Segir endurgreiðslur markvissari en lægri virðisaukaskattur á bækur Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 11. september 2018 15:00 Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, segir mikilvægast að markmiði um bætta aðstöðu bókaútgefenda og lægra verð á bókum sé náð. Mynd/Skjáskot Horfið hefur verið frá niðurfellingu virðisaukaskatts á bækur líkt og kveðið var á um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpinu sem birt var í morgun. Þess í stað verður tekinn upp beinn stuðningur við bókaútgefendur í formi endurgreiðslu sem nemur fjórðungi á kostnaði við útgáfu bóka. Til stendur að styrkurinn verði tekinn upp næstkomandi áramót. Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins, sagði í samtali við Vísi í morgun að ljóst væri um stefnubreytingu væri að ræða en segist ætla að vera bjartsýnn á útfærslu endurgreiðslunnar. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir að aðalatriðið sé að ná markmiðum ríkisstjórnarinnar um bætt rekstrarumhverfi bókaútgefenda og lækkun bókaverðs. „Það sem við erum að gera er tímamótastuðningur við íslenska bókaútgáfu,“ segir Lilja. „Um er að ræða 25 prósent endurgreiðslu á beinum kostnaði við það að gefa út bók. Þannig að við erum að tala um að í fyrsta sinn er verið að veita hundruðum milljóna í að styðja við bókaútgáfu á Íslandi. Í raun má segja að þetta sé sigur bókarinnar sem er að koma hér fram. “ Lilja og Framsóknarflokkurinn lögðu mikið upp úr því fyrir Alþingiskosningar í fyrra að afnema ætti virðisaukaskatt á bækur. Loforðið rataði svo í stjórnarsáttmála líkt og fram hefur komið. Aðspurð hvers vegna viðsnúningur hefur orðið á þessu stefnumáli segir hún að niðurstaðan hafi verið sú að styrkur í formi endurgreiðslu hafi verið betri leið. „Aðferðin sem við erum að nota er markvissari og við erum að einblína fyrst og síðast á íslenska bókaútgáfu. Ég er mjög ánægð með þetta. Ég tel að það markmið sem við settum okkur sem ríkisstjórn að styrkja allt rekstrarumhverfi í tengslum við bókaútgáfu sé að takast núna í fyrsta sinn. Ég geri ráð fyrir því að við munum sjá lækkun á bókaverði vegna þessa.“ Í fjárlagafrumvarpinu kemur fram að lagt verði fram sérstakt frumvarp samhliða fjárlagafrumvarpinu þar sem útfærsla endurgreiðslunnar er útfærð. Þá kemur þar fram að gert sé ráð fyrir því að endurgreiðslurnar verði af sambærilegum toga og endurgreiðslur vegna hljóritunar og kvikmyndagerðar. Ennfremur næstuðningurinn einungis til bókaútgáfu á íslensku. Stj.mál Tengdar fréttir Lilja Alfreðs og Framsókn slá í gegn meðal bókafólks Menningargeirinn í skýjunum með fyrirhugað frumvarp Lilju um afnám virðisaukaskatts á bækur. 14. september 2017 12:53 Bókafólk með hjartað í buxunum Óvænt stefnubreyting ríkisstjórnarinnar í virðisaukaskattsmálum. 11. september 2018 10:09 Bókafólk fagnar innilega nýjum stjórnarsáttmála Mikill fögnuður meðal menningarinnar manna vegna afnáms virðisaukaskatts á bækur. 30. nóvember 2017 13:09 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Sjá meira
Horfið hefur verið frá niðurfellingu virðisaukaskatts á bækur líkt og kveðið var á um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpinu sem birt var í morgun. Þess í stað verður tekinn upp beinn stuðningur við bókaútgefendur í formi endurgreiðslu sem nemur fjórðungi á kostnaði við útgáfu bóka. Til stendur að styrkurinn verði tekinn upp næstkomandi áramót. Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins, sagði í samtali við Vísi í morgun að ljóst væri um stefnubreytingu væri að ræða en segist ætla að vera bjartsýnn á útfærslu endurgreiðslunnar. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir að aðalatriðið sé að ná markmiðum ríkisstjórnarinnar um bætt rekstrarumhverfi bókaútgefenda og lækkun bókaverðs. „Það sem við erum að gera er tímamótastuðningur við íslenska bókaútgáfu,“ segir Lilja. „Um er að ræða 25 prósent endurgreiðslu á beinum kostnaði við það að gefa út bók. Þannig að við erum að tala um að í fyrsta sinn er verið að veita hundruðum milljóna í að styðja við bókaútgáfu á Íslandi. Í raun má segja að þetta sé sigur bókarinnar sem er að koma hér fram. “ Lilja og Framsóknarflokkurinn lögðu mikið upp úr því fyrir Alþingiskosningar í fyrra að afnema ætti virðisaukaskatt á bækur. Loforðið rataði svo í stjórnarsáttmála líkt og fram hefur komið. Aðspurð hvers vegna viðsnúningur hefur orðið á þessu stefnumáli segir hún að niðurstaðan hafi verið sú að styrkur í formi endurgreiðslu hafi verið betri leið. „Aðferðin sem við erum að nota er markvissari og við erum að einblína fyrst og síðast á íslenska bókaútgáfu. Ég er mjög ánægð með þetta. Ég tel að það markmið sem við settum okkur sem ríkisstjórn að styrkja allt rekstrarumhverfi í tengslum við bókaútgáfu sé að takast núna í fyrsta sinn. Ég geri ráð fyrir því að við munum sjá lækkun á bókaverði vegna þessa.“ Í fjárlagafrumvarpinu kemur fram að lagt verði fram sérstakt frumvarp samhliða fjárlagafrumvarpinu þar sem útfærsla endurgreiðslunnar er útfærð. Þá kemur þar fram að gert sé ráð fyrir því að endurgreiðslurnar verði af sambærilegum toga og endurgreiðslur vegna hljóritunar og kvikmyndagerðar. Ennfremur næstuðningurinn einungis til bókaútgáfu á íslensku.
Stj.mál Tengdar fréttir Lilja Alfreðs og Framsókn slá í gegn meðal bókafólks Menningargeirinn í skýjunum með fyrirhugað frumvarp Lilju um afnám virðisaukaskatts á bækur. 14. september 2017 12:53 Bókafólk með hjartað í buxunum Óvænt stefnubreyting ríkisstjórnarinnar í virðisaukaskattsmálum. 11. september 2018 10:09 Bókafólk fagnar innilega nýjum stjórnarsáttmála Mikill fögnuður meðal menningarinnar manna vegna afnáms virðisaukaskatts á bækur. 30. nóvember 2017 13:09 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Sjá meira
Lilja Alfreðs og Framsókn slá í gegn meðal bókafólks Menningargeirinn í skýjunum með fyrirhugað frumvarp Lilju um afnám virðisaukaskatts á bækur. 14. september 2017 12:53
Bókafólk með hjartað í buxunum Óvænt stefnubreyting ríkisstjórnarinnar í virðisaukaskattsmálum. 11. september 2018 10:09
Bókafólk fagnar innilega nýjum stjórnarsáttmála Mikill fögnuður meðal menningarinnar manna vegna afnáms virðisaukaskatts á bækur. 30. nóvember 2017 13:09