Segir framkvæmdir fara fram á Landssímareitnum, ekki Víkurgarði Birgir Olgeirsson skrifar 29. september 2018 14:39 Heiðursborgarar afhentu áskorun um að hætt yrði við fyrirhugaða hótelbyggingu í Víkurgarði. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTONBRINK Engar framkvæmdir eru fyrirhugaðar í Víkurgarði að sögn aðstandenda fyrirtækisins sem sér um byggingu hótels á Landssímareitnum. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, og þrír aðrir heiðursborgarar Reykjavíkur skoruðu á borgaryfirvöld og byggingaraðila í vikunni að láta af áformum um byggingu hótels í Víkurgarði. Það er Lindarvatn sem reisir hótelið en framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Jóhannes Stefánsson, sendi fjölmiðlum orðsendingu í dag þar sem tekið er fram að engar framkvæmdir séu fyrirhugaðar í Víkurgarði, sem einnig er þekktur sem Fógetagarður. Í orðsendingunni er bent á að engar heimildir séu til að reisa byggingar í garðinum eða gera breytingar á honum að öðru leyti. Þá er tekið fram að opinber gögn staðfesti að engar framkvæmdir séu fyrirhugaðar í Víkurgarði og slíkar framkvæmdir hafi aldrei staðið til. Fylgir mynd með úr deiliskipulagi Kvosarinnar og þar séu engar breytingar fyrirhugaðar í Víkurgarði. Þá er tekið fram að fyrirhugaðar framkvæmdir fari fram á Landssímareitnum en ekki í Víkurgarði. Lindarvatn segir að allt frá árinu 1988 hafi samkvæmt deiliskipulagi verið gert ráð fyrir nýbyggingu á Landssímareitnum að Kirkjustræti, þar sem áður stóð bílastæði Pósts og síma.Samkvæmt aðaluppdráttum sem liggja til grundvallar byggingarleyfis, eru engar breytingar fyrirhugaðar í Víkurgarði. Í orðsendingunni kemur fram að árið 2016 var framkvæmd fornleifarannsókn á Landssímareitnum sem leiddi í ljós að minjar á reitnum höfðu nær allar verið eyðilagðar í framkvæmdum frá seinni hluta 19. aldar og til þess tíma. Fornleifarannsóknina annaðist Vala Garðarsdóttir fornleifafræðingur undir eftirliti Minjastofnunar. Lindarvant segir Völu hafa bent á í skrifum sínum þá hafi reiturinn verið notaður undir prentsmiðju, verslun, embættisbústaði, skrúðgarð, bragga, apótek, lyfjagerð, kamra, brunna, símastrengi, kapla, dren, ræsi, hitaveitu og ljósleiðara. Vitað sé að kjallari var byggður á reitnum árið 1830, 1882 og 1915 og var lagt bílastæði á Landssímareitnum árið 1967, samhliða því að viðbygging við gamla Landssímahúsið var reist. Lindarvatn tekur fram að öllum minjum með varðveislugildi hafi verið komið á Þjóðminjasafnið, þar sem þær eru rannsakaðar frekar. Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira
Engar framkvæmdir eru fyrirhugaðar í Víkurgarði að sögn aðstandenda fyrirtækisins sem sér um byggingu hótels á Landssímareitnum. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, og þrír aðrir heiðursborgarar Reykjavíkur skoruðu á borgaryfirvöld og byggingaraðila í vikunni að láta af áformum um byggingu hótels í Víkurgarði. Það er Lindarvatn sem reisir hótelið en framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Jóhannes Stefánsson, sendi fjölmiðlum orðsendingu í dag þar sem tekið er fram að engar framkvæmdir séu fyrirhugaðar í Víkurgarði, sem einnig er þekktur sem Fógetagarður. Í orðsendingunni er bent á að engar heimildir séu til að reisa byggingar í garðinum eða gera breytingar á honum að öðru leyti. Þá er tekið fram að opinber gögn staðfesti að engar framkvæmdir séu fyrirhugaðar í Víkurgarði og slíkar framkvæmdir hafi aldrei staðið til. Fylgir mynd með úr deiliskipulagi Kvosarinnar og þar séu engar breytingar fyrirhugaðar í Víkurgarði. Þá er tekið fram að fyrirhugaðar framkvæmdir fari fram á Landssímareitnum en ekki í Víkurgarði. Lindarvatn segir að allt frá árinu 1988 hafi samkvæmt deiliskipulagi verið gert ráð fyrir nýbyggingu á Landssímareitnum að Kirkjustræti, þar sem áður stóð bílastæði Pósts og síma.Samkvæmt aðaluppdráttum sem liggja til grundvallar byggingarleyfis, eru engar breytingar fyrirhugaðar í Víkurgarði. Í orðsendingunni kemur fram að árið 2016 var framkvæmd fornleifarannsókn á Landssímareitnum sem leiddi í ljós að minjar á reitnum höfðu nær allar verið eyðilagðar í framkvæmdum frá seinni hluta 19. aldar og til þess tíma. Fornleifarannsóknina annaðist Vala Garðarsdóttir fornleifafræðingur undir eftirliti Minjastofnunar. Lindarvant segir Völu hafa bent á í skrifum sínum þá hafi reiturinn verið notaður undir prentsmiðju, verslun, embættisbústaði, skrúðgarð, bragga, apótek, lyfjagerð, kamra, brunna, símastrengi, kapla, dren, ræsi, hitaveitu og ljósleiðara. Vitað sé að kjallari var byggður á reitnum árið 1830, 1882 og 1915 og var lagt bílastæði á Landssímareitnum árið 1967, samhliða því að viðbygging við gamla Landssímahúsið var reist. Lindarvatn tekur fram að öllum minjum með varðveislugildi hafi verið komið á Þjóðminjasafnið, þar sem þær eru rannsakaðar frekar.
Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira