Erlent

Vísar á bug gagnrýni um spillingu

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins.
Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins. Vísir/Anton
Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, kveðst ekki skilja gagnrýni GRECO, Samtaka ríkja innan Evrópuráðsins gegn spillingu, sem kemur fram í nýrri skýrslu um Danmörku.

Samkvæmt skýrslunni hefur Danmörk ekki, eða bara að hluta til, gert úrbætur gegn spillingu meðal stjórnmálamanna, dómara og saksóknara í tengslum við fimm af sex tilmælum GRECO þar um. Vandamálið snýst einkum um stjórnmálamenn, að því er segir í frétt Berlingske.

Kjærsgaard segir næstum enga spillingu vera í Danmörku og að GRECO eigi frekar að beina sjónum sínum að löndum þar sem spilling er mikil að hennar mati. Nefnir hún lönd í A- og S-Evrópu sem dæmi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×