Álfrún kveður með viðtali við Rúrik Benedikt Bóas skrifar 13. september 2018 06:30 Bak við tjöldin. Rúrik í förðunarstólnum með Álfrúnu sér við hlið. Mynd/Baldur Kristjánsson Landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason er á forsíðu Glamour sem kemur í búðir í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem karlmaður prýðir forsíðu blaðsins en þetta er síðasta blað ritstjórans, Álfrúnar Pálsdóttur. Álfrún fór til Þýskalands og hitti Rúrik en myndir og texti ættu að geta glatt ansi marga. Rúrik fer um víðan völl í viðtalinu sem nær yfir 18 síður ríkulega skreytt myndum.Meðal annars segist hann efast stórlega um að hann muni búa á Íslandi í framtíðinni, sjái sig jafnvel búa í Kaupmannahöfn, og tjáir sig að sjálfsögðu um Instagram-frægðina en hann hélt að það væri vírus í símanum sínum þegar hann sá fjöldann eftir fyrsta leik gegn Argentínu. „Auðvitað er spes að fá 240 þúsund nýja fylgjendur á einum degi. Með því að fá svona marga fylgjendur þá hættir maður eiginlega að hafa einhverja yfirsýn yfir þennan miðil. Sem er smá leiðinlegt því kannski byrjar einhver að fylgja mér sem mig langar til að fylgjast með á móti, eða sendir mér skilaboð sem ég væri til í að svara, en það er engin leið fyrir mig að sjá það,“ segir hann meðal annars og bætir við: „Mig langar að svara öllum sem senda mér falleg skilaboð, það er bara partur af minni persónu. En það er engin leið að fylgjast með þessu, og það getur auðveldlega misskilist þannig að ég sé hrokafullur og nenni ekki að svara. Það finnst mér leiðinlegt.“ Samfélagsmiðillinn Instagram hefur opnað alls konar dyr fyrir Rúrik sem hreinlega veður í tilboðum en er ekki á því að stökkva á hvaða tilboð sem er. „Ég hef fengið mikið af fáránlegum tilboðum í gegnum tíðina. Durex-auglýsingu í Tel Avív, til dæmis. Maður þarf að vanda valið á hvaða fyrirtækjum maður vill vinna með og hvert maður stefnir með þetta allt saman. Núna er samt fókusinn á fótboltanum, ekki á þessu. Ég ætla bara að halda áfram að gera þetta, Instagram, eins og ég hef verið að gera þetta. Vera ég sjálfur á þessum miðli, annars er fólk fljótt farið að sjá í gegnum þetta,“ segir Rúrik. Myndirnar, sem Baldur Kristjánsson tekur, munu væntanlega gleðja marga en Rúrik þykir hafa fengið fimm rétta í genalottóinu. Meðal annars er heil opna af kauða að rífa sig úr peysunni með stinna magavöðvana að vopni.Rúrik ásamt móður sinni sem hann talar fallega um í viðtalinu.Vísir/Getty Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason er á forsíðu Glamour sem kemur í búðir í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem karlmaður prýðir forsíðu blaðsins en þetta er síðasta blað ritstjórans, Álfrúnar Pálsdóttur. Álfrún fór til Þýskalands og hitti Rúrik en myndir og texti ættu að geta glatt ansi marga. Rúrik fer um víðan völl í viðtalinu sem nær yfir 18 síður ríkulega skreytt myndum.Meðal annars segist hann efast stórlega um að hann muni búa á Íslandi í framtíðinni, sjái sig jafnvel búa í Kaupmannahöfn, og tjáir sig að sjálfsögðu um Instagram-frægðina en hann hélt að það væri vírus í símanum sínum þegar hann sá fjöldann eftir fyrsta leik gegn Argentínu. „Auðvitað er spes að fá 240 þúsund nýja fylgjendur á einum degi. Með því að fá svona marga fylgjendur þá hættir maður eiginlega að hafa einhverja yfirsýn yfir þennan miðil. Sem er smá leiðinlegt því kannski byrjar einhver að fylgja mér sem mig langar til að fylgjast með á móti, eða sendir mér skilaboð sem ég væri til í að svara, en það er engin leið fyrir mig að sjá það,“ segir hann meðal annars og bætir við: „Mig langar að svara öllum sem senda mér falleg skilaboð, það er bara partur af minni persónu. En það er engin leið að fylgjast með þessu, og það getur auðveldlega misskilist þannig að ég sé hrokafullur og nenni ekki að svara. Það finnst mér leiðinlegt.“ Samfélagsmiðillinn Instagram hefur opnað alls konar dyr fyrir Rúrik sem hreinlega veður í tilboðum en er ekki á því að stökkva á hvaða tilboð sem er. „Ég hef fengið mikið af fáránlegum tilboðum í gegnum tíðina. Durex-auglýsingu í Tel Avív, til dæmis. Maður þarf að vanda valið á hvaða fyrirtækjum maður vill vinna með og hvert maður stefnir með þetta allt saman. Núna er samt fókusinn á fótboltanum, ekki á þessu. Ég ætla bara að halda áfram að gera þetta, Instagram, eins og ég hef verið að gera þetta. Vera ég sjálfur á þessum miðli, annars er fólk fljótt farið að sjá í gegnum þetta,“ segir Rúrik. Myndirnar, sem Baldur Kristjánsson tekur, munu væntanlega gleðja marga en Rúrik þykir hafa fengið fimm rétta í genalottóinu. Meðal annars er heil opna af kauða að rífa sig úr peysunni með stinna magavöðvana að vopni.Rúrik ásamt móður sinni sem hann talar fallega um í viðtalinu.Vísir/Getty
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira