týndu barnanna okkar og hjálpa þeim að tengjast menningu sinni og uppruna,“ segir Karen frá. Hún er glöð í bragði, með síðar fléttur og lætur tímamismuninn ekki mikið á sig fá. „Hún vaknaði bara mjög hress og fór í Melabúðina,“ segir Guðrún frá og brosir við.Karen kom færandi hendi með fulla ferðatösku af bókum, minjagripum og fallegum hlutum handa Guðrúnu svo hún megi kynnast menningu sinni. Fréttablaðið/Eyþór.Á borðstofuborðinu er fjöldi minjagripa, bóka og ljósmynda. Karen hefur komið færandi hendi. Við borðið situr Emil Már Einarsson, systursonur Guðrúnar, sem dvelur einnig hjá henni. Það er honum að þakka að Guðrún náði sambandi við Karen. „Mig hefur alltaf langað til þess að sjá norðurljósin hér á Íslandi. Ég átti nýlega sextugsafmæli og á svipuðum tíma hafði Emil samband við mig. Ekkert er hendingu háð og nú er ég hér,“ segir Karen. Þegar ég sagði vinum mínum frá Íslendingnum sem reyndist vera indjáni og því að mig langaði að sjá norðurljósin gáfu vinir mínir mér flugpunktana sína svo ég þurfti ekki að greiða nema litla upphæð fyrir ferðalagið hingað,“ segir hún og brosir breitt. Leitin að uppruna Guðrúnar á sér langan aðdraganda. Blóðfaðir hennar kom til Íslands árið 1966. Hann dvaldi skamma hríð á landinu en átti í sambandi við blóðmóður Guðrúnar. Guðrún fæddist árið 1967 og var gefin foreldrum sínum til ættleiðingar. Hún hefur búið alla sína barnæsku í Vesturbænum og býr nú skammt frá æskuheimili sínu. Hún vissi það eitt að faðir hennar hét Henry Jackson og var í bandaríska hernum. Leitaði á fermingartölvunni Emil var aðeins táningur þegar hann byrjaði að leita blóðföður Guðrúnar. „Ég fékk tölvu í fermingargjöf. Ég spurði Guðrúnu hvort ég mætti athuga hvort ég fyndi eitthvað. Ég spurði hana hvað það væri sem hún vissi í raun og veru,“ segir Emil frá. „Okkur vantaði hins vegar millinafn hans og vegna þess að hann var í hernum þá voru hindranir í veginum. Að komast yfir herskjöl var erfitt. Það var auðvitað alveg hægt en var kannski ekki verkefni fyrir fjórtán ára strák,“ segir Emil. Emil fór til Danmerkur í verkfræðinám. Nú býr hann þar og starfar. Stuttu fyrir fimmtugsafmæli Guðrúnar í sumar ákvað hann að hefja leitina á ný. „Ég áttaði mig á því að ég gæti líklega komist yfir betri upplýsingar. Mig vantaði enn millinafnið og það var ákveðin hindrun. En ég fann Karen og las greinar um þessa merkilegu konu og hvernig hún hefur fundið fjölmörg svokölluð týnd börn indjána. Ég sendi henni tölvupóst seint í vor og þá fór boltinn að rúlla. Enda er hún alveg ótrúleg,“ segir Emil frá.Karen fékk sér þetta hefðbundna húðflúr á hökuna þegar hún varð fimmtug. Fréttablaðið/Eyþór.Á hálfsystur í Arizona „Eitt leiddi af öðru,“ segir Karen frá og bætir við að þegar upplýsingar um uppruna Guðrúnar voru staðfestar með DNA-prófi þá hafi hlutirnir gerst hratt. Hún hafi rætt við fólk í sínum þjóðflokki, Otoe-þjóðflokkinum í Oklahoma. Þá hafi blaðakona hjá Voice of America skrifað grein um leitina. Mjög fljótlega fann Guðrún hálfsystur sína, Kimberley, í Tucson í Arizona. Karen tók að sér að hringja í hana. „Stundum er erfitt að hringja svona símtöl. En í þetta skiptið var það auðvelt. Kimberley var himinlifandi yfir því að hafa eignast systur. Það er engin erfið saga. Guðrún átti hamingjuríka æsku hér á Íslandi og skorti ekkert og því eru upplýsingar um uppruna hennar bara góð en nauðsynleg viðbót,“ segir Karen. Hamingjusöm í æsku En Guðrún, hvernig leið þér sem barni? Vissir þú af þessum óvanalega uppruna? „Ég vissi að blóðfaðir minn var af indjánaættum. En ég spáði aldrei í það. Ég var bara ósköp venjulegur íslenskur krakki. Ég ólst reyndar bara upp hér í næstu götu. Ég var gefin beint af fæðingardeildinni. Blóðmóðir mín var komin sex mánuði á leið þegar hún ákvað að fara þessa leið. Það voru fleiri pör sem höfðu sóst eftir því að fá barn. Hún hitti foreldra mína nokkrum sinnum og valdi þá úr. Ég var heppin að enda hjá þeim og átti góða æsku og unglingsár,“ segir Guðrún og bætir við að auðvitað hafi ekki verið margt fólk með dökkan húðlit á Íslandi í þá daga. „Mér leið aldrei eins og ég væri ekki ein af hópnum. Ég var í góðum bekk í Melaskóla, eignaðist góða vini sem ég á enn í dag,“ segir Guðrún.Karen hélt hlýlega athöfn fyrir Guðrúnu stuttu eftir komuna itl landsins.Uppruni er ekki bara útlit „Ég sá strax að hún væri af frumbyggjum komin. Sá mynd af henni sem barni og það var bara ekki vafi í mínum huga,“ segir Karen. „En ég má til með að nefna að uppruni snýst ekki um það hvernig fólk lítur út, það hefur meira með tilfinningar fólks að gera. Hvernig fólki líður, hvað það gerir. Margt sem Guðrún gerir sé ég að er svona í anda hennar fólks. Hún beitir innsæi sínu mikið til að mynda. En þetta getur hún ekki vitað að hafi nokkra merkingu nema með því að hitta sitt fólk,“ segir Karen. „Það er eitt að segja henni Guðrúnu frá ættbálki hennar og annað fyrir hana að upplifa. Næsta skref er að fara og hitta hennar fólk af Otoe-þjóðflokki,“ segir hún. Fara til Bandaríkjanna Það er langt síðan Guðrún tengdist fjölskyldu blóðmóður sinnar. Hún var tuttugu og fimm ára gömul. „Ég var alltaf spenntari fyrir þessum dularfulla uppruna mínum í föðurætt. En kannski það hafi bara verið of fjarlægt til þess að ég hafi orðið mjög upptekin af því. En bróðir minn í móðurætt fann mig þegar ég var 25 ára. Hann vissi ekki að ég væri til. Það var í fyrsta skipti sem ég fór að hugsa meira út í þessa hluti. Ég hef átt yndislegar stundir með þessu fólki. Bróðir minn er í dag í sambandi við mig nánast daglega og ég fer reglulega að heimsækja systur mína. Þau komu, öll fjölskyldan, í fimmtugsafmælið mitt. Það hefur aldrei verið neitt vandamál. Bara ævintýri og nú halda þau áfram og ég kynnist föðurfjölskyldunni,“ segir Guðrún. „Ég hef aldrei leitað. Þetta kom allt til mín,“ segir Guðrún og horfir ástúðlega á Emil. „Þetta ævintýri er allt Emil að þakka, ég er honum svo þakklát, hann gerir allt fyrir mig. Og nú kemur hann með mér til Bandaríkjanna og verður með mér á ferðalagi að heimsækja þjóðflokkinn og systur mína,“ segir hún. Fær líklega réttindi indjána Guðrún og Emil fara í nóvember til Bandaríkjanna á slóðir forfeðra hennar. „Við förum fyrst á verndarsvæði Otoe-þjóðflokksins og ég bið um inngöngu,“ segir Guðrún og segist kvíða því að verða ekki samþykkt. Karen hughreystir hana og segir ferlið munu ganga vel. „Hún fær með því réttindi indjána í Bandaríkjunum,“ útskýrir Karen. „Hún gæti þannig eignast land, peninga. Hún getur sótt um tvöfaldan ríkisborgararétt. Þá býðst henni ýmiss konar þjónusta, heilsugæsla og tannlæknaþjónusta, atvinnutækifæri og fleira,“ segir Karen sem segir þjóðflokkana sjá um sína.Karen, Guðrún og Emil samankomin.Fréttablaðið/Eyþór. „Svo förum við til Houston þar sem gröf Henrys er. Þá fljúgum við til vesturstrandarinnar þar sem systir hennar býr og svo förum við til San Diego og heimsækjum Karen á hennar verndarsvæði,“ segir Emil um ferðaáætlunina. Þau hafa fengið veglegan styrk til ferðalagsins frá WOW air. „Sem er magnað, eins og allt annað í þessu ævintýri þá kemur þetta allt til mín,“ segir Guðrún. Karen segir að þó að mikinn fjölda indjánaþjóðflokka sé að finna í Bandaríkjunum þá sé þeim að fækka ört. Menning þeirra að gleymast og réttindi þeirra að þynnast út. Það sé stöðug barátta fyrir indjána í Bandaríkjunum að halda í menningararf sinn. „Kumeya-þjóðflokkurinn er ólíkur þjóðflokki Guðrúnar og í Kaliforníu býr hann á 14 mismunandi verndarsvæðum í San Diego. Þau eru ólík innbyrðis, sums staðar býr efnað fólk. Annars staðar ríkir fátækt. En í okkar þjóðflokki er menntunarstig óvanalega hátt. Áherslan rík á menntun, við erum með dómara, lögfræðinga og indjána með doktorsgráður. Við notum ekki trommur og klæðum okkur ekki jafn mikið upp á og Otoe-þjóðflokkurinn, sem er eiginlega svona steríótýpan af indjána eins og vestræni heimurinn þekkir hann,“ segir Karen. „Ég menntaði mig í bókasafnsfræði og rannsóknir eru mitt fag. Ég vinn samkvæmt samningi við félagsþjónustuna í San Francisco. Starf mitt felst í því að finna börn indjána í fósturkerfinu og hjálpa þeim tengjast uppruna sínum. Í Bandaríkjunum voru mörg börn tekin af indjánum og sett í fóstur. Yfirvöld vildu gera þau hvít og rændu þau menningu sinni. Þau vildu taka indjánann úr okkur. Þau gerðu það með því að taka börn markvisst og setja í fóstur. Gerðu ófrjósemisaðgerðir á konum án leyfis. Sendu börnin í skóla og klipptu af þeim síða hárið. Veistu hvaða þýðingu hárið hefur fyrir indjána? Hárið er tengt tilfinningum okkar. Í sumum þjóðflokkum skerðir fólk hár sitt þegar einhver því nákominn deyr. Það er mikið ofbeldi að klippa hár indjána,“ segir Karen og strýkur langar flétturnar. „Ég sinni líka mikilli sjálfboðavinnu og andlegri vinnu. Það er oftast fólk sem verður á leið minni. Eins og Guðrún til dæmis. Það er svona minn tilgangur í þessu lífi,“ segir Karen. Guðrún segist hafa kynnt sér örlítið hætti Otoe-indjána. „Við erum búin að vera að horfa á þá á YouTube. Þeir eru litríkir,“ segir Guðrún. „Ég veit ekki hvað ég mun eiga sameiginlegt með þessu fólki en sé það þegar ég kem út til þeirra,“ segir hún. „Hvert eitt og einasta uppkomið barn sem ég finn er svo verðmætt. Því við erum deyjandi. Við erum svo fá eftir. Það eru innan við þúsund eftir af okkar ættbálki,“ segir Karen. „Og í ættbálki Guðrúnar eru þau um 5.000 talsins. Það hefur svo margt verið tekið af okkur og við þurfum að finna okkar leið til að endurheimta það. Þó að aðeins lítill hluti verði endurheimtur, þá skiptir það máli. Og þótt maður verði að koma alla leið til Íslands, þá er það þess virði,“ segir Karen og segir að ef einhverja á Íslandi gruni að þeir eigi sér rætur meðal frumbyggja Ameríku þá skuli þeir ekki hika við að hafa samband við hana. „Þetta er hlutverk mitt svo fólk skal ekki hika. Ég á að finna þessi týndu börn og færa þeim uppruna sinn. Auðvitað get ég ekki hjálpað öllum. En einhverjum get ég hjálpað,“ segir Karen. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Lífið samstarf Fleiri fréttir Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Sjá meira
Howka, mamuyuth miñay?“ Svona heilsar Karen Vigneault af Kumeya-þjóðflokki indjána á eigin tungumáli. Hún er stödd í snoturri íbúð Guðrúnar Drafnar Emilsdóttur í Vesturbænum. Hún hefur lagt á sig langt ferðalag frá verndarsvæðinu sem hún býr á í San Diego til Íslands til að heimsækja eitt „barna“ sinna. Guðrún komst að því fyrir stuttu að hún er af Otoe-þjóðflokki indjána sem á sér verndarsvæði við Red Rock í Noble-sýslu í Oklahoma og naut liðsinnis Karenar sem hefur í seinni tíð helgað sig því að aðstoða ættleidd en uppkomin börn indjána að finna uppruna sinn. Leitar „týndu barnanna“ „Ég leita týndu barnanna okkar og hjálpa þeim að tengjast menningu sinni og uppruna,“ segir Karen frá. Hún er glöð í bragði, með síðar fléttur og lætur tímamismuninn ekki mikið á sig fá. „Hún vaknaði bara mjög hress og fór í Melabúðina,“ segir Guðrún frá og brosir við.Karen kom færandi hendi með fulla ferðatösku af bókum, minjagripum og fallegum hlutum handa Guðrúnu svo hún megi kynnast menningu sinni. Fréttablaðið/Eyþór.Á borðstofuborðinu er fjöldi minjagripa, bóka og ljósmynda. Karen hefur komið færandi hendi. Við borðið situr Emil Már Einarsson, systursonur Guðrúnar, sem dvelur einnig hjá henni. Það er honum að þakka að Guðrún náði sambandi við Karen. „Mig hefur alltaf langað til þess að sjá norðurljósin hér á Íslandi. Ég átti nýlega sextugsafmæli og á svipuðum tíma hafði Emil samband við mig. Ekkert er hendingu háð og nú er ég hér,“ segir Karen. Þegar ég sagði vinum mínum frá Íslendingnum sem reyndist vera indjáni og því að mig langaði að sjá norðurljósin gáfu vinir mínir mér flugpunktana sína svo ég þurfti ekki að greiða nema litla upphæð fyrir ferðalagið hingað,“ segir hún og brosir breitt. Leitin að uppruna Guðrúnar á sér langan aðdraganda. Blóðfaðir hennar kom til Íslands árið 1966. Hann dvaldi skamma hríð á landinu en átti í sambandi við blóðmóður Guðrúnar. Guðrún fæddist árið 1967 og var gefin foreldrum sínum til ættleiðingar. Hún hefur búið alla sína barnæsku í Vesturbænum og býr nú skammt frá æskuheimili sínu. Hún vissi það eitt að faðir hennar hét Henry Jackson og var í bandaríska hernum. Leitaði á fermingartölvunni Emil var aðeins táningur þegar hann byrjaði að leita blóðföður Guðrúnar. „Ég fékk tölvu í fermingargjöf. Ég spurði Guðrúnu hvort ég mætti athuga hvort ég fyndi eitthvað. Ég spurði hana hvað það væri sem hún vissi í raun og veru,“ segir Emil frá. „Okkur vantaði hins vegar millinafn hans og vegna þess að hann var í hernum þá voru hindranir í veginum. Að komast yfir herskjöl var erfitt. Það var auðvitað alveg hægt en var kannski ekki verkefni fyrir fjórtán ára strák,“ segir Emil. Emil fór til Danmerkur í verkfræðinám. Nú býr hann þar og starfar. Stuttu fyrir fimmtugsafmæli Guðrúnar í sumar ákvað hann að hefja leitina á ný. „Ég áttaði mig á því að ég gæti líklega komist yfir betri upplýsingar. Mig vantaði enn millinafnið og það var ákveðin hindrun. En ég fann Karen og las greinar um þessa merkilegu konu og hvernig hún hefur fundið fjölmörg svokölluð týnd börn indjána. Ég sendi henni tölvupóst seint í vor og þá fór boltinn að rúlla. Enda er hún alveg ótrúleg,“ segir Emil frá.Karen fékk sér þetta hefðbundna húðflúr á hökuna þegar hún varð fimmtug. Fréttablaðið/Eyþór.Á hálfsystur í Arizona „Eitt leiddi af öðru,“ segir Karen frá og bætir við að þegar upplýsingar um uppruna Guðrúnar voru staðfestar með DNA-prófi þá hafi hlutirnir gerst hratt. Hún hafi rætt við fólk í sínum þjóðflokki, Otoe-þjóðflokkinum í Oklahoma. Þá hafi blaðakona hjá Voice of America skrifað grein um leitina. Mjög fljótlega fann Guðrún hálfsystur sína, Kimberley, í Tucson í Arizona. Karen tók að sér að hringja í hana. „Stundum er erfitt að hringja svona símtöl. En í þetta skiptið var það auðvelt. Kimberley var himinlifandi yfir því að hafa eignast systur. Það er engin erfið saga. Guðrún átti hamingjuríka æsku hér á Íslandi og skorti ekkert og því eru upplýsingar um uppruna hennar bara góð en nauðsynleg viðbót,“ segir Karen. Hamingjusöm í æsku En Guðrún, hvernig leið þér sem barni? Vissir þú af þessum óvanalega uppruna? „Ég vissi að blóðfaðir minn var af indjánaættum. En ég spáði aldrei í það. Ég var bara ósköp venjulegur íslenskur krakki. Ég ólst reyndar bara upp hér í næstu götu. Ég var gefin beint af fæðingardeildinni. Blóðmóðir mín var komin sex mánuði á leið þegar hún ákvað að fara þessa leið. Það voru fleiri pör sem höfðu sóst eftir því að fá barn. Hún hitti foreldra mína nokkrum sinnum og valdi þá úr. Ég var heppin að enda hjá þeim og átti góða æsku og unglingsár,“ segir Guðrún og bætir við að auðvitað hafi ekki verið margt fólk með dökkan húðlit á Íslandi í þá daga. „Mér leið aldrei eins og ég væri ekki ein af hópnum. Ég var í góðum bekk í Melaskóla, eignaðist góða vini sem ég á enn í dag,“ segir Guðrún.Karen hélt hlýlega athöfn fyrir Guðrúnu stuttu eftir komuna itl landsins.Uppruni er ekki bara útlit „Ég sá strax að hún væri af frumbyggjum komin. Sá mynd af henni sem barni og það var bara ekki vafi í mínum huga,“ segir Karen. „En ég má til með að nefna að uppruni snýst ekki um það hvernig fólk lítur út, það hefur meira með tilfinningar fólks að gera. Hvernig fólki líður, hvað það gerir. Margt sem Guðrún gerir sé ég að er svona í anda hennar fólks. Hún beitir innsæi sínu mikið til að mynda. En þetta getur hún ekki vitað að hafi nokkra merkingu nema með því að hitta sitt fólk,“ segir Karen. „Það er eitt að segja henni Guðrúnu frá ættbálki hennar og annað fyrir hana að upplifa. Næsta skref er að fara og hitta hennar fólk af Otoe-þjóðflokki,“ segir hún. Fara til Bandaríkjanna Það er langt síðan Guðrún tengdist fjölskyldu blóðmóður sinnar. Hún var tuttugu og fimm ára gömul. „Ég var alltaf spenntari fyrir þessum dularfulla uppruna mínum í föðurætt. En kannski það hafi bara verið of fjarlægt til þess að ég hafi orðið mjög upptekin af því. En bróðir minn í móðurætt fann mig þegar ég var 25 ára. Hann vissi ekki að ég væri til. Það var í fyrsta skipti sem ég fór að hugsa meira út í þessa hluti. Ég hef átt yndislegar stundir með þessu fólki. Bróðir minn er í dag í sambandi við mig nánast daglega og ég fer reglulega að heimsækja systur mína. Þau komu, öll fjölskyldan, í fimmtugsafmælið mitt. Það hefur aldrei verið neitt vandamál. Bara ævintýri og nú halda þau áfram og ég kynnist föðurfjölskyldunni,“ segir Guðrún. „Ég hef aldrei leitað. Þetta kom allt til mín,“ segir Guðrún og horfir ástúðlega á Emil. „Þetta ævintýri er allt Emil að þakka, ég er honum svo þakklát, hann gerir allt fyrir mig. Og nú kemur hann með mér til Bandaríkjanna og verður með mér á ferðalagi að heimsækja þjóðflokkinn og systur mína,“ segir hún. Fær líklega réttindi indjána Guðrún og Emil fara í nóvember til Bandaríkjanna á slóðir forfeðra hennar. „Við förum fyrst á verndarsvæði Otoe-þjóðflokksins og ég bið um inngöngu,“ segir Guðrún og segist kvíða því að verða ekki samþykkt. Karen hughreystir hana og segir ferlið munu ganga vel. „Hún fær með því réttindi indjána í Bandaríkjunum,“ útskýrir Karen. „Hún gæti þannig eignast land, peninga. Hún getur sótt um tvöfaldan ríkisborgararétt. Þá býðst henni ýmiss konar þjónusta, heilsugæsla og tannlæknaþjónusta, atvinnutækifæri og fleira,“ segir Karen sem segir þjóðflokkana sjá um sína.Karen, Guðrún og Emil samankomin.Fréttablaðið/Eyþór. „Svo förum við til Houston þar sem gröf Henrys er. Þá fljúgum við til vesturstrandarinnar þar sem systir hennar býr og svo förum við til San Diego og heimsækjum Karen á hennar verndarsvæði,“ segir Emil um ferðaáætlunina. Þau hafa fengið veglegan styrk til ferðalagsins frá WOW air. „Sem er magnað, eins og allt annað í þessu ævintýri þá kemur þetta allt til mín,“ segir Guðrún. Karen segir að þó að mikinn fjölda indjánaþjóðflokka sé að finna í Bandaríkjunum þá sé þeim að fækka ört. Menning þeirra að gleymast og réttindi þeirra að þynnast út. Það sé stöðug barátta fyrir indjána í Bandaríkjunum að halda í menningararf sinn. „Kumeya-þjóðflokkurinn er ólíkur þjóðflokki Guðrúnar og í Kaliforníu býr hann á 14 mismunandi verndarsvæðum í San Diego. Þau eru ólík innbyrðis, sums staðar býr efnað fólk. Annars staðar ríkir fátækt. En í okkar þjóðflokki er menntunarstig óvanalega hátt. Áherslan rík á menntun, við erum með dómara, lögfræðinga og indjána með doktorsgráður. Við notum ekki trommur og klæðum okkur ekki jafn mikið upp á og Otoe-þjóðflokkurinn, sem er eiginlega svona steríótýpan af indjána eins og vestræni heimurinn þekkir hann,“ segir Karen. „Ég menntaði mig í bókasafnsfræði og rannsóknir eru mitt fag. Ég vinn samkvæmt samningi við félagsþjónustuna í San Francisco. Starf mitt felst í því að finna börn indjána í fósturkerfinu og hjálpa þeim tengjast uppruna sínum. Í Bandaríkjunum voru mörg börn tekin af indjánum og sett í fóstur. Yfirvöld vildu gera þau hvít og rændu þau menningu sinni. Þau vildu taka indjánann úr okkur. Þau gerðu það með því að taka börn markvisst og setja í fóstur. Gerðu ófrjósemisaðgerðir á konum án leyfis. Sendu börnin í skóla og klipptu af þeim síða hárið. Veistu hvaða þýðingu hárið hefur fyrir indjána? Hárið er tengt tilfinningum okkar. Í sumum þjóðflokkum skerðir fólk hár sitt þegar einhver því nákominn deyr. Það er mikið ofbeldi að klippa hár indjána,“ segir Karen og strýkur langar flétturnar. „Ég sinni líka mikilli sjálfboðavinnu og andlegri vinnu. Það er oftast fólk sem verður á leið minni. Eins og Guðrún til dæmis. Það er svona minn tilgangur í þessu lífi,“ segir Karen. Guðrún segist hafa kynnt sér örlítið hætti Otoe-indjána. „Við erum búin að vera að horfa á þá á YouTube. Þeir eru litríkir,“ segir Guðrún. „Ég veit ekki hvað ég mun eiga sameiginlegt með þessu fólki en sé það þegar ég kem út til þeirra,“ segir hún. „Hvert eitt og einasta uppkomið barn sem ég finn er svo verðmætt. Því við erum deyjandi. Við erum svo fá eftir. Það eru innan við þúsund eftir af okkar ættbálki,“ segir Karen. „Og í ættbálki Guðrúnar eru þau um 5.000 talsins. Það hefur svo margt verið tekið af okkur og við þurfum að finna okkar leið til að endurheimta það. Þó að aðeins lítill hluti verði endurheimtur, þá skiptir það máli. Og þótt maður verði að koma alla leið til Íslands, þá er það þess virði,“ segir Karen og segir að ef einhverja á Íslandi gruni að þeir eigi sér rætur meðal frumbyggja Ameríku þá skuli þeir ekki hika við að hafa samband við hana. „Þetta er hlutverk mitt svo fólk skal ekki hika. Ég á að finna þessi týndu börn og færa þeim uppruna sinn. Auðvitað get ég ekki hjálpað öllum. En einhverjum get ég hjálpað,“ segir Karen.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Lífið samstarf Fleiri fréttir Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Sjá meira