Álfrún kveður með viðtali við Rúrik Benedikt Bóas skrifar 13. september 2018 06:30 Bak við tjöldin. Rúrik í förðunarstólnum með Álfrúnu sér við hlið. Mynd/Baldur Kristjánsson Landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason er á forsíðu Glamour sem kemur í búðir í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem karlmaður prýðir forsíðu blaðsins en þetta er síðasta blað ritstjórans, Álfrúnar Pálsdóttur. Álfrún fór til Þýskalands og hitti Rúrik en myndir og texti ættu að geta glatt ansi marga. Rúrik fer um víðan völl í viðtalinu sem nær yfir 18 síður ríkulega skreytt myndum.Meðal annars segist hann efast stórlega um að hann muni búa á Íslandi í framtíðinni, sjái sig jafnvel búa í Kaupmannahöfn, og tjáir sig að sjálfsögðu um Instagram-frægðina en hann hélt að það væri vírus í símanum sínum þegar hann sá fjöldann eftir fyrsta leik gegn Argentínu. „Auðvitað er spes að fá 240 þúsund nýja fylgjendur á einum degi. Með því að fá svona marga fylgjendur þá hættir maður eiginlega að hafa einhverja yfirsýn yfir þennan miðil. Sem er smá leiðinlegt því kannski byrjar einhver að fylgja mér sem mig langar til að fylgjast með á móti, eða sendir mér skilaboð sem ég væri til í að svara, en það er engin leið fyrir mig að sjá það,“ segir hann meðal annars og bætir við: „Mig langar að svara öllum sem senda mér falleg skilaboð, það er bara partur af minni persónu. En það er engin leið að fylgjast með þessu, og það getur auðveldlega misskilist þannig að ég sé hrokafullur og nenni ekki að svara. Það finnst mér leiðinlegt.“ Samfélagsmiðillinn Instagram hefur opnað alls konar dyr fyrir Rúrik sem hreinlega veður í tilboðum en er ekki á því að stökkva á hvaða tilboð sem er. „Ég hef fengið mikið af fáránlegum tilboðum í gegnum tíðina. Durex-auglýsingu í Tel Avív, til dæmis. Maður þarf að vanda valið á hvaða fyrirtækjum maður vill vinna með og hvert maður stefnir með þetta allt saman. Núna er samt fókusinn á fótboltanum, ekki á þessu. Ég ætla bara að halda áfram að gera þetta, Instagram, eins og ég hef verið að gera þetta. Vera ég sjálfur á þessum miðli, annars er fólk fljótt farið að sjá í gegnum þetta,“ segir Rúrik. Myndirnar, sem Baldur Kristjánsson tekur, munu væntanlega gleðja marga en Rúrik þykir hafa fengið fimm rétta í genalottóinu. Meðal annars er heil opna af kauða að rífa sig úr peysunni með stinna magavöðvana að vopni.Rúrik ásamt móður sinni sem hann talar fallega um í viðtalinu.Vísir/Getty Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason er á forsíðu Glamour sem kemur í búðir í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem karlmaður prýðir forsíðu blaðsins en þetta er síðasta blað ritstjórans, Álfrúnar Pálsdóttur. Álfrún fór til Þýskalands og hitti Rúrik en myndir og texti ættu að geta glatt ansi marga. Rúrik fer um víðan völl í viðtalinu sem nær yfir 18 síður ríkulega skreytt myndum.Meðal annars segist hann efast stórlega um að hann muni búa á Íslandi í framtíðinni, sjái sig jafnvel búa í Kaupmannahöfn, og tjáir sig að sjálfsögðu um Instagram-frægðina en hann hélt að það væri vírus í símanum sínum þegar hann sá fjöldann eftir fyrsta leik gegn Argentínu. „Auðvitað er spes að fá 240 þúsund nýja fylgjendur á einum degi. Með því að fá svona marga fylgjendur þá hættir maður eiginlega að hafa einhverja yfirsýn yfir þennan miðil. Sem er smá leiðinlegt því kannski byrjar einhver að fylgja mér sem mig langar til að fylgjast með á móti, eða sendir mér skilaboð sem ég væri til í að svara, en það er engin leið fyrir mig að sjá það,“ segir hann meðal annars og bætir við: „Mig langar að svara öllum sem senda mér falleg skilaboð, það er bara partur af minni persónu. En það er engin leið að fylgjast með þessu, og það getur auðveldlega misskilist þannig að ég sé hrokafullur og nenni ekki að svara. Það finnst mér leiðinlegt.“ Samfélagsmiðillinn Instagram hefur opnað alls konar dyr fyrir Rúrik sem hreinlega veður í tilboðum en er ekki á því að stökkva á hvaða tilboð sem er. „Ég hef fengið mikið af fáránlegum tilboðum í gegnum tíðina. Durex-auglýsingu í Tel Avív, til dæmis. Maður þarf að vanda valið á hvaða fyrirtækjum maður vill vinna með og hvert maður stefnir með þetta allt saman. Núna er samt fókusinn á fótboltanum, ekki á þessu. Ég ætla bara að halda áfram að gera þetta, Instagram, eins og ég hef verið að gera þetta. Vera ég sjálfur á þessum miðli, annars er fólk fljótt farið að sjá í gegnum þetta,“ segir Rúrik. Myndirnar, sem Baldur Kristjánsson tekur, munu væntanlega gleðja marga en Rúrik þykir hafa fengið fimm rétta í genalottóinu. Meðal annars er heil opna af kauða að rífa sig úr peysunni með stinna magavöðvana að vopni.Rúrik ásamt móður sinni sem hann talar fallega um í viðtalinu.Vísir/Getty
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”