Skuldir ríkisins fari undir viðmið 2019 Sighvatur Arnmundsson skrifar 12. september 2018 07:00 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði aðgerðir í frumvarpinu ætlaðar til að koma til móts við kröfur aðila vinnumarkaðarins Vísir/ERnir „Þetta fjárlagafrumvarp segir okkur að ríkisfjármálin standa á mjög traustum grunni. Áfram er haldið uppbyggingu á mikilvægum sviðum samfélagsins. Ég nefni þar sérstaklega heilbrigðis- og velferðarmálin en sömuleiðis samgöngu- og menntamál,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, um fjárlagafrumvarp næsta árs sem kynnt var í gær. Samkvæmt frumvarpinu verður 29 milljarða króna afgangur af rekstri ríkissjóðs á næsta ári. Er það í samræmi við markmið fjármálastefnu og fjármálaáætlunar. Heildartekjur ríkissjóðs verða tæpir 892 milljarðar samkvæmt frumvarpinu en heildarútgjöld tæpir 863 milljarðar, þar af rúmir 59 milljarðar í vaxtagjöld. Bjarni segir það jákvætt að á sama tíma og verið sé að skila afgangi sé einnig haldið áfram að greiða niður skuldir. „Við erum að njóta góðs af því að hafa lagt áherslu á varfærni á undanförnum árum. Við höfum greitt upp 660 milljarða af skuldum og um 140 milljarða inn á lífeyrisskuldbindingar sem skilar betra lánshæfismati, lægri vaxtagjöldum og auknu svigrúmi almennt.“ Í lögum um opinber fjármál er sett fram það viðmið að skuldir hins opinbera fari ekki yfir 30 prósent af vergri landsframleiðslu. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu mun það markmið nást í fyrsta skipti á næsta ári. „Það munar tugum milljarða hvað vaxtagreiðslur eru lægri í dag en þær voru fyrir nokkrum árum. Við höfum í reynd verið að nýta það svigrúm, til að mynda í heilbrigðis- og menntamálin á yfirstandandi ári. En við munum ekki geta haldið áfram að auka útgjöldin til þessara málaflokka á sama hraða á næstu árum meðal annars vegna þess að það er aðeins að draga úr hagvextinum.“ Í frumvarpinu er að finna aðgerðir sem ætlað er að koma til móts við kröfur aðila vinnumarkaðarins í aðdraganda kjarasamninga. Þannig á að hækka persónuafslátt umfram neysluverðsvísitölu, hækka barnabætur til tekjulægri hópa og breyta viðmiðum fjárhæðarmarka tekjuskattsþrepa. Þá verður tryggingagjald lækkað í tveimur þrepum, samtals um hálft prósentustig. „Allt eru þetta aðgerðir sem við grípum til eftir að hafa sest niður með aðilum vinnumarkaðarins og ég tel að ættu að falla í góðan jarðveg hjá þeim. Í sjálfu sér stendur afgangurinn í þessu fjárlagafrumvarpi alveg á línunni við fjármálaáætlun þannig það er ekkert svigrúm þar. Það er samt engin ástæða til að ætla að stjórnvöld geti ekki brugðist við einu eða neinu ef á þarf að halda. En auðvitað er það fyrst og fremst atvinnurekenda og stéttarfélaga að ná niðurstöðu um kjaramál,“ segir Bjarni. Birtist í Fréttablaðinu Fjárlagafrumvarp 2019 Fjárlög Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira
„Þetta fjárlagafrumvarp segir okkur að ríkisfjármálin standa á mjög traustum grunni. Áfram er haldið uppbyggingu á mikilvægum sviðum samfélagsins. Ég nefni þar sérstaklega heilbrigðis- og velferðarmálin en sömuleiðis samgöngu- og menntamál,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, um fjárlagafrumvarp næsta árs sem kynnt var í gær. Samkvæmt frumvarpinu verður 29 milljarða króna afgangur af rekstri ríkissjóðs á næsta ári. Er það í samræmi við markmið fjármálastefnu og fjármálaáætlunar. Heildartekjur ríkissjóðs verða tæpir 892 milljarðar samkvæmt frumvarpinu en heildarútgjöld tæpir 863 milljarðar, þar af rúmir 59 milljarðar í vaxtagjöld. Bjarni segir það jákvætt að á sama tíma og verið sé að skila afgangi sé einnig haldið áfram að greiða niður skuldir. „Við erum að njóta góðs af því að hafa lagt áherslu á varfærni á undanförnum árum. Við höfum greitt upp 660 milljarða af skuldum og um 140 milljarða inn á lífeyrisskuldbindingar sem skilar betra lánshæfismati, lægri vaxtagjöldum og auknu svigrúmi almennt.“ Í lögum um opinber fjármál er sett fram það viðmið að skuldir hins opinbera fari ekki yfir 30 prósent af vergri landsframleiðslu. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu mun það markmið nást í fyrsta skipti á næsta ári. „Það munar tugum milljarða hvað vaxtagreiðslur eru lægri í dag en þær voru fyrir nokkrum árum. Við höfum í reynd verið að nýta það svigrúm, til að mynda í heilbrigðis- og menntamálin á yfirstandandi ári. En við munum ekki geta haldið áfram að auka útgjöldin til þessara málaflokka á sama hraða á næstu árum meðal annars vegna þess að það er aðeins að draga úr hagvextinum.“ Í frumvarpinu er að finna aðgerðir sem ætlað er að koma til móts við kröfur aðila vinnumarkaðarins í aðdraganda kjarasamninga. Þannig á að hækka persónuafslátt umfram neysluverðsvísitölu, hækka barnabætur til tekjulægri hópa og breyta viðmiðum fjárhæðarmarka tekjuskattsþrepa. Þá verður tryggingagjald lækkað í tveimur þrepum, samtals um hálft prósentustig. „Allt eru þetta aðgerðir sem við grípum til eftir að hafa sest niður með aðilum vinnumarkaðarins og ég tel að ættu að falla í góðan jarðveg hjá þeim. Í sjálfu sér stendur afgangurinn í þessu fjárlagafrumvarpi alveg á línunni við fjármálaáætlun þannig það er ekkert svigrúm þar. Það er samt engin ástæða til að ætla að stjórnvöld geti ekki brugðist við einu eða neinu ef á þarf að halda. En auðvitað er það fyrst og fremst atvinnurekenda og stéttarfélaga að ná niðurstöðu um kjaramál,“ segir Bjarni.
Birtist í Fréttablaðinu Fjárlagafrumvarp 2019 Fjárlög Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira