Ólafía Þórunn: Búið að vera stöngin út á tímabilinu Anton Ingi Leifsson skrifar 13. september 2018 20:00 Það eru stórar vikur framundan hjá Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur sem berst fyrir lífi sínu á LPGA-mótaröðinni næstu vikurnar. Ólafía segist þó ekki vera óánægð með spilamennsku sína á þessu tímabili og segir hún að mörgu leyti betri spilamennska en í fyrra. „Ég er ekki óánægð og mér finnst ég vera betri en í fyrra en það er bara ekki búið að sjást á skorinu mínu,” sagði Ólafía í samtali við Arnar Björnsson. „Þetta er búið að vera stöngin út. Ég missti helling af niðurskurðum með einu höggi og þegar það gerist þá færðu engin stig. Þú ert kannski að spila vel en nærð ekki að sýna það,” en hvað er hún ánægðust með? „Mér finnst ég vera búin að slá ótrúlega vel. Ég er búin að vera ótrúlega sterk. Það er búið að blása mikið á móti en ég er búin að ná að höndla það alveg ágætlega.” „Það verður auðvitað erfitt stundum en mér finnst ég hafa náð að höndla það ágætlega,” en hversu erfitt er að sjá eftir hverjum niðurskurðinum á fætur öðru með einu höggi? „Það er ótrúlega erfitt, sérstaklega þegar það hefur gerst fjórum sinnum í röð. Þá verður þetta dálítið andlegt. Þú þarft að breyta hugsuninni og hugsa hvað þú vilt, ekki hræðast það sem þú vilt ekki.” Alla fréttina má sjá í sjónvarpsglugganum hér að ofan. Golf Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Það eru stórar vikur framundan hjá Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur sem berst fyrir lífi sínu á LPGA-mótaröðinni næstu vikurnar. Ólafía segist þó ekki vera óánægð með spilamennsku sína á þessu tímabili og segir hún að mörgu leyti betri spilamennska en í fyrra. „Ég er ekki óánægð og mér finnst ég vera betri en í fyrra en það er bara ekki búið að sjást á skorinu mínu,” sagði Ólafía í samtali við Arnar Björnsson. „Þetta er búið að vera stöngin út. Ég missti helling af niðurskurðum með einu höggi og þegar það gerist þá færðu engin stig. Þú ert kannski að spila vel en nærð ekki að sýna það,” en hvað er hún ánægðust með? „Mér finnst ég vera búin að slá ótrúlega vel. Ég er búin að vera ótrúlega sterk. Það er búið að blása mikið á móti en ég er búin að ná að höndla það alveg ágætlega.” „Það verður auðvitað erfitt stundum en mér finnst ég hafa náð að höndla það ágætlega,” en hversu erfitt er að sjá eftir hverjum niðurskurðinum á fætur öðru með einu höggi? „Það er ótrúlega erfitt, sérstaklega þegar það hefur gerst fjórum sinnum í röð. Þá verður þetta dálítið andlegt. Þú þarft að breyta hugsuninni og hugsa hvað þú vilt, ekki hræðast það sem þú vilt ekki.” Alla fréttina má sjá í sjónvarpsglugganum hér að ofan.
Golf Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira