Khan kallar eftir kosningu um Brexit Andri Eysteinsson skrifar 16. september 2018 20:13 Sadiq Khan, borgarstjóri London. Vísir/EPA Borgarstjóri Lundúna, Sadiq Khan úr Verkamannaflokknum skrifar í dag grein í ritið the Guardian, þar kallaði hann eftir því að kosið verði aftur um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Khan segir að þó hann hafi alltaf barist fyrir því að Bretar haldi stöðu sinni innan ESB óbreyttri virði hann skoðun samlanda sinna og hefur því unnið með stjórnvöldum að því að ná bestu samningum við ESB varðandi útgönguna.Tíminn að renna út fyrir May Khan segir þó að Theresu May hafi mistekist í samningaviðræðum, bæði hafi henni ekki tekið að semja við samflokksmenn sína hvað þá við ESB. Umræðan hafi á köflum verið frekar um pólitíska hagsmuni Boris Johnson fyrrverandi utanríkisráðherra frekar en um hvað sé best fyrir Bretland. Khan segir að nú sé tíminn að renna út og tveir möguleikar séu í stöðunni. Slæmur samningur við ESB eða enginn samningur við ESB. Báðir möguleikarnir eru víðs fjarri frá því sem baráttumenn fyrir útgöngunni lofuðu kjósendum fyrir kosningarnar sumarið 2016. Að lokum segir Khan að eftir langa íhugun hafi hann ákveðið að almenningur verði að fá að hafa úrslitaáhrif, hvort það verði kosning milli lélegs samnings og áframhaldandi veru í ESB eða milli þess að ganga úr ESB án samnings eða að halda stöðunni óbreyttri.Tíminn kominn til að koma ákvörðunni í hendur almennings Khan segir að það geti ekki verið vilji fólksins að fara úr ESB og sjá fyrirtæki landsins eiga í erfiðleikum, að þjónusta versni og hagur almennings verði verri og verri. Tíminn sé kominn til að taka ákvörðunina úr höndunum á stjórnmálamönnunum og setja í hendur almennings. Upphaflega var kosið um Brexit sumarið 2016, þáverandi forsætisráðherra David Cameron hafði boðað til kosninganna vegna þrýstings frá samflokksmönnum í Íhaldsflokknum og vegna upprisu UKIP flokksins. Cameron var þó sjálfur andstæðingur útgöngunnar og sagði af sér eftir að meirihluti breskra kjósenda kusu með útgöngunni. Theresa May tók við stjórnartaumunum og hafa störf ríkisstjórnar hennar verið gagnrýnd harðlega. Einnig hefur verið talsvert rót á mannskap May og í júlí sagði utanríkisráðherrann Boris Johnson, einn helsti baráttumaður Brexit snögglega af sér. Gert er ráð fyrir því að öllu óbreyttu gangi Bretar úr ESB 29. maí 2019. Brexit Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Sjá meira
Borgarstjóri Lundúna, Sadiq Khan úr Verkamannaflokknum skrifar í dag grein í ritið the Guardian, þar kallaði hann eftir því að kosið verði aftur um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Khan segir að þó hann hafi alltaf barist fyrir því að Bretar haldi stöðu sinni innan ESB óbreyttri virði hann skoðun samlanda sinna og hefur því unnið með stjórnvöldum að því að ná bestu samningum við ESB varðandi útgönguna.Tíminn að renna út fyrir May Khan segir þó að Theresu May hafi mistekist í samningaviðræðum, bæði hafi henni ekki tekið að semja við samflokksmenn sína hvað þá við ESB. Umræðan hafi á köflum verið frekar um pólitíska hagsmuni Boris Johnson fyrrverandi utanríkisráðherra frekar en um hvað sé best fyrir Bretland. Khan segir að nú sé tíminn að renna út og tveir möguleikar séu í stöðunni. Slæmur samningur við ESB eða enginn samningur við ESB. Báðir möguleikarnir eru víðs fjarri frá því sem baráttumenn fyrir útgöngunni lofuðu kjósendum fyrir kosningarnar sumarið 2016. Að lokum segir Khan að eftir langa íhugun hafi hann ákveðið að almenningur verði að fá að hafa úrslitaáhrif, hvort það verði kosning milli lélegs samnings og áframhaldandi veru í ESB eða milli þess að ganga úr ESB án samnings eða að halda stöðunni óbreyttri.Tíminn kominn til að koma ákvörðunni í hendur almennings Khan segir að það geti ekki verið vilji fólksins að fara úr ESB og sjá fyrirtæki landsins eiga í erfiðleikum, að þjónusta versni og hagur almennings verði verri og verri. Tíminn sé kominn til að taka ákvörðunina úr höndunum á stjórnmálamönnunum og setja í hendur almennings. Upphaflega var kosið um Brexit sumarið 2016, þáverandi forsætisráðherra David Cameron hafði boðað til kosninganna vegna þrýstings frá samflokksmönnum í Íhaldsflokknum og vegna upprisu UKIP flokksins. Cameron var þó sjálfur andstæðingur útgöngunnar og sagði af sér eftir að meirihluti breskra kjósenda kusu með útgöngunni. Theresa May tók við stjórnartaumunum og hafa störf ríkisstjórnar hennar verið gagnrýnd harðlega. Einnig hefur verið talsvert rót á mannskap May og í júlí sagði utanríkisráðherrann Boris Johnson, einn helsti baráttumaður Brexit snögglega af sér. Gert er ráð fyrir því að öllu óbreyttu gangi Bretar úr ESB 29. maí 2019.
Brexit Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Sjá meira