Hrókurinn fagnar 20 árum með stórmóti í Ráðhúsinu Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 10. september 2018 06:00 Hrafn Jökulsson, forseti Hróksins. Félagsskapurinn hefur staðið fyrir ýmsum uppákomum í gegnum tíðina. Vísir/Eyþór Um þessari mundir eru 20 ár liðin frá stofnun skákfélagsins Hróksins. Á þessum árum hafa Hróksliðar að mestu einbeitt sér að útbreiðslu skáklistarinnar á Íslandi og Grænlandi, þar sem skáklandnám Hróksins hófst árið 2003. Keppnisskapið var sannarlega mikið hjá Hróksliðum í upphafi. Yfirlýst markmið félagsins við stofnun var að senda lið til keppni í 4. deild Íslandsmóts skákfélaga og vinna sig rakleitt á toppinn á minnsta mögulega tíma. Það hafðist og varð Hrókurinn Íslandsmeistari skákfélaga árin 2002, 2003 og 2004.Hrókurinn hefur staðið fyrir skáklandnámi á Grænlandi.Vísir/PjeturÁ undanförnum árum hefur Hrókurinn farið í þúsundir heimsókna í skóla um allt land þar sem skákbókinni Skák og mát hefur verið dreift til fimm árganga þriðjubekkinga. Alls eru þetta 25 þúsund eintök. „Í gegnum 20 ára sögu hefur Hrókurinn heimsótt öll sveitarfélög á Íslandi og staðið fyrir ótal viðburðum, jafnt í skólum, athvörfum, fangelsum, sjúkrahúsum, dvalarheimilum aldraðra og víðar, undir kjörorðum félagsins: Við erum ein fjölskylda,“ segir í fréttatilkynningu frá Hróknum í tilefni 20 ára afmælisins. Tuttugu ára afmæli Hróksins verður fagnað með margvíslegum hætti. Á miðvikudaginn hefst hátíð í Kullorsuq, sem er 450 manna bær á norðvesturströnd Grænlands. Með í för verða sirkuslistamenn og skákkennari. Dagana 14. og 15. september verður afmælishátíð Hróksins haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur. Heiðursgestur mótsins er stórmeistarinn Regina Pokorna, sem tefldi með sigursælum sveitum Hróksins á sínum tíma. Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar, flytur setningarávarp mótsins og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra leikur fyrsta leikinn. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skaut þrenur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Sjá meira
Um þessari mundir eru 20 ár liðin frá stofnun skákfélagsins Hróksins. Á þessum árum hafa Hróksliðar að mestu einbeitt sér að útbreiðslu skáklistarinnar á Íslandi og Grænlandi, þar sem skáklandnám Hróksins hófst árið 2003. Keppnisskapið var sannarlega mikið hjá Hróksliðum í upphafi. Yfirlýst markmið félagsins við stofnun var að senda lið til keppni í 4. deild Íslandsmóts skákfélaga og vinna sig rakleitt á toppinn á minnsta mögulega tíma. Það hafðist og varð Hrókurinn Íslandsmeistari skákfélaga árin 2002, 2003 og 2004.Hrókurinn hefur staðið fyrir skáklandnámi á Grænlandi.Vísir/PjeturÁ undanförnum árum hefur Hrókurinn farið í þúsundir heimsókna í skóla um allt land þar sem skákbókinni Skák og mát hefur verið dreift til fimm árganga þriðjubekkinga. Alls eru þetta 25 þúsund eintök. „Í gegnum 20 ára sögu hefur Hrókurinn heimsótt öll sveitarfélög á Íslandi og staðið fyrir ótal viðburðum, jafnt í skólum, athvörfum, fangelsum, sjúkrahúsum, dvalarheimilum aldraðra og víðar, undir kjörorðum félagsins: Við erum ein fjölskylda,“ segir í fréttatilkynningu frá Hróknum í tilefni 20 ára afmælisins. Tuttugu ára afmæli Hróksins verður fagnað með margvíslegum hætti. Á miðvikudaginn hefst hátíð í Kullorsuq, sem er 450 manna bær á norðvesturströnd Grænlands. Með í för verða sirkuslistamenn og skákkennari. Dagana 14. og 15. september verður afmælishátíð Hróksins haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur. Heiðursgestur mótsins er stórmeistarinn Regina Pokorna, sem tefldi með sigursælum sveitum Hróksins á sínum tíma. Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar, flytur setningarávarp mótsins og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra leikur fyrsta leikinn.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skaut þrenur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Sjá meira