Hæpið krepputal þegar tölur sýna metfjölda ferðamanna Kristján Már Unnarsson skrifar 10. september 2018 21:15 Aldrei í sögunni hafa jafnmargir ferðamenn heimsótt Ísland eins og í sumar og árið í heild stefnir sömuleiðis í að verða metár; með 1,6 milljónir ferðamanna frá áramótum, sem er 3,4 prósenta fjölgun frá sama tíma í fyrra. Tölur um þetta voru birtar í fréttum Stöðvar 2. Miðað við umræðuna að undanförnu mætti stundum halda að kreppa væri skollin á í ferðaþjónustu á Íslandi. Tölurnar sem Ferðamálastofa birti fyrir helgi sýna hins vegar að þrír mikilvægustu mánuðirnir, júní, júlí og ágúst, hafa aldrei verið jafn fjölmennir eins og nú, og það sem af er ári hafa aldrei jafn margir ferðamenn heimsótt Ísland.Tölur Ferðamálastofu sýna brottfarir erlendra farþega frá Keflavíkurflugvelli.Vísir/VilhelmÞað hefur þó dregið úr fjölgun ferðamanna, en hún hefur verið gríðarleg undanfarin sumur; 24 prósent sumarið 2015, 31 prósent 2016, 17 prósent í fyrra en í sumar er fjölgunin 1,4 prósent. Það er þó ekkert til að bölsótast yfir, að mati ferðamálastjóra, enda er árið til þessa það besta frá upphafi í fjölda ferðamanna. „Jú, það er lítilsháttar aukning, það sem af er þessu ári, og það er ágætt. Ekki mikið, en aðeins aukning, það er rétt,“ segir Skarphéðinn Berg Steinarsson. Mældar eru brottfarir erlendra farþega frá Keflavíkurflugvelli. Sumarið 2014, í júní, júlí og ágúst, voru þær 408 þúsund, 507 þúsund sumarið 2015, 664 þúsund sumarið 2016, talan fór í fyrra upp í 777 þúsund og þetta sumarið upp í 788 þúsund, en það er 93 prósenta fjölgun á aðeins fjórum árum. „Það þarf hins vegar að skoða þessar tölur í samhengi við aðrar tölur, og þá helst gistináttatölur. Þar erum við að sjá smásamdrátt. En allt tal um að það sé skollin á kreppa í ferðaþjónustu, það er ekki rétt.“Ferðamenn ganga um borð í farþegabát Sjóferða Hafsteins og Kiddýjar á Ísafirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Skarphéðinn tekur fram að því fylgi áskoranir að hafa mjög sterka krónu. Ferðamenn stoppi skemur og fari síður langt út á land. „Miðað við tölur um júlí, þá er ekki samdráttur á Suðurlandi, eða höfuðborgarsvæðinu, eða á suðausturhorninu. Hins vegar eru menn að sjá samdrátt í gistingu þar sem lengra er frá höfuðborgarsvæðinu; Austurland, Vestfirðir, Norðurland víða. Þetta er eitthvað sem er áhyggjuefni og menn þurfa að hugsa til sóknar í því sambandi,“ segir Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Þjóðverjum fækkar verulega en Bandaríkjamönnum fjölgar Brottfarir erlendra farþega frá Íslandi um Keflavíkurflugvöll í ágúst síðastliðnum voru um átta þúsund færri en í ágúst í fyrra. 7. september 2018 11:06 Verðstríð, færri ferðamenn og minni eyðsla veldur áhyggjum Ferðaþjónustaðilar á Norðurlandi hafa áhyggur af því að ofan á fækkun ferðamanna á landsbyggðinni eyði hver og einn þeirra minna en áður. 9. september 2018 20:45 Bakslag í ferðaþjónustunni verulegt áhyggjuefni Bjarnheiður Hallsdóttir telur samdráttinn beintengdan styrkingu krónunnar. 5. september 2018 11:00 Ferðamönnum fjölgar áfram eftir ævintýralegan uppgang Ferðamannastraumurinn sló enn eitt metið í maímánuði með 13% fjölgun erlendra farþega milli ára og nemur fjölgun ferðamanna frá áramótum nærri 6%. 6. júní 2018 20:30 Mest lesið Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur „Ég einfaldlega spurði kennarann: Ertu ekki að djóka?!“ Atvinnulíf Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Hinn almenni borgari þurfi ekki að dæla í sig steinefnum Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Aldrei í sögunni hafa jafnmargir ferðamenn heimsótt Ísland eins og í sumar og árið í heild stefnir sömuleiðis í að verða metár; með 1,6 milljónir ferðamanna frá áramótum, sem er 3,4 prósenta fjölgun frá sama tíma í fyrra. Tölur um þetta voru birtar í fréttum Stöðvar 2. Miðað við umræðuna að undanförnu mætti stundum halda að kreppa væri skollin á í ferðaþjónustu á Íslandi. Tölurnar sem Ferðamálastofa birti fyrir helgi sýna hins vegar að þrír mikilvægustu mánuðirnir, júní, júlí og ágúst, hafa aldrei verið jafn fjölmennir eins og nú, og það sem af er ári hafa aldrei jafn margir ferðamenn heimsótt Ísland.Tölur Ferðamálastofu sýna brottfarir erlendra farþega frá Keflavíkurflugvelli.Vísir/VilhelmÞað hefur þó dregið úr fjölgun ferðamanna, en hún hefur verið gríðarleg undanfarin sumur; 24 prósent sumarið 2015, 31 prósent 2016, 17 prósent í fyrra en í sumar er fjölgunin 1,4 prósent. Það er þó ekkert til að bölsótast yfir, að mati ferðamálastjóra, enda er árið til þessa það besta frá upphafi í fjölda ferðamanna. „Jú, það er lítilsháttar aukning, það sem af er þessu ári, og það er ágætt. Ekki mikið, en aðeins aukning, það er rétt,“ segir Skarphéðinn Berg Steinarsson. Mældar eru brottfarir erlendra farþega frá Keflavíkurflugvelli. Sumarið 2014, í júní, júlí og ágúst, voru þær 408 þúsund, 507 þúsund sumarið 2015, 664 þúsund sumarið 2016, talan fór í fyrra upp í 777 þúsund og þetta sumarið upp í 788 þúsund, en það er 93 prósenta fjölgun á aðeins fjórum árum. „Það þarf hins vegar að skoða þessar tölur í samhengi við aðrar tölur, og þá helst gistináttatölur. Þar erum við að sjá smásamdrátt. En allt tal um að það sé skollin á kreppa í ferðaþjónustu, það er ekki rétt.“Ferðamenn ganga um borð í farþegabát Sjóferða Hafsteins og Kiddýjar á Ísafirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Skarphéðinn tekur fram að því fylgi áskoranir að hafa mjög sterka krónu. Ferðamenn stoppi skemur og fari síður langt út á land. „Miðað við tölur um júlí, þá er ekki samdráttur á Suðurlandi, eða höfuðborgarsvæðinu, eða á suðausturhorninu. Hins vegar eru menn að sjá samdrátt í gistingu þar sem lengra er frá höfuðborgarsvæðinu; Austurland, Vestfirðir, Norðurland víða. Þetta er eitthvað sem er áhyggjuefni og menn þurfa að hugsa til sóknar í því sambandi,“ segir Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Þjóðverjum fækkar verulega en Bandaríkjamönnum fjölgar Brottfarir erlendra farþega frá Íslandi um Keflavíkurflugvöll í ágúst síðastliðnum voru um átta þúsund færri en í ágúst í fyrra. 7. september 2018 11:06 Verðstríð, færri ferðamenn og minni eyðsla veldur áhyggjum Ferðaþjónustaðilar á Norðurlandi hafa áhyggur af því að ofan á fækkun ferðamanna á landsbyggðinni eyði hver og einn þeirra minna en áður. 9. september 2018 20:45 Bakslag í ferðaþjónustunni verulegt áhyggjuefni Bjarnheiður Hallsdóttir telur samdráttinn beintengdan styrkingu krónunnar. 5. september 2018 11:00 Ferðamönnum fjölgar áfram eftir ævintýralegan uppgang Ferðamannastraumurinn sló enn eitt metið í maímánuði með 13% fjölgun erlendra farþega milli ára og nemur fjölgun ferðamanna frá áramótum nærri 6%. 6. júní 2018 20:30 Mest lesið Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur „Ég einfaldlega spurði kennarann: Ertu ekki að djóka?!“ Atvinnulíf Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Hinn almenni borgari þurfi ekki að dæla í sig steinefnum Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Þjóðverjum fækkar verulega en Bandaríkjamönnum fjölgar Brottfarir erlendra farþega frá Íslandi um Keflavíkurflugvöll í ágúst síðastliðnum voru um átta þúsund færri en í ágúst í fyrra. 7. september 2018 11:06
Verðstríð, færri ferðamenn og minni eyðsla veldur áhyggjum Ferðaþjónustaðilar á Norðurlandi hafa áhyggur af því að ofan á fækkun ferðamanna á landsbyggðinni eyði hver og einn þeirra minna en áður. 9. september 2018 20:45
Bakslag í ferðaþjónustunni verulegt áhyggjuefni Bjarnheiður Hallsdóttir telur samdráttinn beintengdan styrkingu krónunnar. 5. september 2018 11:00
Ferðamönnum fjölgar áfram eftir ævintýralegan uppgang Ferðamannastraumurinn sló enn eitt metið í maímánuði með 13% fjölgun erlendra farþega milli ára og nemur fjölgun ferðamanna frá áramótum nærri 6%. 6. júní 2018 20:30