„Ef þetta væri ekki svona grátlegt þá væri þetta einn stór brandari“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 13. september 2018 13:04 Jón Steinar Gunnlaugsson fer yfir málin með þeim Jóni Magnússyni og Ragnari Aðalsteinssyni í Hæstarétti í morgun. Vísir/Vilhelm Málflutningur í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála hófst í Hæstarétti Íslands klukkan 9 í morgun. Fyrir hádegishlé tóku til máls Davíð Þór Björgvinsson settur ríkissaksóknari og Jón Steinar Gunnlausson, verjandi Kristjáns Viðars Júlíussonar. Davíð Þór fer fram á sýknu í málunum og í máli sínu benti hann á að það hafi aldrei verið sannað að þeir Guðmundur Einarsson og Geirfinn Einarsson hafi nokkurn tíman þekkst eða að leiðir þeirra hafi legið saman. Hann saðgði jafnframt að einu sönnunargögnin til grundvallar sakfellingar í Hæstarétti 1980 hafi verið játningar, sem nú er talið að hafi ekki verið áreiðanlegar. Hann sagði jafnframt að fangelsisdagbækur sem og dagbækur Tryggva Rúnars Leifssonar og Guðjóns Skarphéðinssonar frá því að þeir sátu í gæsluvarðhaldi séu meðal nýrra gagna í málinu. Hann lagði mikla áherslu í sínu máli á harðræði í Síðumúlafangelsi og áhrif þess á framburð sakborninganna. Hæstiréttur hafi, árið 1980 ekki haft trausta yfirsýn yfir þá afarkosti sem hin dæmdu máttu sæta í sinni einangrun í Síðumúlafangelsi. Þá hafi yfirheyrslur og vettvangsferðir við rannsókn málanna verið yfirgengilega margar og að í of mörgum tilvikum hafi ekki verið haldnar skrár yfir hvað kom fram í samtölum rannsakenda við sakborningana. Þá hafi það ekki verið rétt sem fram kom í dómi Hæstaréttar árið 1980 að játningar hafi komið fram snemma við rannsókn málsins, heldur hafi framburður sakborninganna breyst stöðugt við rannsóknina og þau hafi ítrekað reynt að draga játningar sínar til baka án þess að mark væri tekið á þeim.Davíð Þór Björgvinsson, settur ríkissaksóknari í málinu.Vísir/VilhelmDómstólar geri alls staðar mistök Jón Steinar Gunnlaugsson tók fyrstur verjenda til máls en hann rekur málið sem fyrr segir fyrir hönd Kristjáns Viðars Júlíussonar, sem hlaut 16 ára dóm í Hæstarétti fyrir aðild sína að dauða Guðmundar og Geirfinns. Hann hóf mál sitt á því að taka ofan hatt sinn fyrir saksóknara sem hann telur að hafi komið hreint fram. Jón Steinar gerði hlutverk dómstóla að umræðuefni sínu í byrjun og benti á að lögum um endurupptöku sakamála var breytt eftir að endurupptökubeiðnum Sævars Ciesielski var synjað. Hann sagði að það verði að vera svo að dómar Hæstaréttar séu endanlegir. Það megi þó ekki þýða að það sé útilokað að veita nýja meðferð í málum þar sem talið er að mistök hafi orðið, eitthvað hafi farið úrskeiðis. „Allar þjóðir heims upplifa það að dómstólar gera mistök. Dómstólar eru ekki frekar en aðrir, jafnvel þó að menn reyni mjög að vanda sig og séu undir hörðum aga laganna, þá gerast mistök. Það er óhjákvæmilegt. Það þekkja allar þjóðir og þess vegna er nauðsynlegt að hafa í lögum heimildir til að leiðrétta slík mistök,“ sagði hann.Blaðamannafundur í Sakadómi 3. febrúar 1977.Jack Letham/LögreglanMálunum ruglað saman Hann vísaði mikið í skýrslu innanríkisráðherra um málin frá árinu 2011. Hann benti einnig á hluta skýrslunnar um annmarka á rannsókn, að enginn hafi setið lengur í gæsluvarðhaldi á Íslandi og að tilraunir lögreglunnar til að hafa uppi á sönnunargögnum svo sem úlpu og hnífi hafi verið árangurslausar sem og að engin sönnunargögn hafi verið um átök á Grettisgötu, í Hafnarfirði eða í Keflavík. „Þetta er alveg kostulegt og það sem er kostulegt er að eftir að nýjar staðreyndir uppgötvuðust þá breyttust framburðir hinna grunuðu sem gerðu aðra framburði ómarktæka. Hvaðan kemur það? Það kemur frá þeim sem rannsaka þetta.“ Um framkomu við fanga í Síðumúlafangelsi sagði Jón Steinar að skoðun á dagbókum fangelsisins leiði af sér skuggalegar niðurstöður. Rannsakendur hafi setið langtímum saman inni hjá föngum án þess að taka af þeim skýrslu. Hann sagði skjólstæðing sinn hafa ruglað málunum saman og litið á þau sem eitt stórt mál. Sú athugasemd Kristjáns Viðars sýni hve mikið málin eru samtvinnuð.Albert Klahn Skaftason, Sævar Marinó Ciesielski, Kristján Viðar Viðarsson (nú Júlíusson), Guðjón Skarphéðinsson, Erla Bolladóttir og Tryggvi Rúnar Leifsson.LögreglanAldrei fullnægjandi forsendur fyrir áfellisdómi Jón Steinar telur óhjákvæmilegt að sýkna í málunum, enda fari enginn málsaðili fram á neina refsingu. Enginn hefur í sögu Íslands setið lengur í einangrun en sumir sakborninganna í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum og segir Jón Steinar að hin langa einangrunarvist sé „torture.“ „Það er ekki vikið að því í dómi Hæstaréttar sem hér er verið að endurupptaka hvaða áhrif þessi meðferð hafði,“ sagði Jón Steinar. „Það er ekki minnst á það einu orði að þessi meðferð í gæsluvarðhaldi skipti máli þegar verið er að leggja mat á sönnunargildi þessara játninga.“ Jón Steinar minntist einnig á misvísandi framburð um Toyota og VolksWagen bíla, hvort það hafi þurft að hringja í Albert Klahn til að fá aðstoð við að flytja lík eða hvort hann hafi einfaldlega verið viðstaddur í umræddri íbúð. Enginn hinna sökuðu eða dæmdu hefðu getað bent á það hvar líkið er. „Voru þau til í að játa það að hafa svipt manninn lífi en ekki að segja hvar þau hafi sett líkið? Það hefði verið til að styrkja játninguna ef henni hefði fylgt ábending um hvað líkið var,“ sagði Jón Steinar. „Það er bara þannig virðulegi dómur að það voru aldrei fullnægjandi forsendur fyrir áfellisdómi 1980. Voru það ekki þá og það eru það ekki núna. Það er reyndar kafli út af fyrir sig að átta sig á því ef einhver getur það hvernig stendur á því að þetta mál fór af stað og rakst með þessum hætti. Allir þeir sem muna þessa tíma muna eftir írafárinu, hávaðanum og látunum sem tengdust þessu.“Dómur féll í Hæstarétti 22. febrúar 1980, fyrir 38 árum.Vísir/GVAVinda ofan af skrípasögu Hann rifjaði upp ummæli um að martröð væri létt af þjóðinni þegar ungmennin voru handtekin, svo mikil áhrif hafi málin haft á þjóðina á sínum tíma. „Núna, virðulegi Hæstiréttur, loksins þá gefst hinum virðulega rétti tækifæri til að vinda ofan af þessari skrípasögu sem hefur leitt þessar hörmungar yfir þessa einstaklinga.“ Hann sagði að skjólstæðingur hans, Kristján Viðar, hafi ætlað sér að mæta og fylgjast með málflutningi en að hann hafi ekki treyst sér til þess. „Hugsaðu þér álagið sem þetta fólk hefur mátt líða öll þessi ár.“ „Við erum ekki að fást við nein hégómamál hér. Við erum að fást við líf fólks. Við erum að fást við reglur og kröfur sem lög gera til að hægt sé að sakfella menn. það er svo fjarri öllu lagi að þær kröfur hafi verið upplýstar í þessu máli, hvort sem árið 1980 eða núna,“ sagði Jón Steinar þegar hann lauk máli sínu. Málflutningur heldur áfram að loknu hádegishléi og þá taka til máls verjendur Guðjóns Skarphéðinssonar og Sævars Ciesielski.Í Vaktinni hér að neðan er hægt að fylgjast með framvindu mála í Hæstarétti.vísir/vilhelm
Málflutningur í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála hófst í Hæstarétti Íslands klukkan 9 í morgun. Fyrir hádegishlé tóku til máls Davíð Þór Björgvinsson settur ríkissaksóknari og Jón Steinar Gunnlausson, verjandi Kristjáns Viðars Júlíussonar. Davíð Þór fer fram á sýknu í málunum og í máli sínu benti hann á að það hafi aldrei verið sannað að þeir Guðmundur Einarsson og Geirfinn Einarsson hafi nokkurn tíman þekkst eða að leiðir þeirra hafi legið saman. Hann saðgði jafnframt að einu sönnunargögnin til grundvallar sakfellingar í Hæstarétti 1980 hafi verið játningar, sem nú er talið að hafi ekki verið áreiðanlegar. Hann sagði jafnframt að fangelsisdagbækur sem og dagbækur Tryggva Rúnars Leifssonar og Guðjóns Skarphéðinssonar frá því að þeir sátu í gæsluvarðhaldi séu meðal nýrra gagna í málinu. Hann lagði mikla áherslu í sínu máli á harðræði í Síðumúlafangelsi og áhrif þess á framburð sakborninganna. Hæstiréttur hafi, árið 1980 ekki haft trausta yfirsýn yfir þá afarkosti sem hin dæmdu máttu sæta í sinni einangrun í Síðumúlafangelsi. Þá hafi yfirheyrslur og vettvangsferðir við rannsókn málanna verið yfirgengilega margar og að í of mörgum tilvikum hafi ekki verið haldnar skrár yfir hvað kom fram í samtölum rannsakenda við sakborningana. Þá hafi það ekki verið rétt sem fram kom í dómi Hæstaréttar árið 1980 að játningar hafi komið fram snemma við rannsókn málsins, heldur hafi framburður sakborninganna breyst stöðugt við rannsóknina og þau hafi ítrekað reynt að draga játningar sínar til baka án þess að mark væri tekið á þeim.Davíð Þór Björgvinsson, settur ríkissaksóknari í málinu.Vísir/VilhelmDómstólar geri alls staðar mistök Jón Steinar Gunnlaugsson tók fyrstur verjenda til máls en hann rekur málið sem fyrr segir fyrir hönd Kristjáns Viðars Júlíussonar, sem hlaut 16 ára dóm í Hæstarétti fyrir aðild sína að dauða Guðmundar og Geirfinns. Hann hóf mál sitt á því að taka ofan hatt sinn fyrir saksóknara sem hann telur að hafi komið hreint fram. Jón Steinar gerði hlutverk dómstóla að umræðuefni sínu í byrjun og benti á að lögum um endurupptöku sakamála var breytt eftir að endurupptökubeiðnum Sævars Ciesielski var synjað. Hann sagði að það verði að vera svo að dómar Hæstaréttar séu endanlegir. Það megi þó ekki þýða að það sé útilokað að veita nýja meðferð í málum þar sem talið er að mistök hafi orðið, eitthvað hafi farið úrskeiðis. „Allar þjóðir heims upplifa það að dómstólar gera mistök. Dómstólar eru ekki frekar en aðrir, jafnvel þó að menn reyni mjög að vanda sig og séu undir hörðum aga laganna, þá gerast mistök. Það er óhjákvæmilegt. Það þekkja allar þjóðir og þess vegna er nauðsynlegt að hafa í lögum heimildir til að leiðrétta slík mistök,“ sagði hann.Blaðamannafundur í Sakadómi 3. febrúar 1977.Jack Letham/LögreglanMálunum ruglað saman Hann vísaði mikið í skýrslu innanríkisráðherra um málin frá árinu 2011. Hann benti einnig á hluta skýrslunnar um annmarka á rannsókn, að enginn hafi setið lengur í gæsluvarðhaldi á Íslandi og að tilraunir lögreglunnar til að hafa uppi á sönnunargögnum svo sem úlpu og hnífi hafi verið árangurslausar sem og að engin sönnunargögn hafi verið um átök á Grettisgötu, í Hafnarfirði eða í Keflavík. „Þetta er alveg kostulegt og það sem er kostulegt er að eftir að nýjar staðreyndir uppgötvuðust þá breyttust framburðir hinna grunuðu sem gerðu aðra framburði ómarktæka. Hvaðan kemur það? Það kemur frá þeim sem rannsaka þetta.“ Um framkomu við fanga í Síðumúlafangelsi sagði Jón Steinar að skoðun á dagbókum fangelsisins leiði af sér skuggalegar niðurstöður. Rannsakendur hafi setið langtímum saman inni hjá föngum án þess að taka af þeim skýrslu. Hann sagði skjólstæðing sinn hafa ruglað málunum saman og litið á þau sem eitt stórt mál. Sú athugasemd Kristjáns Viðars sýni hve mikið málin eru samtvinnuð.Albert Klahn Skaftason, Sævar Marinó Ciesielski, Kristján Viðar Viðarsson (nú Júlíusson), Guðjón Skarphéðinsson, Erla Bolladóttir og Tryggvi Rúnar Leifsson.LögreglanAldrei fullnægjandi forsendur fyrir áfellisdómi Jón Steinar telur óhjákvæmilegt að sýkna í málunum, enda fari enginn málsaðili fram á neina refsingu. Enginn hefur í sögu Íslands setið lengur í einangrun en sumir sakborninganna í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum og segir Jón Steinar að hin langa einangrunarvist sé „torture.“ „Það er ekki vikið að því í dómi Hæstaréttar sem hér er verið að endurupptaka hvaða áhrif þessi meðferð hafði,“ sagði Jón Steinar. „Það er ekki minnst á það einu orði að þessi meðferð í gæsluvarðhaldi skipti máli þegar verið er að leggja mat á sönnunargildi þessara játninga.“ Jón Steinar minntist einnig á misvísandi framburð um Toyota og VolksWagen bíla, hvort það hafi þurft að hringja í Albert Klahn til að fá aðstoð við að flytja lík eða hvort hann hafi einfaldlega verið viðstaddur í umræddri íbúð. Enginn hinna sökuðu eða dæmdu hefðu getað bent á það hvar líkið er. „Voru þau til í að játa það að hafa svipt manninn lífi en ekki að segja hvar þau hafi sett líkið? Það hefði verið til að styrkja játninguna ef henni hefði fylgt ábending um hvað líkið var,“ sagði Jón Steinar. „Það er bara þannig virðulegi dómur að það voru aldrei fullnægjandi forsendur fyrir áfellisdómi 1980. Voru það ekki þá og það eru það ekki núna. Það er reyndar kafli út af fyrir sig að átta sig á því ef einhver getur það hvernig stendur á því að þetta mál fór af stað og rakst með þessum hætti. Allir þeir sem muna þessa tíma muna eftir írafárinu, hávaðanum og látunum sem tengdust þessu.“Dómur féll í Hæstarétti 22. febrúar 1980, fyrir 38 árum.Vísir/GVAVinda ofan af skrípasögu Hann rifjaði upp ummæli um að martröð væri létt af þjóðinni þegar ungmennin voru handtekin, svo mikil áhrif hafi málin haft á þjóðina á sínum tíma. „Núna, virðulegi Hæstiréttur, loksins þá gefst hinum virðulega rétti tækifæri til að vinda ofan af þessari skrípasögu sem hefur leitt þessar hörmungar yfir þessa einstaklinga.“ Hann sagði að skjólstæðingur hans, Kristján Viðar, hafi ætlað sér að mæta og fylgjast með málflutningi en að hann hafi ekki treyst sér til þess. „Hugsaðu þér álagið sem þetta fólk hefur mátt líða öll þessi ár.“ „Við erum ekki að fást við nein hégómamál hér. Við erum að fást við líf fólks. Við erum að fást við reglur og kröfur sem lög gera til að hægt sé að sakfella menn. það er svo fjarri öllu lagi að þær kröfur hafi verið upplýstar í þessu máli, hvort sem árið 1980 eða núna,“ sagði Jón Steinar þegar hann lauk máli sínu. Málflutningur heldur áfram að loknu hádegishléi og þá taka til máls verjendur Guðjóns Skarphéðinssonar og Sævars Ciesielski.Í Vaktinni hér að neðan er hægt að fylgjast með framvindu mála í Hæstarétti.vísir/vilhelm
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira