Segir frumvarp um mannanöfn frelsismál hinsegin fólks Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. september 2018 13:03 Þorsteinn Víglundsson er flutningsmaður frumvarpsins Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, hyggst leggja fram frumvarp um mannanöfn þess efnis að binda endi á opinber afskipti í slíkum ákvörðunum. Hann segir að í umræðum muni líklega mætast átök milli frelsis og forræðishyggju. Frumvarpið var flutt á síðasta þingi en náði ekki fram að ganga. Málið er nú endurflutt að teknu tilliti til þeirra umsagna sem allsherjar- og menntamálanefnd aflaði. Þorsteinn Víglundsson, flutningsmaður segir að um frelsismál sé að ræða sem hafi mikla þýðingu fyrir réttindi hinsegin fólks. „Frumvarpið snýr í grundvallaratriðum að frelsi fólks til að ákveða eigið nafn eða nafn barna sinna og binda endi á opinber afskipti af slíkri ákvörðun. Þetta er ákveðið frelsismál og það sem skiptir miklu máli eru réttindi hinsegin fólks til að bæði skipta um nöfn, en einnig að breyta kynskráningu sinni. Þetta dregur því verulega úr þeim hömlum sem í dag eru á slíku ferli. Í frjálslyndu samfélagi eigum við ekki að hafa ríkisafskipti af því hvað fólk heitir eða hvernig það kýs að breyta nafni sínu frá einum tíma til annars,“ segir Þorsteinn. Frumvarpið er á dagskrá þingsins á morgun og vonar Þorsteinn að málið komist hratt til nefndar og ljúki á þessu þingi. Hann segir að í umræðum muni líklega mætast átök milli frelsis og forræðishyggju. „Það eru vafalítið skiptar skoðanir um þetta. Ég held að þetta snúi auðvitað fyrst og fremst um það hvort þingheimur styðji frelsi einstaklingsins til að ákvarða þetta sjálft. Við getu sagt að þetta endurspegli ákveðin átök milli frelsis og forræðishyggju. Ég hlakka til umræðunnar um það,“ segir Þorsteinn.Hér er hægt að lesa frumvarpið. Stj.mál Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, hyggst leggja fram frumvarp um mannanöfn þess efnis að binda endi á opinber afskipti í slíkum ákvörðunum. Hann segir að í umræðum muni líklega mætast átök milli frelsis og forræðishyggju. Frumvarpið var flutt á síðasta þingi en náði ekki fram að ganga. Málið er nú endurflutt að teknu tilliti til þeirra umsagna sem allsherjar- og menntamálanefnd aflaði. Þorsteinn Víglundsson, flutningsmaður segir að um frelsismál sé að ræða sem hafi mikla þýðingu fyrir réttindi hinsegin fólks. „Frumvarpið snýr í grundvallaratriðum að frelsi fólks til að ákveða eigið nafn eða nafn barna sinna og binda endi á opinber afskipti af slíkri ákvörðun. Þetta er ákveðið frelsismál og það sem skiptir miklu máli eru réttindi hinsegin fólks til að bæði skipta um nöfn, en einnig að breyta kynskráningu sinni. Þetta dregur því verulega úr þeim hömlum sem í dag eru á slíku ferli. Í frjálslyndu samfélagi eigum við ekki að hafa ríkisafskipti af því hvað fólk heitir eða hvernig það kýs að breyta nafni sínu frá einum tíma til annars,“ segir Þorsteinn. Frumvarpið er á dagskrá þingsins á morgun og vonar Þorsteinn að málið komist hratt til nefndar og ljúki á þessu þingi. Hann segir að í umræðum muni líklega mætast átök milli frelsis og forræðishyggju. „Það eru vafalítið skiptar skoðanir um þetta. Ég held að þetta snúi auðvitað fyrst og fremst um það hvort þingheimur styðji frelsi einstaklingsins til að ákvarða þetta sjálft. Við getu sagt að þetta endurspegli ákveðin átök milli frelsis og forræðishyggju. Ég hlakka til umræðunnar um það,“ segir Þorsteinn.Hér er hægt að lesa frumvarpið.
Stj.mál Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira