Fresta opnun útboðs vegna kaupa á sjúkrabílum Birgir Olgeirsson skrifar 12. september 2018 14:39 Er miðað við að nýjir sjúkrabílar verði teknir í notkun fyrir lok næsta árs Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra hefur fallist á ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og Ríkiskaupa um að fresta opnun útboðs vegna kaupa á sjúkrabílum um fjóra mánuði. Er miðað við að nýjir sjúkrabílar verði teknir í notkun fyrir lok næsta árs, að því er fram kemur á vef Stjórnarráðs Íslands.Rauði krossinn á Íslandi (RKÍ) hefur útvegað og rekið sjúkrabíla og búnað fyrir íslenska heilbrigðiskerfið frá 1. janúar árið 1998 þegar fyrsti samningurinn um þjónustuna tók gildi. Síðasti samningur milli SÍ og RKÍ rann út í árslok 2015. Síðan þá hefur verið unnið á grundvelli samningsins og viðræður farið fram milli SÍ og RKÍ um nýjan samning. Ágreiningur hefur verið milli RKÍ og velferðarráðuneytisins um eignarhald á sjúkrabílunum. Ríkið hefur staðið straum af kaupum nýrra sjúkrabíla að stærstum hluta en eignarhaldið hefur verið Rauða krossins, að því er fram kemur á vef Stjórnarráðsins. Þar segir jafnframt að Rauði kross Íslands hafi í mars síðastliðnum, í framhaldi viðræðna við velferðarráðuneytið, sagt sig frá rekstri sjúkrabíla. Í framhaldinu var kallaður saman hópur sérfræðinga á sviði sjúkraflutninga, ráðuneytinu til ráðgjafar. Meðal þess sem ráðgjafahópurinn lagði til var að ráðist yrði í útboð á allt að 25 sjúkrabílum í samstarfi við Ríkiskaup. Ráðuneytið fól SÍ að undirbúa útboð og var það auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu af hálfu Ríkiskaupa 18. júlí 2018. Samkvæmt útboðinu var miðað við að Sjúkrabílasjóður stæði straum af kaupum á bílunum en sjóðurinn er fjármagnaður að stærstum hluta með framlögum ríkisins og tekjum af sjúkraflutningum. Framlög velferðarráðuneytisins í sjóðinn árin 2016 og 2017 námu samtals tæpum 440 milljónum króna og tekjur vegna flutninga um 640 milljónum króna, samkvæmt því sem fram kemur í rekstrarreikningi Sjúkrabílasjóðs fyrir árið 2017. Ekki hafa verið keyptir nýir sjúkrabílar frá árinu 2015. Velferðarráðuneytið hefur talið óumdeilanlegt að framlög ríkisins í Sjúkrabílasjóðinn og tekjur hans vegna flutninga skuli renna til kaupa og reksturs sjúkrabíla. Viðræður standa enn yfir við RKÍ um breytt fyrirkomulag en þar sem niðurstaða hefur ekki náðst hefur ofangreind ákvörðun verið tekin um frestun útboðs. Sjúkraflutningar Tengdar fréttir Ekki líkur á endurnýjun sjúkrabíla fyrr en í fyrsta lagi 2020 Velferðarráðuneytið ætlaði sér að nota sjúkrabílasjóð til kaupanna en sjóðurinn er á forræði Rauða krossins 11. september 2018 18:45 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Heilbrigðisráðherra hefur fallist á ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og Ríkiskaupa um að fresta opnun útboðs vegna kaupa á sjúkrabílum um fjóra mánuði. Er miðað við að nýjir sjúkrabílar verði teknir í notkun fyrir lok næsta árs, að því er fram kemur á vef Stjórnarráðs Íslands.Rauði krossinn á Íslandi (RKÍ) hefur útvegað og rekið sjúkrabíla og búnað fyrir íslenska heilbrigðiskerfið frá 1. janúar árið 1998 þegar fyrsti samningurinn um þjónustuna tók gildi. Síðasti samningur milli SÍ og RKÍ rann út í árslok 2015. Síðan þá hefur verið unnið á grundvelli samningsins og viðræður farið fram milli SÍ og RKÍ um nýjan samning. Ágreiningur hefur verið milli RKÍ og velferðarráðuneytisins um eignarhald á sjúkrabílunum. Ríkið hefur staðið straum af kaupum nýrra sjúkrabíla að stærstum hluta en eignarhaldið hefur verið Rauða krossins, að því er fram kemur á vef Stjórnarráðsins. Þar segir jafnframt að Rauði kross Íslands hafi í mars síðastliðnum, í framhaldi viðræðna við velferðarráðuneytið, sagt sig frá rekstri sjúkrabíla. Í framhaldinu var kallaður saman hópur sérfræðinga á sviði sjúkraflutninga, ráðuneytinu til ráðgjafar. Meðal þess sem ráðgjafahópurinn lagði til var að ráðist yrði í útboð á allt að 25 sjúkrabílum í samstarfi við Ríkiskaup. Ráðuneytið fól SÍ að undirbúa útboð og var það auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu af hálfu Ríkiskaupa 18. júlí 2018. Samkvæmt útboðinu var miðað við að Sjúkrabílasjóður stæði straum af kaupum á bílunum en sjóðurinn er fjármagnaður að stærstum hluta með framlögum ríkisins og tekjum af sjúkraflutningum. Framlög velferðarráðuneytisins í sjóðinn árin 2016 og 2017 námu samtals tæpum 440 milljónum króna og tekjur vegna flutninga um 640 milljónum króna, samkvæmt því sem fram kemur í rekstrarreikningi Sjúkrabílasjóðs fyrir árið 2017. Ekki hafa verið keyptir nýir sjúkrabílar frá árinu 2015. Velferðarráðuneytið hefur talið óumdeilanlegt að framlög ríkisins í Sjúkrabílasjóðinn og tekjur hans vegna flutninga skuli renna til kaupa og reksturs sjúkrabíla. Viðræður standa enn yfir við RKÍ um breytt fyrirkomulag en þar sem niðurstaða hefur ekki náðst hefur ofangreind ákvörðun verið tekin um frestun útboðs.
Sjúkraflutningar Tengdar fréttir Ekki líkur á endurnýjun sjúkrabíla fyrr en í fyrsta lagi 2020 Velferðarráðuneytið ætlaði sér að nota sjúkrabílasjóð til kaupanna en sjóðurinn er á forræði Rauða krossins 11. september 2018 18:45 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Ekki líkur á endurnýjun sjúkrabíla fyrr en í fyrsta lagi 2020 Velferðarráðuneytið ætlaði sér að nota sjúkrabílasjóð til kaupanna en sjóðurinn er á forræði Rauða krossins 11. september 2018 18:45