Fjögur ár fyrir brot gegn dætrum sínum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 10. september 2018 05:30 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Austurlands fyrir mánuði en birtur á vefnum um helgina. Vísir/Pjetur Kjartan Adolfsson var í Héraðsdómi Austurlands fyrir rúmum mánuði dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn dætrum sínum og brot gegn nálgunarbanni. Kjartan var sýknaður af hluta ákærunnar þar sem frásögn dóttur hans þótti á köflum ekki nægilega nákvæm og afdráttarlaus. Þetta er í annað sinn sem Kjartan er dæmdur fyrir brot gegn barni sínu en hann var árið 1991 í sakadómi Austur-Skaftafellssýslu dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot gegn elstu dóttur sinni. Atvik þau sem ákært var fyrir áttu sér stað á árunum 2004-2016. Um miðjan síðasta áratug var Kjartan, sem er á sextugsaldri, búsettur í Taílandi. Þar skildi hann við móður stelpnanna og giftist annarri taílenskri konu. Var nýja eiginkonan í fyrra dæmd í tíu mánaða fangelsi, sjö mánuðir voru skilorðsbundnir, fyrir langvarandi ofbeldi gegn stjúpdætrum sínum. Kjartan var ákærður í sjö liðum, hann neitaði ávallt sök af kynferðisbrotunum og krafðist sýknu. Stjúpmóðir stúlknanna, sem var vitni í málinu, studdi frásögn hans og taldi að stúlkunum væri í nöp við sig og markmið þeirra með kærunni væri að komast yfir fasteign þeirra hjóna. Rannsókn málsins hófst í byrjun apríl 2016 og sætti Kjartan þá þriggja daga gæsluvarðhaldi með tilliti til rannsóknarhagsmuna. Eftir að það rann sitt skeið var honum gert að sæta nálgunarbanni gagnvart dóttur sinni. Það bann rauf hann þegar hann hitti hana í Smáralind haustið það ár. Í fyrstu skýrslutöku í apríl sagði eldri stúlkan frá því að Kjartan hefði brotið kynferðislega gegn henni. Mánuði áður hafði hún komið á lögreglustöð og kært ofbeldi stjúpmóður sinnar. Í október 2017 sendi yngri stúlkan tölvupóst á starfsmann barnaverndarnefndar í Hornafirði þar sem hún lýsti brotunum. 31. október í fyrra var Kjartan handtekinn og hefur hann sætt gæsluvarðhaldi síðan. „Ég man, ég var sofandi og svo allt í einu vakna ég við, hann var, ég fann fyrir því, vont bara, og svo fattaði ég það að pabbi var eitthvað að káfa á mér eða eitthvað, ég man ekki alveg hvað það var og svo daginn eftir sagði hann: „Fyrirgefðu“ og ég lofa að gera þetta aldrei aftur. ... hann sagði bara að hann gæti lent í einhverju slæmu ef ég myndi segja frá,“ sagði eldri stúlkan fyrir dómi. Ákæra á hendur Kjartani var eins og áður segir í sjö töluliðum. Fjórir þeirra vörðuðu kynferðisbrot gegn eldri dótturinni, tveir brot gegn nálgunarbanni og einn kynferðisbrot gegn yngri dótturinni. Að mati dómsins bar að sýkna hann af þremur liðum. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að brotin voru framin í skjóli trúnaðartrausts og að um einbeittan brotavilja var að ræða. Samkvæmt sakavottorði hafði Kjartan ekki áður brotið af sér þannig að það hefði áhrif á refsingu hans. Frá refsingunni dregst vist í gæsluvarðhaldi. Að auki var Kjartan dæmdur til að greiða dætrum sínum miskabætur, þeirri eldri 1,5 milljónir en hinni yngri þrjár milljónir króna. Í ljósi þess að hann var sýknaður að hluta var hann dæmdur til að greiða helming sakarkostnaðar, rúmlega 3,8 milljónir króna. Hinn hlutinn fellur á ríkissjóð.Ákærur og niðurstaða 1. tl. I. kafla Káf og samræði í allt að tíu skipti gegn eldri dótturinni (A) á heimili þeirra í Taílandi. Dómurinn taldi spurningar rannsakenda leiðandi og frásögn A ekki „eindregna, nákvæma eða afdráttarlausa“. Sýknað þar sem atvik þóttu ekki sönnuð. 2. tl. I. kafla Sýndi A klám, afklæddi hana og strauk kynfæri. A samkvæm sjálfri sér alla tíð og framburður nákvæmur. Sakfellt. 3. tl. I. kafla Káf og samræði þegar A, þá tólf ára, fylgdi með í ferð til að fá endurnýjaða vegabréfsáritun. A fann notaðan smokk þegar hún vaknaði en mundi ekki glöggt eftir öðrum atvikum. Sýknað. 4. tl. I. kafla Þukl á A við þrif í frystihúsi Skinneyjar-Þinganess á Höfn. Framburður skýr og greinargóður. Orð stóð gegn orði og því sýknað. 5.-6. tl. II. kafla Nálgunarbannsbrotin. 7. tl. III. kafli Samræði við yngri dótturina (B), þá sjö til níu ára, í fjórgang í leggöng þegar hún var með í för að endurnýja vegabréfsáritun. Framburður þótti trúverðugur og var að auki studdur gögnum frá sálfræðingum. Dómurinn taldi sannað að um kynferðisbrot hefði verið að ræða en ekki eiginlegt samræði. Sakfellt fyrir önnur kynferðisbrot í tvígang.Dómur héraðsdóms. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Íslenskir bræður sem misnota dætur sínar og ofbeldisfull stjúpa Dæmdur kynferðisbrotamaður er grunaður um að hafa nauðgað dætrum sínum. Hann situr í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 17. nóvember 2017 09:00 Ákærður fyrir áralöng brot gegn dætrum sínum Héraðssaksóknari hefur ákært föður fyrir gróf kynferðisbrot gegn tveimur dætrum sínum. Hann hlaut dóm fyrir að misnota þriðju dótturina kynferðislega á 10. áratugnum. 20. febrúar 2018 19:44 Mest lesið Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Fleiri fréttir Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Sjá meira
Kjartan Adolfsson var í Héraðsdómi Austurlands fyrir rúmum mánuði dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn dætrum sínum og brot gegn nálgunarbanni. Kjartan var sýknaður af hluta ákærunnar þar sem frásögn dóttur hans þótti á köflum ekki nægilega nákvæm og afdráttarlaus. Þetta er í annað sinn sem Kjartan er dæmdur fyrir brot gegn barni sínu en hann var árið 1991 í sakadómi Austur-Skaftafellssýslu dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot gegn elstu dóttur sinni. Atvik þau sem ákært var fyrir áttu sér stað á árunum 2004-2016. Um miðjan síðasta áratug var Kjartan, sem er á sextugsaldri, búsettur í Taílandi. Þar skildi hann við móður stelpnanna og giftist annarri taílenskri konu. Var nýja eiginkonan í fyrra dæmd í tíu mánaða fangelsi, sjö mánuðir voru skilorðsbundnir, fyrir langvarandi ofbeldi gegn stjúpdætrum sínum. Kjartan var ákærður í sjö liðum, hann neitaði ávallt sök af kynferðisbrotunum og krafðist sýknu. Stjúpmóðir stúlknanna, sem var vitni í málinu, studdi frásögn hans og taldi að stúlkunum væri í nöp við sig og markmið þeirra með kærunni væri að komast yfir fasteign þeirra hjóna. Rannsókn málsins hófst í byrjun apríl 2016 og sætti Kjartan þá þriggja daga gæsluvarðhaldi með tilliti til rannsóknarhagsmuna. Eftir að það rann sitt skeið var honum gert að sæta nálgunarbanni gagnvart dóttur sinni. Það bann rauf hann þegar hann hitti hana í Smáralind haustið það ár. Í fyrstu skýrslutöku í apríl sagði eldri stúlkan frá því að Kjartan hefði brotið kynferðislega gegn henni. Mánuði áður hafði hún komið á lögreglustöð og kært ofbeldi stjúpmóður sinnar. Í október 2017 sendi yngri stúlkan tölvupóst á starfsmann barnaverndarnefndar í Hornafirði þar sem hún lýsti brotunum. 31. október í fyrra var Kjartan handtekinn og hefur hann sætt gæsluvarðhaldi síðan. „Ég man, ég var sofandi og svo allt í einu vakna ég við, hann var, ég fann fyrir því, vont bara, og svo fattaði ég það að pabbi var eitthvað að káfa á mér eða eitthvað, ég man ekki alveg hvað það var og svo daginn eftir sagði hann: „Fyrirgefðu“ og ég lofa að gera þetta aldrei aftur. ... hann sagði bara að hann gæti lent í einhverju slæmu ef ég myndi segja frá,“ sagði eldri stúlkan fyrir dómi. Ákæra á hendur Kjartani var eins og áður segir í sjö töluliðum. Fjórir þeirra vörðuðu kynferðisbrot gegn eldri dótturinni, tveir brot gegn nálgunarbanni og einn kynferðisbrot gegn yngri dótturinni. Að mati dómsins bar að sýkna hann af þremur liðum. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að brotin voru framin í skjóli trúnaðartrausts og að um einbeittan brotavilja var að ræða. Samkvæmt sakavottorði hafði Kjartan ekki áður brotið af sér þannig að það hefði áhrif á refsingu hans. Frá refsingunni dregst vist í gæsluvarðhaldi. Að auki var Kjartan dæmdur til að greiða dætrum sínum miskabætur, þeirri eldri 1,5 milljónir en hinni yngri þrjár milljónir króna. Í ljósi þess að hann var sýknaður að hluta var hann dæmdur til að greiða helming sakarkostnaðar, rúmlega 3,8 milljónir króna. Hinn hlutinn fellur á ríkissjóð.Ákærur og niðurstaða 1. tl. I. kafla Káf og samræði í allt að tíu skipti gegn eldri dótturinni (A) á heimili þeirra í Taílandi. Dómurinn taldi spurningar rannsakenda leiðandi og frásögn A ekki „eindregna, nákvæma eða afdráttarlausa“. Sýknað þar sem atvik þóttu ekki sönnuð. 2. tl. I. kafla Sýndi A klám, afklæddi hana og strauk kynfæri. A samkvæm sjálfri sér alla tíð og framburður nákvæmur. Sakfellt. 3. tl. I. kafla Káf og samræði þegar A, þá tólf ára, fylgdi með í ferð til að fá endurnýjaða vegabréfsáritun. A fann notaðan smokk þegar hún vaknaði en mundi ekki glöggt eftir öðrum atvikum. Sýknað. 4. tl. I. kafla Þukl á A við þrif í frystihúsi Skinneyjar-Þinganess á Höfn. Framburður skýr og greinargóður. Orð stóð gegn orði og því sýknað. 5.-6. tl. II. kafla Nálgunarbannsbrotin. 7. tl. III. kafli Samræði við yngri dótturina (B), þá sjö til níu ára, í fjórgang í leggöng þegar hún var með í för að endurnýja vegabréfsáritun. Framburður þótti trúverðugur og var að auki studdur gögnum frá sálfræðingum. Dómurinn taldi sannað að um kynferðisbrot hefði verið að ræða en ekki eiginlegt samræði. Sakfellt fyrir önnur kynferðisbrot í tvígang.Dómur héraðsdóms.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Íslenskir bræður sem misnota dætur sínar og ofbeldisfull stjúpa Dæmdur kynferðisbrotamaður er grunaður um að hafa nauðgað dætrum sínum. Hann situr í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 17. nóvember 2017 09:00 Ákærður fyrir áralöng brot gegn dætrum sínum Héraðssaksóknari hefur ákært föður fyrir gróf kynferðisbrot gegn tveimur dætrum sínum. Hann hlaut dóm fyrir að misnota þriðju dótturina kynferðislega á 10. áratugnum. 20. febrúar 2018 19:44 Mest lesið Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Fleiri fréttir Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Sjá meira
Íslenskir bræður sem misnota dætur sínar og ofbeldisfull stjúpa Dæmdur kynferðisbrotamaður er grunaður um að hafa nauðgað dætrum sínum. Hann situr í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 17. nóvember 2017 09:00
Ákærður fyrir áralöng brot gegn dætrum sínum Héraðssaksóknari hefur ákært föður fyrir gróf kynferðisbrot gegn tveimur dætrum sínum. Hann hlaut dóm fyrir að misnota þriðju dótturina kynferðislega á 10. áratugnum. 20. febrúar 2018 19:44