Erlent

Rændi Teslu með snjallsímanum einum saman

Andri Eysteinsson skrifar
Maðurinn fékk Tesla til að tengja bílinn við sinn aðgang.
Maðurinn fékk Tesla til að tengja bílinn við sinn aðgang. Vísir/EPA
21 árs gamall karlmaður í Minnesota í Bandaríkjunum hefur verið handtekinn grunaður um þjófnað á Tesla Model 3 bíl sem var til sýnis í Mall of America verslunarmiðstöðinni í Minneapolis.

Fox 9 Minneapolis greinir frá því að maðurinn hafi eingöngu notað snjallsíma sinn til að fremja verknaðinn. Maðurinn var handtekinn þremur dögum síðar í Texas.

Lögregla segir líklegast að maðurinn hafi fengið þjónustuver Tesla til að tengja bílinn við Tesla aðgang hans en hann hafði áður tekið sama bíl á leigu hjá bílaleigunni Trevls.

John Marino, eigandi Trevsl, segir í samtali við Fox að maðurinn hafi leigt bíla hjá fyrirtækinu í þónokkur skipti. Enn fremur segir Marino að þegar að bílinn hvarf hafi starfsmenn grunað hinn handtekna umsvifalaust vegna þess hve oft hann gortaði sig af vitneskju sinni um öryggisbúnað bílanna. 

Maðurinn náði að keyra brott á bílnum og slökkti á GPS sendi bílsins. Það var þó ekki nóg því í hver skipti sem maðurinn setti bílinn í hleðslu barst tilkynning um staðsetningu. Marino segir Tesla ekki vera réttu bílana til að ræna vegna þess mikla magns af gögnum sem bílarnir safna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×