Langar að prófa fjallaskíði 15. september 2018 10:00 Valdimar Kári æfir fótbolta og handbolta til skiptis. Vísir/Ernir Valdimar Kári er byrjaður að plana stórafmælið á mánudaginn. En hvernig? Við erum þrír strákar sem ætlum að halda upp á afmælin okkar saman og það er bíóafmæli. Við bjóðum öllum strákunum í árganginum okkar í Flataskóla. Hvaða mynd ætlið þið að sjá? Hún heitir The House with a Clock in Its Walls og fjallar um strák sem er nýorðinn munaðarlaus og fer þá til frænda síns og konunnar hans. Þar kemst hann að því að frændi hans er seiðkarl. Úúú … en spennandi. En hvað finnst þér skemmtilegast að læra í skólanum? Það er úr mörgu að velja en ég mundi segja stærðfræði. Mér finnst gaman í margföldun. Ertu íþróttagaur líka? Já, ég er í Stjörnunni og æfi fótbolta og handbolta til skiptis. En hvað um skíði? Ja, ég æfi nú ekki á skíðum í Stjörnunni en fer oft að renna mér á veturna, ef snjór er. Hef farið til útlanda í skíðaferðir, bæði Austurríkis og Ameríku. Mig langar að læra á gönguskíði, eins og mamma, og líka prófa fjallaskíði, þá getur maður farið upp brekkur á skíðunum. Hefurðu ferðast eitthvað í sumar? Já, ég fór til Majorka og er nýkominn heim. Ég fékk fullt af fötum, meira að segja afmælisgjöfina frá mömmu minni, það er nýr æfingabúningur Barselónaliðsins, hann er fjólublár með grænum röndum niður axlirnar og niður á olnboga. Ég má ekki nota hann fyrr en eftir afmælið. Við fórum að skoða tvo kastala og í risa vatnagarð. Stærsta rennibrautin er rosaleg, svona 125 metra há. Ég var mjög stressaður, ég er sko pínu lofthræddur. Hinrik, bróðir minn er samt enn lofthræddari en ég dró hann í hana. Svo var ótrúlegt útsýni úr veitingastað sem við fórum á síðasta kvöldið, snekkjur og skútur og lítil eyja. Ég þurfti að plata mömmu svolítið í lokin til að við bræðurnir gætum komið henni á óvart, því hún átti afmæli. Ég bað hana að hjálpa mér að leita að klósettinu og þá gat Hinrik pantað eftirrétt með stjörnuljósum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Lífið Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Lífið Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Lífið Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Bíó og sjónvarp Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Tónlist „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Lífið Fleiri fréttir Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Heitasti leikarinn í Hollywood Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Sjá meira
Valdimar Kári er byrjaður að plana stórafmælið á mánudaginn. En hvernig? Við erum þrír strákar sem ætlum að halda upp á afmælin okkar saman og það er bíóafmæli. Við bjóðum öllum strákunum í árganginum okkar í Flataskóla. Hvaða mynd ætlið þið að sjá? Hún heitir The House with a Clock in Its Walls og fjallar um strák sem er nýorðinn munaðarlaus og fer þá til frænda síns og konunnar hans. Þar kemst hann að því að frændi hans er seiðkarl. Úúú … en spennandi. En hvað finnst þér skemmtilegast að læra í skólanum? Það er úr mörgu að velja en ég mundi segja stærðfræði. Mér finnst gaman í margföldun. Ertu íþróttagaur líka? Já, ég er í Stjörnunni og æfi fótbolta og handbolta til skiptis. En hvað um skíði? Ja, ég æfi nú ekki á skíðum í Stjörnunni en fer oft að renna mér á veturna, ef snjór er. Hef farið til útlanda í skíðaferðir, bæði Austurríkis og Ameríku. Mig langar að læra á gönguskíði, eins og mamma, og líka prófa fjallaskíði, þá getur maður farið upp brekkur á skíðunum. Hefurðu ferðast eitthvað í sumar? Já, ég fór til Majorka og er nýkominn heim. Ég fékk fullt af fötum, meira að segja afmælisgjöfina frá mömmu minni, það er nýr æfingabúningur Barselónaliðsins, hann er fjólublár með grænum röndum niður axlirnar og niður á olnboga. Ég má ekki nota hann fyrr en eftir afmælið. Við fórum að skoða tvo kastala og í risa vatnagarð. Stærsta rennibrautin er rosaleg, svona 125 metra há. Ég var mjög stressaður, ég er sko pínu lofthræddur. Hinrik, bróðir minn er samt enn lofthræddari en ég dró hann í hana. Svo var ótrúlegt útsýni úr veitingastað sem við fórum á síðasta kvöldið, snekkjur og skútur og lítil eyja. Ég þurfti að plata mömmu svolítið í lokin til að við bræðurnir gætum komið henni á óvart, því hún átti afmæli. Ég bað hana að hjálpa mér að leita að klósettinu og þá gat Hinrik pantað eftirrétt með stjörnuljósum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Lífið Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Lífið Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Lífið Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Bíó og sjónvarp Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Tónlist „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Lífið Fleiri fréttir Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Heitasti leikarinn í Hollywood Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Sjá meira