Að fórna öllu fyrir málstaðinn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. september 2018 08:30 Auglýsing Nike með Colin Kaepernick í aðalhlutverki gnæfir yfir borgurum San Francisco-borgar. Vísir/AP Bandaríkin „Trúðu á eitthvað, jafnvel þótt það kosti þig allt.“ Þetta er slagorð auglýsingaherferðar sem íþróttavörurisinn Nike réðst í fyrr í mánuðinum með NFL-leikstjórnandann Colin Kaepernick í fararbroddi. Auglýsingin fór öfugt ofan í bandaríska íhaldsmenn og hefur hinn umdeildi Kaepernick aldrei verið meira á milli tannanna á fólki. En hvers vegna er Kaepernick, leikstjórnandi sem vann aldrei Ofurskálina svokölluðu, orðinn einn þekktasti NFL-leikmaður heims?Upphafið Kaepernick var 36. valið í nýliðavali NFL-deildarinnar árið 2011 og fór til San Francisco 49ers. Hann var varaleikstjórnandi liðsins á fyrsta tímabilinu en byrjaði að veita leikstjórnandanum Alex Smith hörkusamkeppni á öðru tímabili sínu. Leikstjórnandinn náði að festa sig í sessi og hélt byrjunarstöðunni þangað til 2015 þegar hann missti hana til Blaines Gabbert, bæði vegna lítillar trúar nýja þjálfarans Jims Tomsula á honum sem og axlarmeiðsla og gekk honum illa að vinna stöðu sína aftur á ný. Það voru þó ekki afrek Kaepernicks inni á vellinum sem urðu til þess að nafn hans varð ráðandi í stjórnmálaumræðu Bandaríkjanna. Sú saga hófst á undirbúningstímabilinu 2016. Í þriðja leik þess sást Kaepernick sitjandi á meðan þjóðsöngurinn var fluttur en venju samkvæmt standa þá leikmenn.Fór á hnén Þetta vakti athygli íþróttablaðamanna sem spurðu Kaepernick út í málið eftir leik. „Ég ætla ekki að standa til þess að sýna virðingu mína fyrir fána ríkis sem kúgar hörundsdökka. Fyrir mér er þetta mál stærra en fótbolti og það væri sjálfselska af minni hálfu að hundsa vandann. Lík liggja á götum úti og hin ábyrgu fá launað frí og komast upp með morð,“ sagði Kaepernick þá. Með þessum ummælum var Kaepernick að vísa í atburðarás sem leiddi til stofnunar hreyfingarinnar Black Lives Matter. Hreyfingin berst gegn lögregluofbeldi sem beinst hefur að svörtum Bandaríkjamönnum og bendir á að fjöldi svartra og óvopnaðra Bandaríkjamanna hafi verið myrtur af lögreglumönnum sem hafi fæstir þurft að svara fyrir gjörðir sínar. Þrátt fyrir hörð orð bandarískra íhaldsmanna hélt Kaepernick striki sínu. Reyndar hafði hann breytt líkamsstöðu sinni og var komin niður á hné í næsta leik, sagði það gert til þess að sýna bandaríska hernum meiri virðingu en halda samt sem áður áfram að mótmæla.Umdeildur Bandarískum íhaldsmönnum þykir Kaepernick sýna bandaríska hernum og Bandaríkjunum sjálfum vanvirðingu með því að krjúpa. Þá er vert að taka fram að Repúblikanar hafa ekki stutt Black Lives Matter. Kaepernick sagðist í september 2016 hafa fengið líflátshótanir vegna málsins. „Ef þeim hótunum verður framfylgt myndi það sanna málstað minn,“ sagði leikstjórnandinn á þeim tíma. Í desember fjölluðu íþróttamiðlar svo um minnkandi áhorf á NFL-deildina þar sem fram kom að áhorfendur og hinn nýkjörni forseti kenndu Kaepernick um áhorfstapið. Þann 3. mars 2017 lauk svo NFL-ferli Kaepernicks, að minnsta kosti í bili. Hann nýtti ákvæði í samningi sínum við 49ers og losnaði þannig.Stærri en Kaepernick Hreyfingin sem Kaepernick hefur hrint af stað er orðin stærri en hann sjálfur. Fleiri og fleiri leikmenn bætast í hópinn. Á meðal þeirra sem hafa kropið eru knattspyrnukonan Megan Rapinoe, blakleikmenn West Virginia Teck og hafnaboltaleikmaðurinn Bruce Maxwell. Svo virðist sem hreyfingin hafi líka valdið Trump miklu hugarangri, enda hafa leikmenn undanfarið ár einnig tileinkað mótmæli sín stefnumálum hans. Í september 2017, á fjöldafundi í Alabama, krafðist Trump þess að eigendur NFL-deildarinnar myndu hreinlega reka leikmenn sem mótmæltu. Barack Obama, sem var forseti þegar mótmælin hófust, er á öðru máli. Í september 2016 sagði hann að Kaepernick hefði stjórnarskrárbundinn rétt til að mótmæla. „Hann hefur vakið meiri umræðu um mikilvæg málefni.“ Auglýsingin Eftir að hafa staðið utanvallar frá því hann rifti samningi sínum sneri Kaepernick aftur af fullum krafti í umræðuna í upphafi mánaðar þegar hann var andlit nýrrar auglýsingaherferðar Nike. Líkt og mótmælunum var auglýsingaherferðinni afar misjafnlega tekið. Trump sagði hana senda „hrikaleg skilaboð sem ætti ekki að senda“ og íhaldsmenn tóku myndbönd af Nike-skóm brenna. Hlutabréf í Nike hafa hins vegar risið myndarlega frá því að auglýsingaherferðin fór í loftið. Demókratar og óháðir hafa flestir tekið vel í boðskapinn og í vikunni bárust þau tíðindi að virði hlutabréfa í Nike hafi aldrei verið meira.Framtíð Kaepernicks En hvað kemur næst fyrir leikstjórnandann? Hann hefur ekki spilað í NFL-deildinni frá því að hann rifti samningi sínum og hefur höfðað mál gegn NFL-deildinni. Málið er á leið fyrir dóm en Kaepernick heldur því fram að eigendur liða í NFL-deildinni hafi komið sér saman um að halda honum utan deildarinnar sem Kaepernick telur brot á NFL-reglunum. Kaepernick hefur þó nýtt tíma sinn vel. Hann hefur verið gerður að samviskusendiherra Amnesty International, borgara ársins hjá GQ og fengið heiðursverðlaun Muhammads Ali hjá Sports Illustrated. Þá hefur hann staðið við loforð sem hann gaf haustið 2016 um að gefa milljón dala til samtaka sem ynnu að málstað hans um jafnrétti kynþátta. Ólíklegt þykir að Kaepernick snúi aftur í NFL-deildina. Blaðamaður The Undefeated orðaði það svo, með vísun í málstaðinn: „Líkurnar á því að Colin Kaepernick spili aftur sem leikstjórnandi í NFL-deildinni eru jafnmiklar og líkurnar á því að lögregluþjónn verði sakfelldur fyrir morð á svörtum manni.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kaepernick hrósaði leikmönnum fyrir að fara niður á hné Fyrsti stóri leikdagurinn í NFL-deildinni var í gær og margt áhugavert í gangi. Þar á meðal mótmæli leikmanna meðan þjóðsöngurinn er leikinn en þau eru ekki hætt þó svo eigendur liðanna reyni að koma í veg fyrir þau. 10. september 2018 12:30 Hætta við umdeilda tillögu um bann við vörum Nike Zahn lagði tillöguna fram í síðustu viku eftir að fyrirtækið Nike opinberaði auglýsingarherferð sína með Colin Kaepernick. 13. september 2018 10:31 Kveikja í hlaupaskónum vegna andlits auglýsingaherferðar Nike Fyrir skömmu var tilkynnt að NFL-leikstjórnandinn Colin Kaepernick væri nýtt andlit auglýsingaherferðar íþróttamerkisins Nike. 4. september 2018 18:54 Trump: Nike er að senda skelfileg skilaboð Eins og við mátti búast er Donald Trump Bandaríkjaforseti ekki hrifinn af því að Nike sé að nota leikstjórnandann Colin Kaepernick í nýjustu auglýsingaherferð sinni. 5. september 2018 23:30 Sala Nike jókst um 31% eftir umdeilda auglýsingaherferð Auglýsingaherferð sem íþróttavörurisinn Nike setti af stað á dögunum hefur vakið mikið umtal um allan heim en sölutölur fyrirtækisins gefa til kynna að áhættan hafi verið þess virði. 8. september 2018 16:12 Serena, LeBron og fleiri með Kaepernick í auglýsingu Nike Nike hefur birt fyrtu sjónvarpsauglýsingu sína með NFL-leikmanninum Colin Kaepernick. 5. september 2018 18:32 Mest lesið Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent Fleiri fréttir Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Sjá meira
Bandaríkin „Trúðu á eitthvað, jafnvel þótt það kosti þig allt.“ Þetta er slagorð auglýsingaherferðar sem íþróttavörurisinn Nike réðst í fyrr í mánuðinum með NFL-leikstjórnandann Colin Kaepernick í fararbroddi. Auglýsingin fór öfugt ofan í bandaríska íhaldsmenn og hefur hinn umdeildi Kaepernick aldrei verið meira á milli tannanna á fólki. En hvers vegna er Kaepernick, leikstjórnandi sem vann aldrei Ofurskálina svokölluðu, orðinn einn þekktasti NFL-leikmaður heims?Upphafið Kaepernick var 36. valið í nýliðavali NFL-deildarinnar árið 2011 og fór til San Francisco 49ers. Hann var varaleikstjórnandi liðsins á fyrsta tímabilinu en byrjaði að veita leikstjórnandanum Alex Smith hörkusamkeppni á öðru tímabili sínu. Leikstjórnandinn náði að festa sig í sessi og hélt byrjunarstöðunni þangað til 2015 þegar hann missti hana til Blaines Gabbert, bæði vegna lítillar trúar nýja þjálfarans Jims Tomsula á honum sem og axlarmeiðsla og gekk honum illa að vinna stöðu sína aftur á ný. Það voru þó ekki afrek Kaepernicks inni á vellinum sem urðu til þess að nafn hans varð ráðandi í stjórnmálaumræðu Bandaríkjanna. Sú saga hófst á undirbúningstímabilinu 2016. Í þriðja leik þess sást Kaepernick sitjandi á meðan þjóðsöngurinn var fluttur en venju samkvæmt standa þá leikmenn.Fór á hnén Þetta vakti athygli íþróttablaðamanna sem spurðu Kaepernick út í málið eftir leik. „Ég ætla ekki að standa til þess að sýna virðingu mína fyrir fána ríkis sem kúgar hörundsdökka. Fyrir mér er þetta mál stærra en fótbolti og það væri sjálfselska af minni hálfu að hundsa vandann. Lík liggja á götum úti og hin ábyrgu fá launað frí og komast upp með morð,“ sagði Kaepernick þá. Með þessum ummælum var Kaepernick að vísa í atburðarás sem leiddi til stofnunar hreyfingarinnar Black Lives Matter. Hreyfingin berst gegn lögregluofbeldi sem beinst hefur að svörtum Bandaríkjamönnum og bendir á að fjöldi svartra og óvopnaðra Bandaríkjamanna hafi verið myrtur af lögreglumönnum sem hafi fæstir þurft að svara fyrir gjörðir sínar. Þrátt fyrir hörð orð bandarískra íhaldsmanna hélt Kaepernick striki sínu. Reyndar hafði hann breytt líkamsstöðu sinni og var komin niður á hné í næsta leik, sagði það gert til þess að sýna bandaríska hernum meiri virðingu en halda samt sem áður áfram að mótmæla.Umdeildur Bandarískum íhaldsmönnum þykir Kaepernick sýna bandaríska hernum og Bandaríkjunum sjálfum vanvirðingu með því að krjúpa. Þá er vert að taka fram að Repúblikanar hafa ekki stutt Black Lives Matter. Kaepernick sagðist í september 2016 hafa fengið líflátshótanir vegna málsins. „Ef þeim hótunum verður framfylgt myndi það sanna málstað minn,“ sagði leikstjórnandinn á þeim tíma. Í desember fjölluðu íþróttamiðlar svo um minnkandi áhorf á NFL-deildina þar sem fram kom að áhorfendur og hinn nýkjörni forseti kenndu Kaepernick um áhorfstapið. Þann 3. mars 2017 lauk svo NFL-ferli Kaepernicks, að minnsta kosti í bili. Hann nýtti ákvæði í samningi sínum við 49ers og losnaði þannig.Stærri en Kaepernick Hreyfingin sem Kaepernick hefur hrint af stað er orðin stærri en hann sjálfur. Fleiri og fleiri leikmenn bætast í hópinn. Á meðal þeirra sem hafa kropið eru knattspyrnukonan Megan Rapinoe, blakleikmenn West Virginia Teck og hafnaboltaleikmaðurinn Bruce Maxwell. Svo virðist sem hreyfingin hafi líka valdið Trump miklu hugarangri, enda hafa leikmenn undanfarið ár einnig tileinkað mótmæli sín stefnumálum hans. Í september 2017, á fjöldafundi í Alabama, krafðist Trump þess að eigendur NFL-deildarinnar myndu hreinlega reka leikmenn sem mótmæltu. Barack Obama, sem var forseti þegar mótmælin hófust, er á öðru máli. Í september 2016 sagði hann að Kaepernick hefði stjórnarskrárbundinn rétt til að mótmæla. „Hann hefur vakið meiri umræðu um mikilvæg málefni.“ Auglýsingin Eftir að hafa staðið utanvallar frá því hann rifti samningi sínum sneri Kaepernick aftur af fullum krafti í umræðuna í upphafi mánaðar þegar hann var andlit nýrrar auglýsingaherferðar Nike. Líkt og mótmælunum var auglýsingaherferðinni afar misjafnlega tekið. Trump sagði hana senda „hrikaleg skilaboð sem ætti ekki að senda“ og íhaldsmenn tóku myndbönd af Nike-skóm brenna. Hlutabréf í Nike hafa hins vegar risið myndarlega frá því að auglýsingaherferðin fór í loftið. Demókratar og óháðir hafa flestir tekið vel í boðskapinn og í vikunni bárust þau tíðindi að virði hlutabréfa í Nike hafi aldrei verið meira.Framtíð Kaepernicks En hvað kemur næst fyrir leikstjórnandann? Hann hefur ekki spilað í NFL-deildinni frá því að hann rifti samningi sínum og hefur höfðað mál gegn NFL-deildinni. Málið er á leið fyrir dóm en Kaepernick heldur því fram að eigendur liða í NFL-deildinni hafi komið sér saman um að halda honum utan deildarinnar sem Kaepernick telur brot á NFL-reglunum. Kaepernick hefur þó nýtt tíma sinn vel. Hann hefur verið gerður að samviskusendiherra Amnesty International, borgara ársins hjá GQ og fengið heiðursverðlaun Muhammads Ali hjá Sports Illustrated. Þá hefur hann staðið við loforð sem hann gaf haustið 2016 um að gefa milljón dala til samtaka sem ynnu að málstað hans um jafnrétti kynþátta. Ólíklegt þykir að Kaepernick snúi aftur í NFL-deildina. Blaðamaður The Undefeated orðaði það svo, með vísun í málstaðinn: „Líkurnar á því að Colin Kaepernick spili aftur sem leikstjórnandi í NFL-deildinni eru jafnmiklar og líkurnar á því að lögregluþjónn verði sakfelldur fyrir morð á svörtum manni.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kaepernick hrósaði leikmönnum fyrir að fara niður á hné Fyrsti stóri leikdagurinn í NFL-deildinni var í gær og margt áhugavert í gangi. Þar á meðal mótmæli leikmanna meðan þjóðsöngurinn er leikinn en þau eru ekki hætt þó svo eigendur liðanna reyni að koma í veg fyrir þau. 10. september 2018 12:30 Hætta við umdeilda tillögu um bann við vörum Nike Zahn lagði tillöguna fram í síðustu viku eftir að fyrirtækið Nike opinberaði auglýsingarherferð sína með Colin Kaepernick. 13. september 2018 10:31 Kveikja í hlaupaskónum vegna andlits auglýsingaherferðar Nike Fyrir skömmu var tilkynnt að NFL-leikstjórnandinn Colin Kaepernick væri nýtt andlit auglýsingaherferðar íþróttamerkisins Nike. 4. september 2018 18:54 Trump: Nike er að senda skelfileg skilaboð Eins og við mátti búast er Donald Trump Bandaríkjaforseti ekki hrifinn af því að Nike sé að nota leikstjórnandann Colin Kaepernick í nýjustu auglýsingaherferð sinni. 5. september 2018 23:30 Sala Nike jókst um 31% eftir umdeilda auglýsingaherferð Auglýsingaherferð sem íþróttavörurisinn Nike setti af stað á dögunum hefur vakið mikið umtal um allan heim en sölutölur fyrirtækisins gefa til kynna að áhættan hafi verið þess virði. 8. september 2018 16:12 Serena, LeBron og fleiri með Kaepernick í auglýsingu Nike Nike hefur birt fyrtu sjónvarpsauglýsingu sína með NFL-leikmanninum Colin Kaepernick. 5. september 2018 18:32 Mest lesið Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent Fleiri fréttir Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Sjá meira
Kaepernick hrósaði leikmönnum fyrir að fara niður á hné Fyrsti stóri leikdagurinn í NFL-deildinni var í gær og margt áhugavert í gangi. Þar á meðal mótmæli leikmanna meðan þjóðsöngurinn er leikinn en þau eru ekki hætt þó svo eigendur liðanna reyni að koma í veg fyrir þau. 10. september 2018 12:30
Hætta við umdeilda tillögu um bann við vörum Nike Zahn lagði tillöguna fram í síðustu viku eftir að fyrirtækið Nike opinberaði auglýsingarherferð sína með Colin Kaepernick. 13. september 2018 10:31
Kveikja í hlaupaskónum vegna andlits auglýsingaherferðar Nike Fyrir skömmu var tilkynnt að NFL-leikstjórnandinn Colin Kaepernick væri nýtt andlit auglýsingaherferðar íþróttamerkisins Nike. 4. september 2018 18:54
Trump: Nike er að senda skelfileg skilaboð Eins og við mátti búast er Donald Trump Bandaríkjaforseti ekki hrifinn af því að Nike sé að nota leikstjórnandann Colin Kaepernick í nýjustu auglýsingaherferð sinni. 5. september 2018 23:30
Sala Nike jókst um 31% eftir umdeilda auglýsingaherferð Auglýsingaherferð sem íþróttavörurisinn Nike setti af stað á dögunum hefur vakið mikið umtal um allan heim en sölutölur fyrirtækisins gefa til kynna að áhættan hafi verið þess virði. 8. september 2018 16:12
Serena, LeBron og fleiri með Kaepernick í auglýsingu Nike Nike hefur birt fyrtu sjónvarpsauglýsingu sína með NFL-leikmanninum Colin Kaepernick. 5. september 2018 18:32