Langar að prófa fjallaskíði 15. september 2018 10:00 Valdimar Kári æfir fótbolta og handbolta til skiptis. Vísir/Ernir Valdimar Kári er byrjaður að plana stórafmælið á mánudaginn. En hvernig? Við erum þrír strákar sem ætlum að halda upp á afmælin okkar saman og það er bíóafmæli. Við bjóðum öllum strákunum í árganginum okkar í Flataskóla. Hvaða mynd ætlið þið að sjá? Hún heitir The House with a Clock in Its Walls og fjallar um strák sem er nýorðinn munaðarlaus og fer þá til frænda síns og konunnar hans. Þar kemst hann að því að frændi hans er seiðkarl. Úúú … en spennandi. En hvað finnst þér skemmtilegast að læra í skólanum? Það er úr mörgu að velja en ég mundi segja stærðfræði. Mér finnst gaman í margföldun. Ertu íþróttagaur líka? Já, ég er í Stjörnunni og æfi fótbolta og handbolta til skiptis. En hvað um skíði? Ja, ég æfi nú ekki á skíðum í Stjörnunni en fer oft að renna mér á veturna, ef snjór er. Hef farið til útlanda í skíðaferðir, bæði Austurríkis og Ameríku. Mig langar að læra á gönguskíði, eins og mamma, og líka prófa fjallaskíði, þá getur maður farið upp brekkur á skíðunum. Hefurðu ferðast eitthvað í sumar? Já, ég fór til Majorka og er nýkominn heim. Ég fékk fullt af fötum, meira að segja afmælisgjöfina frá mömmu minni, það er nýr æfingabúningur Barselónaliðsins, hann er fjólublár með grænum röndum niður axlirnar og niður á olnboga. Ég má ekki nota hann fyrr en eftir afmælið. Við fórum að skoða tvo kastala og í risa vatnagarð. Stærsta rennibrautin er rosaleg, svona 125 metra há. Ég var mjög stressaður, ég er sko pínu lofthræddur. Hinrik, bróðir minn er samt enn lofthræddari en ég dró hann í hana. Svo var ótrúlegt útsýni úr veitingastað sem við fórum á síðasta kvöldið, snekkjur og skútur og lítil eyja. Ég þurfti að plata mömmu svolítið í lokin til að við bræðurnir gætum komið henni á óvart, því hún átti afmæli. Ég bað hana að hjálpa mér að leita að klósettinu og þá gat Hinrik pantað eftirrétt með stjörnuljósum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Lífið Fleiri fréttir Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Sjá meira
Valdimar Kári er byrjaður að plana stórafmælið á mánudaginn. En hvernig? Við erum þrír strákar sem ætlum að halda upp á afmælin okkar saman og það er bíóafmæli. Við bjóðum öllum strákunum í árganginum okkar í Flataskóla. Hvaða mynd ætlið þið að sjá? Hún heitir The House with a Clock in Its Walls og fjallar um strák sem er nýorðinn munaðarlaus og fer þá til frænda síns og konunnar hans. Þar kemst hann að því að frændi hans er seiðkarl. Úúú … en spennandi. En hvað finnst þér skemmtilegast að læra í skólanum? Það er úr mörgu að velja en ég mundi segja stærðfræði. Mér finnst gaman í margföldun. Ertu íþróttagaur líka? Já, ég er í Stjörnunni og æfi fótbolta og handbolta til skiptis. En hvað um skíði? Ja, ég æfi nú ekki á skíðum í Stjörnunni en fer oft að renna mér á veturna, ef snjór er. Hef farið til útlanda í skíðaferðir, bæði Austurríkis og Ameríku. Mig langar að læra á gönguskíði, eins og mamma, og líka prófa fjallaskíði, þá getur maður farið upp brekkur á skíðunum. Hefurðu ferðast eitthvað í sumar? Já, ég fór til Majorka og er nýkominn heim. Ég fékk fullt af fötum, meira að segja afmælisgjöfina frá mömmu minni, það er nýr æfingabúningur Barselónaliðsins, hann er fjólublár með grænum röndum niður axlirnar og niður á olnboga. Ég má ekki nota hann fyrr en eftir afmælið. Við fórum að skoða tvo kastala og í risa vatnagarð. Stærsta rennibrautin er rosaleg, svona 125 metra há. Ég var mjög stressaður, ég er sko pínu lofthræddur. Hinrik, bróðir minn er samt enn lofthræddari en ég dró hann í hana. Svo var ótrúlegt útsýni úr veitingastað sem við fórum á síðasta kvöldið, snekkjur og skútur og lítil eyja. Ég þurfti að plata mömmu svolítið í lokin til að við bræðurnir gætum komið henni á óvart, því hún átti afmæli. Ég bað hana að hjálpa mér að leita að klósettinu og þá gat Hinrik pantað eftirrétt með stjörnuljósum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Lífið Fleiri fréttir Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Sjá meira