Haustveiði í Haukadalsá Karl Lúðvíksson skrifar 14. september 2018 13:00 Greinarhöfundur með sinn fyrsta lax úr Haukadalsá Mynd: Georg Andersen Það getur verið afskaplega gaman að veiða á haustinn en þá eru oft stóru hængarnir grimmir á flugur veiðimanna. Það eru nefnilega margir veiðimenn sem gera sérstaklega út á það að fara í ákveðnar ár á haustinn nákvæmlega í þeim tilgangi til að setja í þessa stóru hænga. Haukadalsá er ein af þessum á sem félagar greinarhöfundar hafa rómað í hástert og þá oft sérstaklega sem síðsumars á og það var því gleðiefni þegar tækifæri bauðst til að veiða með góðum vin í ánni í vikunni. Haukadalsá hef ég nefnilega aldrei veitt eða hvað þá séð, segi ég skömmustulega, það var því tilhlökkunarefni að kasta flugu í hana. Áin er einstaklega aðgengileg og full af fallegum veiðistöðum. Það var eins og víða á vesturlandi heldur lítið vatn en alls ekki þannig að hún hafi verið óveiðandi. Strax á fyrsta veiðistað sem var Bjarnalögn urðum við félagarnir varir við stóra laxa sem stukku án afláts á þess að taka fluguna þrátt fyrir að mikið hafi verið reynt. Við hófum leik á svæði eitt eftir eftir drátt og þar sem við höfðum hvorugur komið þangað áður gáfum við okkur góðan tíma til að skoða ána og lesa í vatnið. Við höfðum fengið afbragðs veiðistaðalýsingu frá Jóhanni Jóni Ísleifssyni eða Jonna gæd og sú veiðistaðalýsing hjálpaði okkur mikið við val á veiðistöðum. Eftir að hafa kastað vel í nokkra staði á svæði eitt fórum við uppá efsta svæði og tókum þar nokkur köst í efstu staðina og unnum okkur aðeins niður. Við stukkum yfir Brúarstrengina og tókum svo Hornið vel í klukkutíma. Við sáum mikið af laxi en engin var takan. Það var svo ekki fyrr en Undertaker 18# fór yfir Efri Brúarstreng sem 67 sm hængur stökk á fluguna og barðist vel í straumnum en mátti sín lítils á móti Thomas & Thomas áttunni og Einarsson. Honum var landað og þar með er Haukan komin á blað hjá hjá mér. Veiðifélagi minn Georg Andersen setti í lax í Berghyl og ég í einn í stað sem við höldum að heiti Aðalsteinsstrengur (skiltin voru stundum ekki alveg við veiðistaðina) og sá tók fluguna og synti svo hratt í áttina að mér að hvorki stöng né hjól fengu nokkurn tímann að takast á við hann. Við sáum laxa í flest öllum hyljum sem við veiddum og víða ansi marga. Veiðistaðir eins og Lalli, Eggert, Gálgi, Kvörn, Blóti, Berghylur, Systrasel, Hornið, Brúarstrengir og fleiri voru ansi þétt setnir af laxi svo það er ljóst að það er nóg af laxi til að tryggja góða hrygningu í haust. Við Georg sammæltumst um að þessa á verðum við að prófa á góðum tíma svo við erum að festa okkur stöng í byrjun ágúst að því gefnu að það verði hægt að fá stöng á þeim tíma því Haukadalsá er ansi vinsæl og margir sem vilja komast í hana og ég skil vel af hverju. Mest lesið Flottasta RISE hátíðin hingað til Veiði Flekkudalsá til SVFR Veiði Koma fyrstu laxarnir á land 5. júní? Veiði Bubbi lét húðflúra laxaflugu á handlegginn Veiði Fyrsta hollið í Blöndu með 23 laxa Veiði Sumarhátíð SVFR haldin næsta laugardag Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Miðfjarðará aflahæst sjálfbæru ánna Veiði 243 laxar komnir á land í Selá Veiði
Það getur verið afskaplega gaman að veiða á haustinn en þá eru oft stóru hængarnir grimmir á flugur veiðimanna. Það eru nefnilega margir veiðimenn sem gera sérstaklega út á það að fara í ákveðnar ár á haustinn nákvæmlega í þeim tilgangi til að setja í þessa stóru hænga. Haukadalsá er ein af þessum á sem félagar greinarhöfundar hafa rómað í hástert og þá oft sérstaklega sem síðsumars á og það var því gleðiefni þegar tækifæri bauðst til að veiða með góðum vin í ánni í vikunni. Haukadalsá hef ég nefnilega aldrei veitt eða hvað þá séð, segi ég skömmustulega, það var því tilhlökkunarefni að kasta flugu í hana. Áin er einstaklega aðgengileg og full af fallegum veiðistöðum. Það var eins og víða á vesturlandi heldur lítið vatn en alls ekki þannig að hún hafi verið óveiðandi. Strax á fyrsta veiðistað sem var Bjarnalögn urðum við félagarnir varir við stóra laxa sem stukku án afláts á þess að taka fluguna þrátt fyrir að mikið hafi verið reynt. Við hófum leik á svæði eitt eftir eftir drátt og þar sem við höfðum hvorugur komið þangað áður gáfum við okkur góðan tíma til að skoða ána og lesa í vatnið. Við höfðum fengið afbragðs veiðistaðalýsingu frá Jóhanni Jóni Ísleifssyni eða Jonna gæd og sú veiðistaðalýsing hjálpaði okkur mikið við val á veiðistöðum. Eftir að hafa kastað vel í nokkra staði á svæði eitt fórum við uppá efsta svæði og tókum þar nokkur köst í efstu staðina og unnum okkur aðeins niður. Við stukkum yfir Brúarstrengina og tókum svo Hornið vel í klukkutíma. Við sáum mikið af laxi en engin var takan. Það var svo ekki fyrr en Undertaker 18# fór yfir Efri Brúarstreng sem 67 sm hængur stökk á fluguna og barðist vel í straumnum en mátti sín lítils á móti Thomas & Thomas áttunni og Einarsson. Honum var landað og þar með er Haukan komin á blað hjá hjá mér. Veiðifélagi minn Georg Andersen setti í lax í Berghyl og ég í einn í stað sem við höldum að heiti Aðalsteinsstrengur (skiltin voru stundum ekki alveg við veiðistaðina) og sá tók fluguna og synti svo hratt í áttina að mér að hvorki stöng né hjól fengu nokkurn tímann að takast á við hann. Við sáum laxa í flest öllum hyljum sem við veiddum og víða ansi marga. Veiðistaðir eins og Lalli, Eggert, Gálgi, Kvörn, Blóti, Berghylur, Systrasel, Hornið, Brúarstrengir og fleiri voru ansi þétt setnir af laxi svo það er ljóst að það er nóg af laxi til að tryggja góða hrygningu í haust. Við Georg sammæltumst um að þessa á verðum við að prófa á góðum tíma svo við erum að festa okkur stöng í byrjun ágúst að því gefnu að það verði hægt að fá stöng á þeim tíma því Haukadalsá er ansi vinsæl og margir sem vilja komast í hana og ég skil vel af hverju.
Mest lesið Flottasta RISE hátíðin hingað til Veiði Flekkudalsá til SVFR Veiði Koma fyrstu laxarnir á land 5. júní? Veiði Bubbi lét húðflúra laxaflugu á handlegginn Veiði Fyrsta hollið í Blöndu með 23 laxa Veiði Sumarhátíð SVFR haldin næsta laugardag Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Miðfjarðará aflahæst sjálfbæru ánna Veiði 243 laxar komnir á land í Selá Veiði